Grófu upp jarðsprengjur saman Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. október 2018 07:00 Moon Jae-in forseti á hátíðaratburði suðurkóreska hersins. Vísir/epa Herir ríkjanna tveggja á Kóreuskaga unnu að því að grafa upp jarðsprengjur á hinu vígbúna landamærasvæði í gær. Þetta var gert í samræmi við sameiginlegar yfirlýsingar Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, um að draga úr vígbúnaði á landamærasvæðinu sem og úr togstreitunni á milli ríkjanna.Suðurkóreska blaðið Korea Herald hafði eftir suðurkóreska hernum að unnið hafi verið að uppgreftri jarðsprengja við landamærabæinn Panmunjom, þar sem leiðtogarnir funduðu í vor, og á nærliggjandi hæð á landamærasvæðinu. Norðurkóreski herinn greindi ekki sérstaklega frá því í gær hvar vinna norðurkóresku hermannanna fór fram en samkvæmt varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu voru þeir norðurkóresku vissulega að grafa upp jarðsprengjur.„Stór hluti af okkar vinnu felst í því að komast að því hversu margar jarðsprengjur eru grafnar á landamærasvæðinu. Við teljum okkur vita að þær séu ekki svo margar,“ sagði heimildarmaður Korea Herald úr varnarmálaráðuneytinu.Gærdagurinn var hátíðisdagur suðurkóreska hersins og hélt Moon forseti ávarp af því tilefni. „Við höfum ráðist í metnaðarfullt verkefni í átt að friði og velsæld á Kóreuskaga. Stíginn sem við fetum nú hefur enginn farið áður svo það er erfitt að spá um hvaða erfiðleikar bíða okkar. Þess vegna eru sterkar varnir mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ sagði forsetinn.Moon sagði jafnframt að bandalagið við Bandaríkin væri afar mikilvægt í þessari vegferð. „Bandalagið stuðlar að friði á Kóreuskaga. Herlið Bandaríkjanna í Kóreu mun halda áfram að gegna friðargæsluhlutverki sínu á skaganum og mun jafnframt stuðla að stöðugleika og friði í allri Norðaustur-Asíu.“Þá greindi Chosun Ilbo frá því í gær að það myndi kosta 4,3 billjónir króna að nútímavæða járnbrautakerfi Norður-Kóreu. Umfjöllunin byggði á gögnum frá Korea Rail Network Authority. Á fimmtudaginn fullgilti suðurkóreska ríkisstjórnin samkomulag á milli leiðtoga Kóreuríkjanna um að tengja járnbrautir Kóreuskaga og nútímavæða járnbrautakerfi norðursins. Þeirra mat á kostnaði var fjarri tölu Chosun Ilbo. Alls áformar ríkisstjórnin að reiða af hendi 30 milljarða króna á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira