Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2018 06:00 Aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar í Hæstarétti síðastliðinn fimmtudag þegar dómur gekk í endurupptöku málanna. fréttablaðið/eyþór Ómögulegt er að sjá fyrir upphæð mögulegra bóta til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Málin séu með öllu fordæmalaus. Þetta segir dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Síðastliðinn fimmtudag sýknaði Hæstiréttur Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson, Tryggva Rúnar Leifsson og Guðjón Skarphéðinsson af ákærum er vörðuðu hvörf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. Samanlagt voru mennirnir rúm sextán ár í gæsluvarðhaldi. Degi síðar sendi forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem sakborningar og aðstandendur þeirra voru beðnir afsökunar á því ranglæti sem þeir hafa mátt þola. Samtímis var sagt frá því að skipaður yrði starfshópur, með fulltrúum forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins, sem fengi það verkefni að leiða sáttaviðræður við aðila málanna og aðstandendur þeirra vegna miska og tjóns sem þau hafa hlotið af þeim. Í lögum um meðferð sakamála er að finna heimild til að greiða ákærðum bætur hafi hann verið sýknaður með endanlegum dómi eða mál hans fellt niður. Þá er þar heimild til að greiða bætur vegna þeirra rannsóknaraðgerða sem hann hefur mátt þola. Að endingu er þar heimild til að greiða bætur hafi „saklaus maður [hlotið] dóm í sakamáli“ og þolað refsingu. Dæmdar bætur á grundvelli greinarinnar eru yfirleitt ekki háar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru afar sérstaks eðlis og algjörlega fordæmalaus. Mér þykir sennilegt að einhvers konar sanngirnisbætur, líkt og í tilfelli vist- og meðferðarheimilanna, þó um nokkuð eðlisólík mál sé að ræða, verði greiddar,“ segir Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Aðspurð segir Kristín ómögulegt að gera sér mögulega bótafjárhæð í hugarlund þar sem ekkert sambærilegt mál fyrirfinnist í íslenskri réttarsögu sem hægt sé að miða við. Yrði sú leið farin þyrfti að setja sérstök lög um efnið þar sem núgildandi lög um sanngirnisbætur ná aðeins til stofnana sem valdsvið vistheimilanefndar nær til. Hámark bóta samkvæmt þeim lögum er nú 7,2 milljónir króna til hvers og eins. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30 Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna sökum anna. 28. september 2018 14:03 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ómögulegt er að sjá fyrir upphæð mögulegra bóta til sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Málin séu með öllu fordæmalaus. Þetta segir dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Síðastliðinn fimmtudag sýknaði Hæstiréttur Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Júlíusson, Tryggva Rúnar Leifsson og Guðjón Skarphéðinsson af ákærum er vörðuðu hvörf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. Samanlagt voru mennirnir rúm sextán ár í gæsluvarðhaldi. Degi síðar sendi forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem sakborningar og aðstandendur þeirra voru beðnir afsökunar á því ranglæti sem þeir hafa mátt þola. Samtímis var sagt frá því að skipaður yrði starfshópur, með fulltrúum forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins, sem fengi það verkefni að leiða sáttaviðræður við aðila málanna og aðstandendur þeirra vegna miska og tjóns sem þau hafa hlotið af þeim. Í lögum um meðferð sakamála er að finna heimild til að greiða ákærðum bætur hafi hann verið sýknaður með endanlegum dómi eða mál hans fellt niður. Þá er þar heimild til að greiða bætur vegna þeirra rannsóknaraðgerða sem hann hefur mátt þola. Að endingu er þar heimild til að greiða bætur hafi „saklaus maður [hlotið] dóm í sakamáli“ og þolað refsingu. Dæmdar bætur á grundvelli greinarinnar eru yfirleitt ekki háar. „Þetta eru náttúrulega mál sem eru afar sérstaks eðlis og algjörlega fordæmalaus. Mér þykir sennilegt að einhvers konar sanngirnisbætur, líkt og í tilfelli vist- og meðferðarheimilanna, þó um nokkuð eðlisólík mál sé að ræða, verði greiddar,“ segir Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari við Háskóla Íslands. Aðspurð segir Kristín ómögulegt að gera sér mögulega bótafjárhæð í hugarlund þar sem ekkert sambærilegt mál fyrirfinnist í íslenskri réttarsögu sem hægt sé að miða við. Yrði sú leið farin þyrfti að setja sérstök lög um efnið þar sem núgildandi lög um sanngirnisbætur ná aðeins til stofnana sem valdsvið vistheimilanefndar nær til. Hámark bóta samkvæmt þeim lögum er nú 7,2 milljónir króna til hvers og eins.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30 Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna sökum anna. 28. september 2018 14:03 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Verjendur segja að sýkna ætti Erlu, Kristján og Sævar af röngum sakargiftum. Bæturnar þurfi að vera háar til að teljast sanngjarnar. Ríkisstjórnin hefur beðið þolendur málsins afsökunar. 29. september 2018 09:30
Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna sökum anna. 28. september 2018 14:03
Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10