Segir fjölgun ráðuneyta uppgjöf á hagræðingu og sparnaði Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2018 18:30 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/ERNIR Varaformaður Viðreisnar segir það fela í sér uppgjöf við sparnað og hagræðingu að skipta velferðarráðuneytinu á ný upp í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti eins og forsætisráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Ráðherra segir rökin hins vegar fyrst og fremst fagleg til að styrkja tvo mikilvæga málaflokka. Velferðarráðuneytið varð til með sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins á árinu 2011. Félagsmálaráðuneytið var stofnað árið 1946 en heilbrigðisráðuneytið árið 1970. Eftir það hafa velferðarmálin flakkað á milli þessara ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú fari 51 prósent ríkisútgjalda í gegnum velferðarráðuneytið. En með breytingunni fjölgar ráðuneytum úr níu í tíu. „Það er sannfæring mín að breytt skipan þessara ráðuneyta muni styrkja stjórnsýslu heilbrigðis- og félagsmála. Svigrúm hvers ráðherra fyrir sig til að rækta sitt stefnumótandi hlutverk. Þar með talið að fylgja eftir stefnumálum ríkisstjórnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála. En líka fylgja því eftir að þarna eru gríðarlega stórir póstar á ferð sem hvor ráðherra um sig ber ábyrgð á,” segir Katrín. Í megindráttum verði ráðuneytunum skipt eftir þeim verkefnum sem þau hafi í dag en málefni barna og mannvirkja fari að auki til félagsmálaráðuneytisins og jafnréttismál og þar með málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins. Breytingin kosti um 100 milljónir að meðtöldum kostnaði við stofnun jafnréttisskrifstofu í forsætisráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar telur þessa breytingu fela í sér uppgjöf til hagræðingar og sparnaðar með samvinnu þessara ráðuneyta. „Hér virðist vera enn og aftur á ferðinni að ráðherrum líður illa að deila ráðuneytisstjóra. Þess vegna sé verið að skipta ráðuneytunum upp. Væri ekki nær að senda ráðherrana á samskiptanámskeið,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði að breytinguna rekja til vilja til þess að styrkja stjórnsýslu þessara málaflokka. „Ekki einhvers samskiptavandi ráðherra. Ég hlýt nú að blása á eitthvað svona. Þegar talað er um samskiptanámskeið fyrir ráðherra. Ég gef bara ekkert fyrir það,” sagði Katrín. Þótt forsætisráðherra gæfi lítið fyrir athugasemdirnar sagðist Þorsteinn vilja ítreka þær. Það fælist mikið tækifæri til hagræðingar í samvinnu ráðuneytanna. „Það gekk mjög vel í samstarfi ráðuneytisins með einn ráðherra. En þegar ráðherrarnir urðu tveir reyndist vera einhver samskiptavandi milli ráðherranna sem olli því að samstarf milli einstakra sviða ráðuneytisins var ekki eins gott. Það var hins vegar mjög gott samstarf sem tókst með mér og þáverandi hæstvirtum heilbrigðisráðherra Óttarri Proppé,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði sömuleiðis fagleg rök fyrir breytingunum. „Rökin í þessu tilviki eru fyrst og fremst faglegs eðlis. Það er að segja þetta eru tveir mjög stórir málaflokkar sem þurfa töluverða athygli og umhyggju,” sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Varaformaður Viðreisnar segir það fela í sér uppgjöf við sparnað og hagræðingu að skipta velferðarráðuneytinu á ný upp í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti eins og forsætisráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Ráðherra segir rökin hins vegar fyrst og fremst fagleg til að styrkja tvo mikilvæga málaflokka. Velferðarráðuneytið varð til með sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins á árinu 2011. Félagsmálaráðuneytið var stofnað árið 1946 en heilbrigðisráðuneytið árið 1970. Eftir það hafa velferðarmálin flakkað á milli þessara ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nú fari 51 prósent ríkisútgjalda í gegnum velferðarráðuneytið. En með breytingunni fjölgar ráðuneytum úr níu í tíu. „Það er sannfæring mín að breytt skipan þessara ráðuneyta muni styrkja stjórnsýslu heilbrigðis- og félagsmála. Svigrúm hvers ráðherra fyrir sig til að rækta sitt stefnumótandi hlutverk. Þar með talið að fylgja eftir stefnumálum ríkisstjórnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála. En líka fylgja því eftir að þarna eru gríðarlega stórir póstar á ferð sem hvor ráðherra um sig ber ábyrgð á,” segir Katrín. Í megindráttum verði ráðuneytunum skipt eftir þeim verkefnum sem þau hafi í dag en málefni barna og mannvirkja fari að auki til félagsmálaráðuneytisins og jafnréttismál og þar með málefni hinsegin fólks til forsætisráðuneytisins. Breytingin kosti um 100 milljónir að meðtöldum kostnaði við stofnun jafnréttisskrifstofu í forsætisráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar telur þessa breytingu fela í sér uppgjöf til hagræðingar og sparnaðar með samvinnu þessara ráðuneyta. „Hér virðist vera enn og aftur á ferðinni að ráðherrum líður illa að deila ráðuneytisstjóra. Þess vegna sé verið að skipta ráðuneytunum upp. Væri ekki nær að senda ráðherrana á samskiptanámskeið,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði að breytinguna rekja til vilja til þess að styrkja stjórnsýslu þessara málaflokka. „Ekki einhvers samskiptavandi ráðherra. Ég hlýt nú að blása á eitthvað svona. Þegar talað er um samskiptanámskeið fyrir ráðherra. Ég gef bara ekkert fyrir það,” sagði Katrín. Þótt forsætisráðherra gæfi lítið fyrir athugasemdirnar sagðist Þorsteinn vilja ítreka þær. Það fælist mikið tækifæri til hagræðingar í samvinnu ráðuneytanna. „Það gekk mjög vel í samstarfi ráðuneytisins með einn ráðherra. En þegar ráðherrarnir urðu tveir reyndist vera einhver samskiptavandi milli ráðherranna sem olli því að samstarf milli einstakra sviða ráðuneytisins var ekki eins gott. Það var hins vegar mjög gott samstarf sem tókst með mér og þáverandi hæstvirtum heilbrigðisráðherra Óttarri Proppé,” sagði Þorsteinn. Forsætisráðherra ítrekaði sömuleiðis fagleg rök fyrir breytingunum. „Rökin í þessu tilviki eru fyrst og fremst faglegs eðlis. Það er að segja þetta eru tveir mjög stórir málaflokkar sem þurfa töluverða athygli og umhyggju,” sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira