Iwo Jima II nýtist bæði í hernaði og björgunaraðgerðum Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2018 20:07 Herskipið Iwo Jima II liggur nú við Sundahöfn en það er stærsta herskip Bandaríkjanna sem tekur þátt í heræfingu NATO á Íslandi. Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en nýtist einnig til friðsamari aðgerða. Iwo Jima var annarri var hleypt af stokkunum árið 2000. Það er aðeins minna skip en flugmóðurskip og er ætlað að styðja við landgöngulið. Það er stærsta skipið sem tekur þátt í NATO heræfingunni hér á landi en í dag nýttu margir úr áhöfninni tækifærið til að skoða sig um í Reykjavík og dugði ekkert minna en stór floti hópferðabíla til að sjá um það. „Það er byggt fyrir flugtök og lendingar þyrlna, þyrlur landgönguliðsins og flotans eða allt sem getur tekið á loft eða lent lóðrétt. Þetta er LHD-skip, sem er flokkun sem flotinn notar, láðs- og lagarskip hannað til að koma landgönguliðum, sjóliðum, tækjum og farmi af skipinu og í land mjög fljótt,” segir Clay Groover landgönguliði sem gekk með fréttamanni um skipið. Rúmlega tvö þúsund landgönguliðar eru um borð á átakatímum auk fjölda annarra í stuðningsliði. Auk margra tegunda af þyrlum og flugvélum sem taka á loft eins og þyrlur, eru landgönguprammar, trukkar og jeppar um borð. Joseph O’Brian næst æðsti yfirmaðurinn um borð segir skipið í alla staði mjög öflugt. „Við erum með býsna stórt ökutækjaþilfar svo við erum með mörg ökutæki. Ég veit að þú talaðir við liðsforingja um það hér áðan en við getum flutt um 100 ökutæki. En við erum líka með þrjá landgöngupramma um borð. Það gefur okkur tækifæri til að flytja þungan búnað í land,” segir O’Brian Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en Joseph O’Brian yfirliðsforingi hefur verið á skipinu frá árinu 2016 og var því ekki þátttakandi í þeim átökum. Hann segir skipið nýtast vel í björgunaraðgerðum ýmis konar til að flytja bæði nauðsynlegan búnað og mannskap, eins og þegar fellibyljir gengu yfir Key West og Haiti. „Í báðum tilfellum notuðum við þann búnað sem við höfðum. Á Haítí voru það aðallega loftflutningar en við Key West settum við marga landgönguliða í land á prömmum. Þeir gátu farið inn og rýmt vegi, opnað spítala, lagað loftræstikerfi á dvalarheimilum aldraðra. Þetta gefur okkur mikinn sveigjanleika,” segir O’Brian. Flestir úr áhöfn skipsins eru óvanir hitastigi og veðurfari í norðurhöfum og segir O’Brian það vera hluta af æfingunni að kynnast aðstæðum þar. Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Herskipið Iwo Jima II liggur nú við Sundahöfn en það er stærsta herskip Bandaríkjanna sem tekur þátt í heræfingu NATO á Íslandi. Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en nýtist einnig til friðsamari aðgerða. Iwo Jima var annarri var hleypt af stokkunum árið 2000. Það er aðeins minna skip en flugmóðurskip og er ætlað að styðja við landgöngulið. Það er stærsta skipið sem tekur þátt í NATO heræfingunni hér á landi en í dag nýttu margir úr áhöfninni tækifærið til að skoða sig um í Reykjavík og dugði ekkert minna en stór floti hópferðabíla til að sjá um það. „Það er byggt fyrir flugtök og lendingar þyrlna, þyrlur landgönguliðsins og flotans eða allt sem getur tekið á loft eða lent lóðrétt. Þetta er LHD-skip, sem er flokkun sem flotinn notar, láðs- og lagarskip hannað til að koma landgönguliðum, sjóliðum, tækjum og farmi af skipinu og í land mjög fljótt,” segir Clay Groover landgönguliði sem gekk með fréttamanni um skipið. Rúmlega tvö þúsund landgönguliðar eru um borð á átakatímum auk fjölda annarra í stuðningsliði. Auk margra tegunda af þyrlum og flugvélum sem taka á loft eins og þyrlur, eru landgönguprammar, trukkar og jeppar um borð. Joseph O’Brian næst æðsti yfirmaðurinn um borð segir skipið í alla staði mjög öflugt. „Við erum með býsna stórt ökutækjaþilfar svo við erum með mörg ökutæki. Ég veit að þú talaðir við liðsforingja um það hér áðan en við getum flutt um 100 ökutæki. En við erum líka með þrjá landgöngupramma um borð. Það gefur okkur tækifæri til að flytja þungan búnað í land,” segir O’Brian Skipið tók þátt í seinna Íraksstríðinu en Joseph O’Brian yfirliðsforingi hefur verið á skipinu frá árinu 2016 og var því ekki þátttakandi í þeim átökum. Hann segir skipið nýtast vel í björgunaraðgerðum ýmis konar til að flytja bæði nauðsynlegan búnað og mannskap, eins og þegar fellibyljir gengu yfir Key West og Haiti. „Í báðum tilfellum notuðum við þann búnað sem við höfðum. Á Haítí voru það aðallega loftflutningar en við Key West settum við marga landgönguliða í land á prömmum. Þeir gátu farið inn og rýmt vegi, opnað spítala, lagað loftræstikerfi á dvalarheimilum aldraðra. Þetta gefur okkur mikinn sveigjanleika,” segir O’Brian. Flestir úr áhöfn skipsins eru óvanir hitastigi og veðurfari í norðurhöfum og segir O’Brian það vera hluta af æfingunni að kynnast aðstæðum þar.
Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira