Ekki þurfi áætlun til að framfylgja áætlun Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. október 2018 08:30 Eftir að hópurinn skilaði áætluni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið Fréttablaðið/Eyþór Samráðshópur var skipaður af innanríkisráðherra árið 2016 til þess að smíða aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. María Rut Kristinsdóttir var formaður hópsins. Hún segist ánægð með þá vinnu sem þar var unnin og vona að hægt verði að koma umræddri áætlun í framkvæmd sem fyrst. „Fyrst og fremst er ég mjög stolt af þessu verkefni sem vannst afar vel á sínum tíma. Við tryggðum víðtækt samráð við alla helstu aðila í bæði kerfinu og þessum geira,“ segir María Rut. „Samtalið milli kerfa; lögreglu, ákæruvaldsins, dómstóla, neyðarmóttöku og réttargæslumanna, skilaði sér í alls konar umbótum sem eru síður áþreifanlegar en bæta engu að síður verklag innan kerfisins sem er vel. Umbæturnar voru meðal annars þær að stytta boðleiðir og megináherslan var lögð á að stytta þennan málsmeðferðartíma sem er alltof langur. Við vissum nákvæmlega hver verkefnin væru. Það sem var mest aðkallandi var að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og ákærendum á þessu sviði og skerpa á verklagi á landsvísu.“ Margt af þessu segir María Rut að sé ekki flókið að framkvæma, til að mynda að það yrðu í framhaldinu myndaðir „ad-hoc“ hópar um til dæmis réttarstöðu brotaþola og fleiri álitamál sem hópurinn tók þó ekki beint afstöðu til í áætluninni. Stóra myndin væri sú að þarna væru alls konar minni mál sem væri hægt að ráðast í og klára auðveldlega. Og það væri svolítið í höndunum á viðeigandi stofnunum auk eftirfylgni af hálfu stjórnvalda. Eftir að hópurinn skilaði áætluninni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið. María Rut fór síðan í önnur verkefni en segist treysta því góða fólki sem í kerfinu vinnur til að leiða áætlunina áfram. „Að því sögðu þá er eitt að búa til áætlun og næsta skref er að framfylgja henni. Það sem vakti furðu mína var að um þetta verkefni var stofnaður annar starfshópur og verkefnið fært yfir í forsætisráðuneytið. Ég vona að þetta tefji ekki fyrir að hlutirnir komist í gang. Það þarf ekki að búa til áætlanir til þess að framfylgja áætlunum. Nóg er til af greiningum og skýrslum. Við erum öll sammála um að þetta sé mikilvægt málefni, þvert á flokka, og þetta má ekki verða pólitískt bitbein innan ríkisstjórnarinnar. En ég hlakka til að sjá vinnuna og fylgist með hvort það fari ekki að koma eitthvað út úr þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Samráðshópur var skipaður af innanríkisráðherra árið 2016 til þess að smíða aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. María Rut Kristinsdóttir var formaður hópsins. Hún segist ánægð með þá vinnu sem þar var unnin og vona að hægt verði að koma umræddri áætlun í framkvæmd sem fyrst. „Fyrst og fremst er ég mjög stolt af þessu verkefni sem vannst afar vel á sínum tíma. Við tryggðum víðtækt samráð við alla helstu aðila í bæði kerfinu og þessum geira,“ segir María Rut. „Samtalið milli kerfa; lögreglu, ákæruvaldsins, dómstóla, neyðarmóttöku og réttargæslumanna, skilaði sér í alls konar umbótum sem eru síður áþreifanlegar en bæta engu að síður verklag innan kerfisins sem er vel. Umbæturnar voru meðal annars þær að stytta boðleiðir og megináherslan var lögð á að stytta þennan málsmeðferðartíma sem er alltof langur. Við vissum nákvæmlega hver verkefnin væru. Það sem var mest aðkallandi var að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og ákærendum á þessu sviði og skerpa á verklagi á landsvísu.“ Margt af þessu segir María Rut að sé ekki flókið að framkvæma, til að mynda að það yrðu í framhaldinu myndaðir „ad-hoc“ hópar um til dæmis réttarstöðu brotaþola og fleiri álitamál sem hópurinn tók þó ekki beint afstöðu til í áætluninni. Stóra myndin væri sú að þarna væru alls konar minni mál sem væri hægt að ráðast í og klára auðveldlega. Og það væri svolítið í höndunum á viðeigandi stofnunum auk eftirfylgni af hálfu stjórnvalda. Eftir að hópurinn skilaði áætluninni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið. María Rut fór síðan í önnur verkefni en segist treysta því góða fólki sem í kerfinu vinnur til að leiða áætlunina áfram. „Að því sögðu þá er eitt að búa til áætlun og næsta skref er að framfylgja henni. Það sem vakti furðu mína var að um þetta verkefni var stofnaður annar starfshópur og verkefnið fært yfir í forsætisráðuneytið. Ég vona að þetta tefji ekki fyrir að hlutirnir komist í gang. Það þarf ekki að búa til áætlanir til þess að framfylgja áætlunum. Nóg er til af greiningum og skýrslum. Við erum öll sammála um að þetta sé mikilvægt málefni, þvert á flokka, og þetta má ekki verða pólitískt bitbein innan ríkisstjórnarinnar. En ég hlakka til að sjá vinnuna og fylgist með hvort það fari ekki að koma eitthvað út úr þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira