Ekki þurfi áætlun til að framfylgja áætlun Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. október 2018 08:30 Eftir að hópurinn skilaði áætluni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið Fréttablaðið/Eyþór Samráðshópur var skipaður af innanríkisráðherra árið 2016 til þess að smíða aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. María Rut Kristinsdóttir var formaður hópsins. Hún segist ánægð með þá vinnu sem þar var unnin og vona að hægt verði að koma umræddri áætlun í framkvæmd sem fyrst. „Fyrst og fremst er ég mjög stolt af þessu verkefni sem vannst afar vel á sínum tíma. Við tryggðum víðtækt samráð við alla helstu aðila í bæði kerfinu og þessum geira,“ segir María Rut. „Samtalið milli kerfa; lögreglu, ákæruvaldsins, dómstóla, neyðarmóttöku og réttargæslumanna, skilaði sér í alls konar umbótum sem eru síður áþreifanlegar en bæta engu að síður verklag innan kerfisins sem er vel. Umbæturnar voru meðal annars þær að stytta boðleiðir og megináherslan var lögð á að stytta þennan málsmeðferðartíma sem er alltof langur. Við vissum nákvæmlega hver verkefnin væru. Það sem var mest aðkallandi var að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og ákærendum á þessu sviði og skerpa á verklagi á landsvísu.“ Margt af þessu segir María Rut að sé ekki flókið að framkvæma, til að mynda að það yrðu í framhaldinu myndaðir „ad-hoc“ hópar um til dæmis réttarstöðu brotaþola og fleiri álitamál sem hópurinn tók þó ekki beint afstöðu til í áætluninni. Stóra myndin væri sú að þarna væru alls konar minni mál sem væri hægt að ráðast í og klára auðveldlega. Og það væri svolítið í höndunum á viðeigandi stofnunum auk eftirfylgni af hálfu stjórnvalda. Eftir að hópurinn skilaði áætluninni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið. María Rut fór síðan í önnur verkefni en segist treysta því góða fólki sem í kerfinu vinnur til að leiða áætlunina áfram. „Að því sögðu þá er eitt að búa til áætlun og næsta skref er að framfylgja henni. Það sem vakti furðu mína var að um þetta verkefni var stofnaður annar starfshópur og verkefnið fært yfir í forsætisráðuneytið. Ég vona að þetta tefji ekki fyrir að hlutirnir komist í gang. Það þarf ekki að búa til áætlanir til þess að framfylgja áætlunum. Nóg er til af greiningum og skýrslum. Við erum öll sammála um að þetta sé mikilvægt málefni, þvert á flokka, og þetta má ekki verða pólitískt bitbein innan ríkisstjórnarinnar. En ég hlakka til að sjá vinnuna og fylgist með hvort það fari ekki að koma eitthvað út úr þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Samráðshópur var skipaður af innanríkisráðherra árið 2016 til þess að smíða aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. María Rut Kristinsdóttir var formaður hópsins. Hún segist ánægð með þá vinnu sem þar var unnin og vona að hægt verði að koma umræddri áætlun í framkvæmd sem fyrst. „Fyrst og fremst er ég mjög stolt af þessu verkefni sem vannst afar vel á sínum tíma. Við tryggðum víðtækt samráð við alla helstu aðila í bæði kerfinu og þessum geira,“ segir María Rut. „Samtalið milli kerfa; lögreglu, ákæruvaldsins, dómstóla, neyðarmóttöku og réttargæslumanna, skilaði sér í alls konar umbótum sem eru síður áþreifanlegar en bæta engu að síður verklag innan kerfisins sem er vel. Umbæturnar voru meðal annars þær að stytta boðleiðir og megináherslan var lögð á að stytta þennan málsmeðferðartíma sem er alltof langur. Við vissum nákvæmlega hver verkefnin væru. Það sem var mest aðkallandi var að fjölga rannsóknarlögreglumönnum og ákærendum á þessu sviði og skerpa á verklagi á landsvísu.“ Margt af þessu segir María Rut að sé ekki flókið að framkvæma, til að mynda að það yrðu í framhaldinu myndaðir „ad-hoc“ hópar um til dæmis réttarstöðu brotaþola og fleiri álitamál sem hópurinn tók þó ekki beint afstöðu til í áætluninni. Stóra myndin væri sú að þarna væru alls konar minni mál sem væri hægt að ráðast í og klára auðveldlega. Og það væri svolítið í höndunum á viðeigandi stofnunum auk eftirfylgni af hálfu stjórnvalda. Eftir að hópurinn skilaði áætluninni í fyrrahaust var hún fjármögnuð fyrir kosningarnar í kjölfarið. María Rut fór síðan í önnur verkefni en segist treysta því góða fólki sem í kerfinu vinnur til að leiða áætlunina áfram. „Að því sögðu þá er eitt að búa til áætlun og næsta skref er að framfylgja henni. Það sem vakti furðu mína var að um þetta verkefni var stofnaður annar starfshópur og verkefnið fært yfir í forsætisráðuneytið. Ég vona að þetta tefji ekki fyrir að hlutirnir komist í gang. Það þarf ekki að búa til áætlanir til þess að framfylgja áætlunum. Nóg er til af greiningum og skýrslum. Við erum öll sammála um að þetta sé mikilvægt málefni, þvert á flokka, og þetta má ekki verða pólitískt bitbein innan ríkisstjórnarinnar. En ég hlakka til að sjá vinnuna og fylgist með hvort það fari ekki að koma eitthvað út úr þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira