Trump dásamaði Gianforte fyrir að ráðast á blaðamann Guardian Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2018 10:04 Donald Trump er ánægður með Greg Gianforte. getty/justin sullivan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dásamaði Greg Gianforte, þingmann Repúblikana, fyrir að ráðast á blaðamann breska dagblaðsins Guardian. Þingmaðurinn var kærður fyrir árásina en hann skellti blaðamanninum í gólfið (e. body slam), eins og þekkist í glímu. Trump ræddi þetta á kosningafundi í Montana í gær en Gianforte réðst á Ben Jacobs, blaðamann Guardian, í maí í fyrra þegar sá síðastnefndi var að spyrja þingmanninn út í stefnu hans í heilbrigðismálum í aðdraganda sérstakra þingkosninga í Bozeman í Montana. Orðum Trump um Gianforte var vel tekið á fundinum í gær þegar hann sagði að þingmaðurinn væri klár. „Og þú átt aldrei að fara í glímu við hann. Þið skiljið, aldrei,“ sagði Trump sem hélt áfram undir fagnaðarlátunum: „Hvaða gaur sem getur skellt öðrum í gólfið, það er gaur að mínu skapi.“ Trump lék síðan eftir hreyfingu þegar einhver skellir öðrum í gólfið. Vonar að Trump biðjist afsökunar á orðum sínum Fjallað er um málið á vef Guardian og segir þar að þetta sé í fyrsta sinn sem Trump dásami beint ofbeldi gagnvart blaðamönnum á bandrískri grundu. Ritstjóri blaðsins í Bandaríkjunum, John Mulholland, sendi frá sér yfirlýsingu vegna orða Trump. Sagði hann Bandaríkjaforseta hafa fagnað árás á blaðamann sem var aðeins að vinna vinnuna sína samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna en Trump hefur sjálfur svarið þess eið að verja stjórnarskrána sem forseti. Þá vísaði Mulholland jafnframt í morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi en tyrknesk yfirvöld segja vísbendingar um að sádi-arabísk yfirvöld hafi ráðið Khashoggi af dögum. Sagði Mulholland í yfirlýsingu að orð Trump byðu hættunni heim varðandi frekari árásir á blaðamenn bæði í Bandaríkjunum sem og um heim allan. „Við vonum að heiðvirt fólk muni fordæma þessi orð og að forsetinn sjái sóma sinn í að biðjast afsökunar,“ sagði í yfirlýsingu Mulholland. Guardian US editor issues statement responding to Trump: “The President of the United States tonight applauded the assault on an American journalist who works for the Guardian.” pic.twitter.com/sSwUiBQo2J — Oliver Darcy (@oliverdarcy) October 19, 2018 Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dásamaði Greg Gianforte, þingmann Repúblikana, fyrir að ráðast á blaðamann breska dagblaðsins Guardian. Þingmaðurinn var kærður fyrir árásina en hann skellti blaðamanninum í gólfið (e. body slam), eins og þekkist í glímu. Trump ræddi þetta á kosningafundi í Montana í gær en Gianforte réðst á Ben Jacobs, blaðamann Guardian, í maí í fyrra þegar sá síðastnefndi var að spyrja þingmanninn út í stefnu hans í heilbrigðismálum í aðdraganda sérstakra þingkosninga í Bozeman í Montana. Orðum Trump um Gianforte var vel tekið á fundinum í gær þegar hann sagði að þingmaðurinn væri klár. „Og þú átt aldrei að fara í glímu við hann. Þið skiljið, aldrei,“ sagði Trump sem hélt áfram undir fagnaðarlátunum: „Hvaða gaur sem getur skellt öðrum í gólfið, það er gaur að mínu skapi.“ Trump lék síðan eftir hreyfingu þegar einhver skellir öðrum í gólfið. Vonar að Trump biðjist afsökunar á orðum sínum Fjallað er um málið á vef Guardian og segir þar að þetta sé í fyrsta sinn sem Trump dásami beint ofbeldi gagnvart blaðamönnum á bandrískri grundu. Ritstjóri blaðsins í Bandaríkjunum, John Mulholland, sendi frá sér yfirlýsingu vegna orða Trump. Sagði hann Bandaríkjaforseta hafa fagnað árás á blaðamann sem var aðeins að vinna vinnuna sína samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna en Trump hefur sjálfur svarið þess eið að verja stjórnarskrána sem forseti. Þá vísaði Mulholland jafnframt í morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi en tyrknesk yfirvöld segja vísbendingar um að sádi-arabísk yfirvöld hafi ráðið Khashoggi af dögum. Sagði Mulholland í yfirlýsingu að orð Trump byðu hættunni heim varðandi frekari árásir á blaðamenn bæði í Bandaríkjunum sem og um heim allan. „Við vonum að heiðvirt fólk muni fordæma þessi orð og að forsetinn sjái sóma sinn í að biðjast afsökunar,“ sagði í yfirlýsingu Mulholland. Guardian US editor issues statement responding to Trump: “The President of the United States tonight applauded the assault on an American journalist who works for the Guardian.” pic.twitter.com/sSwUiBQo2J — Oliver Darcy (@oliverdarcy) October 19, 2018
Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira