Ekki hægt að bjarga öllum Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. október 2018 06:30 Um 500-550 einstaklingar sprauta vímuefnum í æð á Íslandi. Misnotkun ungs fólks á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur aukist á undanförnum árum og vísbendingar eru um að dauðsföllum vegna ofneyslu lyfja hafi fjölgað nokkuð það sem af er ári. Fjöldi slíkra tilfella er rannsakaður um þessar mundir. Þróunin er víða ógnvænleg. Ópíóðafaraldurinn dregur að meðaltali 115 einstaklinga til dauða á degi hverjum í Bandaríkjunum og Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna þessa. Yfir þrjú hundruð þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið af of stórum skammti síðan um aldamótin samkvæmt opinberum tölum. Grimmur veruleiki tveggja kvenna sem glíma við sprautufíkn blasti við áhorfendum í heimildaþáttum Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, Lof mér að lifa, sem sýndir voru á RÚV í vikunni. Átakanlegt var að fylgjast með konunum tveimur heyja harða lífsbaráttu og reyna allt til að verða ekki undir. Vont var að sjá hversu fá úrræði virtust standa þeim til boða þegar neyðin var sem mest. SÁÁ hefur skilað öflugu starfi þegar kemur að meðferð við sprautufíkn. Það hefur fíknigeðdeild Landspítalans líka gert, þó plássin þar séu fá. Sjálfboðaliðaverkefni á borð við Frú Ragnheiði, þar sem áhersla er lögð á að minnka skaðann sem hlýst af alvarlegri fíkniefnaneyslu, með því að útvega fíklum hreinar nálar, aðhlynningu og spjall, eru ómetanleg. En viðfangsefnið er flókið, stórt og fer vaxandi. Fíklar eru heldur ekki einsleitur hópur þar sem eitt úrræði á við alla. Skref í rétta átt er stigið í fjárlagafrumvarpi næsta árs, en um 50 milljónir króna eru eyrnamerktar til að koma á fót svokölluðum neyslurýmum í Reykjavík. Þar geta þeir sem nota vímuefni í æð átt skjól og fengið aðgang að hreinum nálum. Slíkt kemur í veg fyrir smit á sjúkdómum á borð við lifrarbólgu C og HIV-smit. Kannski er næsta skref að útvega þeim allra lengst leiddu hreinlega efnin sjálf líka. Líkt og fram kom í fyrrnefndum heimildaþáttum þurfa fíklar að verða sér úti um efnin eftir ýmsum ógeðfelldum leiðum, vændi og afbrotum. Efnin eru dýr og í flestum tilfellum keypt á svörtum markaði í undirheimum þar sem fáir sjá til og fíklarnir vita ekkert hvað þeir eru að fá. Slík aðgerð gæti fækkað afbrotum og ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Með slíkum gerningi mætti bjarga lífum. Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki hægt að bjarga öllum. Sumir þeirra sem fastir eru í viðjum alvarlegrar fíknar ná vissulega að snúa við blaðinu – öðrum þurfum við einfaldlega að sýna umburðarlyndi, manngæsku og sætta okkur við að fíknin sigrar suma að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Um 500-550 einstaklingar sprauta vímuefnum í æð á Íslandi. Misnotkun ungs fólks á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur aukist á undanförnum árum og vísbendingar eru um að dauðsföllum vegna ofneyslu lyfja hafi fjölgað nokkuð það sem af er ári. Fjöldi slíkra tilfella er rannsakaður um þessar mundir. Þróunin er víða ógnvænleg. Ópíóðafaraldurinn dregur að meðaltali 115 einstaklinga til dauða á degi hverjum í Bandaríkjunum og Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna þessa. Yfir þrjú hundruð þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið af of stórum skammti síðan um aldamótin samkvæmt opinberum tölum. Grimmur veruleiki tveggja kvenna sem glíma við sprautufíkn blasti við áhorfendum í heimildaþáttum Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, Lof mér að lifa, sem sýndir voru á RÚV í vikunni. Átakanlegt var að fylgjast með konunum tveimur heyja harða lífsbaráttu og reyna allt til að verða ekki undir. Vont var að sjá hversu fá úrræði virtust standa þeim til boða þegar neyðin var sem mest. SÁÁ hefur skilað öflugu starfi þegar kemur að meðferð við sprautufíkn. Það hefur fíknigeðdeild Landspítalans líka gert, þó plássin þar séu fá. Sjálfboðaliðaverkefni á borð við Frú Ragnheiði, þar sem áhersla er lögð á að minnka skaðann sem hlýst af alvarlegri fíkniefnaneyslu, með því að útvega fíklum hreinar nálar, aðhlynningu og spjall, eru ómetanleg. En viðfangsefnið er flókið, stórt og fer vaxandi. Fíklar eru heldur ekki einsleitur hópur þar sem eitt úrræði á við alla. Skref í rétta átt er stigið í fjárlagafrumvarpi næsta árs, en um 50 milljónir króna eru eyrnamerktar til að koma á fót svokölluðum neyslurýmum í Reykjavík. Þar geta þeir sem nota vímuefni í æð átt skjól og fengið aðgang að hreinum nálum. Slíkt kemur í veg fyrir smit á sjúkdómum á borð við lifrarbólgu C og HIV-smit. Kannski er næsta skref að útvega þeim allra lengst leiddu hreinlega efnin sjálf líka. Líkt og fram kom í fyrrnefndum heimildaþáttum þurfa fíklar að verða sér úti um efnin eftir ýmsum ógeðfelldum leiðum, vændi og afbrotum. Efnin eru dýr og í flestum tilfellum keypt á svörtum markaði í undirheimum þar sem fáir sjá til og fíklarnir vita ekkert hvað þeir eru að fá. Slík aðgerð gæti fækkað afbrotum og ofbeldi og útrýmt að mestu svörtum markaði með lyfseðilsskyld lyf. Með slíkum gerningi mætti bjarga lífum. Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki hægt að bjarga öllum. Sumir þeirra sem fastir eru í viðjum alvarlegrar fíknar ná vissulega að snúa við blaðinu – öðrum þurfum við einfaldlega að sýna umburðarlyndi, manngæsku og sætta okkur við að fíknin sigrar suma að lokum.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar