Epli og ástarpungar Guðrún Hafsteinsdóttir og Gylfi Jónasson skrifar 18. október 2018 10:00 Epli og appelsínur eru hvort tveggja matvörur og hnöttóttar á að líta. Það er líka hið eina sem þær eiga sameiginlegt. Við frekari samanburð yrði frekar fjallað um það sem ólíkt er með þessum vörum. Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna í Nevadaríki í Bandaríkjunum og íslenska lífeyrissjóðakerfið eiga ýmislegt sameiginlegt en við samanburð verður líka að halda til haga öllu því sem ekki er þar sambærilegt í rekstri og starfsemi. Sé þess ekki gætt er stutt í að bera saman epli og appelsínur, jafnvel epli og ástarpunga. Gagnlegt hefði nú verið og fagnaðarefni ef RÚV hefði sett sér markmið um innlegg í upplýsta umræðu með því að senda teymi á vegum þáttarins Kveiks alla leið til Nevada til að kanna starfsemi þessa lífeyrissjóðs og birta niðurstöður skilmerkilega. Því miður var það ekki svo. Að okkur læðist sú tilfinning að meiningin hafi frekar verið sú að tína til punkta við hæfi og skapa þá ímynd að einn maður ræki í dagvinnu lífeyrissjóð á stærð við allt íslenska lífeyrissjóðakerfið og ávaxtaði iðgjöldin miklu betur, fyrir brotabrot af rekstrarkostnaði okkar sjóða. Svo einfalt er nú málið ekki þegar að er gáð. Þarf ekki annað en að glugga í ársskýrslu sjóðsins og bera saman við gögn um íslenska kerfið. Það gerðum við og sama hefði teymi Kveiks betur gert. Einföld „rannsókn“ okkar á aðgengilegum gögnum leiðir margt áhugavert í ljós: l Hrein eign Nevadasjóðsins nam um 4.400 milljörðum króna í lok árs 2017 en hrein eign íslenska kerfisins nam þá um 4.000 milljörðum króna. Um 60% eigna sjóðsins eru í hlutabréfum, 30% í skuldabréfum og annað í fasteignum og framtaksfjárfestingum. l Starfsmenn bandaríska sjóðsins eru alls 78, þar af er einn (Steve Edmundson, viðmælandi RÚV) titlaður forstöðumaður eignastýringar (investment officer). l Tólf ráðgjafarfyrirtæki koma að fjárfestingarákvörðunum og bein fjárfestingargjöld sjóðsins námu um 5,5 milljörðum íslenskra króna árið 2017, sem er miklu hærra en gerist og gengur í íslenska kerfinu. l Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður bandaríska sjóðsins er um einn sjötti hluti af því sem gerist í íslenska kerfinu. Sá bandaríski er einfaldlega lífeyrissjóður sem tekur við iðgjöldum, ávaxtar þau og greiðir út lífeyri en hefur ekki til viðbótar á sinni könnu fjölmörg verkefni íslenska kerfisins: l Hann rekur hvorki séreignardeildir né millifærir iðgjöld inn á lán. l Hann lánar ekki sjóðfélögum. l Launagreiðendur eru fáir opinberir aðilar og því hverfandi umsýsla vegna innheimtu. l Örorkubyrðin er sáralítil og hverfandi umsýsla þar. Engin ákvæði eru um að flýta eða seinka lífeyrisgreiðslum, sem kallar á umtalsverða umsýslu. l Engin innheimta fyrir endurhæfingarsjóð. l Ekki er að sjá af ársskýrslu sjóðsins að bandarískir lífeyrissjóðir ríkisstarfsmanna greiði fyrir fjármálaeftirlit þar í landi. Fjármálakerfið á Íslandi borgar hins vegar rekstur Fjármálaeftirlitsins og sá kostnaður nemur 4-5% af rekstrarkostnaði lífeyrissjóða.Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðsAfkoma sjóðsins hefur verið með ágætum undanfarin ár en þrátt fyrir það vekur tryggingafræðileg staða hans óneitanlega athygli í ljósi krafna sem gerðar eru til íslenskra lífeyrissjóða um að eignir standi undir lífeyrisskuldbindingum. Þannig var halli upp á 13,3 milljarða Bandaríkjadala á Nevadasjóðnum fjárhagsárið 2017 eða sem nemur rúmlega fjórðungi skuldbindinga. Stjórnendur hans gera ráð fyrir að vöxtur eigna og skuldbindinga verði 4,75% umfram verðlagsbreytingar, sem þeir gefa sér að verði 2,75%. Því er miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu en sé hún lækkuð í 6,5% færi hallinn í liðlega 20 milljarða dala eða sem svarar til nær 40% af skuldbindingum! Á Íslandi mælir laga- og regluverk fyrir um hvernig brugðist skuli við þegar eignir standa ekki undir skuldbindingum lífeyrissjóða. Það hefði verið fróðlegt að fá svör í Nevada við því hvort til standi að bregðast á einhvern hátt við og þá hvernig. Viðmælandi Kveiks hefur þarna verk að vinna en það passaði sýnilega ekki í þá mynd sem dregin var upp og ætlunin var að draga upp í þættinum. Vinnubrögðin eru RÚV hvorki til sóma né álitsauka. Ekki er til of mikils mælst að vandað sé til verka í þætti sem vill láta taka sig alvarlega og kennir sig við „rannsóknarblaðamennsku“.Guðrún Hafsteinsdóttir er stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða og Gylfi Jónasson er framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Epli og appelsínur eru hvort tveggja matvörur og hnöttóttar á að líta. Það er líka hið eina sem þær eiga sameiginlegt. Við frekari samanburð yrði frekar fjallað um það sem ólíkt er með þessum vörum. Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna í Nevadaríki í Bandaríkjunum og íslenska lífeyrissjóðakerfið eiga ýmislegt sameiginlegt en við samanburð verður líka að halda til haga öllu því sem ekki er þar sambærilegt í rekstri og starfsemi. Sé þess ekki gætt er stutt í að bera saman epli og appelsínur, jafnvel epli og ástarpunga. Gagnlegt hefði nú verið og fagnaðarefni ef RÚV hefði sett sér markmið um innlegg í upplýsta umræðu með því að senda teymi á vegum þáttarins Kveiks alla leið til Nevada til að kanna starfsemi þessa lífeyrissjóðs og birta niðurstöður skilmerkilega. Því miður var það ekki svo. Að okkur læðist sú tilfinning að meiningin hafi frekar verið sú að tína til punkta við hæfi og skapa þá ímynd að einn maður ræki í dagvinnu lífeyrissjóð á stærð við allt íslenska lífeyrissjóðakerfið og ávaxtaði iðgjöldin miklu betur, fyrir brotabrot af rekstrarkostnaði okkar sjóða. Svo einfalt er nú málið ekki þegar að er gáð. Þarf ekki annað en að glugga í ársskýrslu sjóðsins og bera saman við gögn um íslenska kerfið. Það gerðum við og sama hefði teymi Kveiks betur gert. Einföld „rannsókn“ okkar á aðgengilegum gögnum leiðir margt áhugavert í ljós: l Hrein eign Nevadasjóðsins nam um 4.400 milljörðum króna í lok árs 2017 en hrein eign íslenska kerfisins nam þá um 4.000 milljörðum króna. Um 60% eigna sjóðsins eru í hlutabréfum, 30% í skuldabréfum og annað í fasteignum og framtaksfjárfestingum. l Starfsmenn bandaríska sjóðsins eru alls 78, þar af er einn (Steve Edmundson, viðmælandi RÚV) titlaður forstöðumaður eignastýringar (investment officer). l Tólf ráðgjafarfyrirtæki koma að fjárfestingarákvörðunum og bein fjárfestingargjöld sjóðsins námu um 5,5 milljörðum íslenskra króna árið 2017, sem er miklu hærra en gerist og gengur í íslenska kerfinu. l Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður bandaríska sjóðsins er um einn sjötti hluti af því sem gerist í íslenska kerfinu. Sá bandaríski er einfaldlega lífeyrissjóður sem tekur við iðgjöldum, ávaxtar þau og greiðir út lífeyri en hefur ekki til viðbótar á sinni könnu fjölmörg verkefni íslenska kerfisins: l Hann rekur hvorki séreignardeildir né millifærir iðgjöld inn á lán. l Hann lánar ekki sjóðfélögum. l Launagreiðendur eru fáir opinberir aðilar og því hverfandi umsýsla vegna innheimtu. l Örorkubyrðin er sáralítil og hverfandi umsýsla þar. Engin ákvæði eru um að flýta eða seinka lífeyrisgreiðslum, sem kallar á umtalsverða umsýslu. l Engin innheimta fyrir endurhæfingarsjóð. l Ekki er að sjá af ársskýrslu sjóðsins að bandarískir lífeyrissjóðir ríkisstarfsmanna greiði fyrir fjármálaeftirlit þar í landi. Fjármálakerfið á Íslandi borgar hins vegar rekstur Fjármálaeftirlitsins og sá kostnaður nemur 4-5% af rekstrarkostnaði lífeyrissjóða.Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðsAfkoma sjóðsins hefur verið með ágætum undanfarin ár en þrátt fyrir það vekur tryggingafræðileg staða hans óneitanlega athygli í ljósi krafna sem gerðar eru til íslenskra lífeyrissjóða um að eignir standi undir lífeyrisskuldbindingum. Þannig var halli upp á 13,3 milljarða Bandaríkjadala á Nevadasjóðnum fjárhagsárið 2017 eða sem nemur rúmlega fjórðungi skuldbindinga. Stjórnendur hans gera ráð fyrir að vöxtur eigna og skuldbindinga verði 4,75% umfram verðlagsbreytingar, sem þeir gefa sér að verði 2,75%. Því er miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu en sé hún lækkuð í 6,5% færi hallinn í liðlega 20 milljarða dala eða sem svarar til nær 40% af skuldbindingum! Á Íslandi mælir laga- og regluverk fyrir um hvernig brugðist skuli við þegar eignir standa ekki undir skuldbindingum lífeyrissjóða. Það hefði verið fróðlegt að fá svör í Nevada við því hvort til standi að bregðast á einhvern hátt við og þá hvernig. Viðmælandi Kveiks hefur þarna verk að vinna en það passaði sýnilega ekki í þá mynd sem dregin var upp og ætlunin var að draga upp í þættinum. Vinnubrögðin eru RÚV hvorki til sóma né álitsauka. Ekki er til of mikils mælst að vandað sé til verka í þætti sem vill láta taka sig alvarlega og kennir sig við „rannsóknarblaðamennsku“.Guðrún Hafsteinsdóttir er stjórnarformaður Landssamtaka lífeyrissjóða og Gylfi Jónasson er framkvæmdastjóri Festu lífeyrissjóðs.
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun