Jónsi og Georg samþykkja úrsögn Orra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2018 14:32 Georg og Jónsi á tónleikum í Berlín í fyrra. Getty/Stefan Hoederath Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. Tilkynningin kemur í framhaldi af yfirlýsingu Orra Páls í dag þar sem hann neitar ásökunum um að hafa nauðgað bandarískri konu árið 2013. „Í ljósi hinna einstaklega alvarlegu og persónulegu ásakana á hendur honum undanfarna daga höfum við samþykkt úrsögn hljómsveitarfélaga okkar, Orra Páls Dýrasonar, til að leyfa honum að vinna sjálfur í málinu.“ Georg, Jón Þór og Orri Páll hafa þrír skipað Sigur Rós frá árinu 2013 þegar hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson hætti í sveitinni. Síðan hefur sveitin verið þriggja manna þar til í dag.Fjögurra manna sveitin sem nú er orðin tveggja manna. Frá vinstri: Kjartan Sveinsson, Orri Páll Dýrason, Georg Hólm og Jón Þór Birgisson.Fréttablaðið/GVABandaríska myndlistarkonan Meagan Boyd birti pistil á Instagram-síðu sinni i liðinni viku þar sem hún sagði Orra Pál hafa nauðgað sér í tvígang árið 2013. Orri Páll sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitaði fyrir ásakanirnar. Þar neitaði hann ásökunum en bað fólk um að beina reiði sinni í réttan farveg „og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu. Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. -Hvorki mér, né henni.“Í tölvupóstsamskiptum við Vísi segir Boyd að hún hafi íhugað að sækja Orra til saka á sínum tíma. Hún hafi þó kennt sér um hvernig fór vegna þessa að hún treysti honum. Þar að auki hafi henni þótt ólíklegt að „yfirvöld myndu trúa stúlku sem dansaði á nektardansstað.“In the wake of the extremely serious and personal allegations made against him in recent days we have today accepted the...Posted by Sigur Rós on Monday, October 1, 2018 Menning MeToo Tengdar fréttir Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. Tilkynningin kemur í framhaldi af yfirlýsingu Orra Páls í dag þar sem hann neitar ásökunum um að hafa nauðgað bandarískri konu árið 2013. „Í ljósi hinna einstaklega alvarlegu og persónulegu ásakana á hendur honum undanfarna daga höfum við samþykkt úrsögn hljómsveitarfélaga okkar, Orra Páls Dýrasonar, til að leyfa honum að vinna sjálfur í málinu.“ Georg, Jón Þór og Orri Páll hafa þrír skipað Sigur Rós frá árinu 2013 þegar hljómborðsleikarinn Kjartan Sveinsson hætti í sveitinni. Síðan hefur sveitin verið þriggja manna þar til í dag.Fjögurra manna sveitin sem nú er orðin tveggja manna. Frá vinstri: Kjartan Sveinsson, Orri Páll Dýrason, Georg Hólm og Jón Þór Birgisson.Fréttablaðið/GVABandaríska myndlistarkonan Meagan Boyd birti pistil á Instagram-síðu sinni i liðinni viku þar sem hún sagði Orra Pál hafa nauðgað sér í tvígang árið 2013. Orri Páll sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitaði fyrir ásakanirnar. Þar neitaði hann ásökunum en bað fólk um að beina reiði sinni í réttan farveg „og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eða umfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu. Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. -Hvorki mér, né henni.“Í tölvupóstsamskiptum við Vísi segir Boyd að hún hafi íhugað að sækja Orra til saka á sínum tíma. Hún hafi þó kennt sér um hvernig fór vegna þessa að hún treysti honum. Þar að auki hafi henni þótt ólíklegt að „yfirvöld myndu trúa stúlku sem dansaði á nektardansstað.“In the wake of the extremely serious and personal allegations made against him in recent days we have today accepted the...Posted by Sigur Rós on Monday, October 1, 2018
Menning MeToo Tengdar fréttir Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55