Yfirlýsingin um akademískt frelsi í fullu gildi Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2018 14:52 Jón Atli Benediktsson háskólarektor segir að yfirlýsingin feli í sér ákveðin viðtekin siðferðileg viðmið um háskólastarf Kristinn Ingvarsson Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að yfirlýsing sem allir rektorar skóla á háskólastigi á Íslandi undirrituðu árið 2005 sé í fullu gildi. Yfirlýsingin, sem ekki hefur verið höfð uppi við, hefur komið til álita í tengslum við mál Kristins Sigurjónssonar lektors sem rekinn var frá Háskóla Reykjavíkur í síðustu viku. Þar segir meðal annars að sá „sem nýtur akademísks frelsis getur leitað þekkingar og tjáð sannfæringu sína án þess að eiga á hættu að það bitni á starfsöryggi hans eða öðrum mikilvægum hagsmunum.“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, vakti sérstaklega athygli á yfirlýsingunni í bréfi sínu til Ara Kristins Jónssonar rektors HR þar sem hann bauð honum að draga uppsögnina til baka. Svo virðist sem Jón Steinar telji hana yfirtrompa siðareglur skólans þar sem kveðið er á um almenna tillitssemi starfsmanna, baráttu gegn óréttlæti og mismunun. Og það hljóti að vera eitthvað sem dómsstólar líti til komi málið til þeirra kasta.Yfirlýsingin enn í góðu gildiVísir gerði skilmerkilega grein fyrir yfirlýsingunni, birti hana í heild sinni og ræddi við Runólf Ágústsson, fyrrverandi rektor Bifrastar, sem hafði umsjá með ritstjórn hennar ásamt Páli heitnum Skúlasyni heimsspekingi og fyrrverandi rektors Háskóla Íslands.Kristinn Sigurjónsson verkfræðingur bíður nú örlaga sinna en allt bendir til að brottrekstur hans muni koma til kasta dómstóla. Og þar mun Yfirlýsing rektoranna væntanlega koma til álita.visir/vilhelm„Efni yfirlýsingarinnar er í góðu gildi, enda er akademískt frelsi óháð stund og stað og ein af grunnstoðum háskólastarfsemi, kennslu og rannsókna, hvarvetna þar sem eiginlegir háskólar eru starfræktir,“ segir Jón Atli. Hann segir að tilefni þessarar yfirlýsingar frá í júní 2005 hafi verið að á þeim tíma var í undirbúningi endurskoðun á rammalögum um háskóla, sem urðu síðan að lögum nr. 63/2006 um háskóla.Grundvöllur háskólastarfsemi „Með henni er lögð áhersla á þau gildi sem eru grundvöllur háskólastarfsemi,“ segir Jón Atli og lýsir því að yfirlýsingin sé í takti við þá umræðu sem fram fór á þessum tíma á vettvangi Samtaka evrópskra háskóla, meðal annars í tengslum við Bologna-ferlið sem hófst árið 1999 með undirritun Bologna-yfirlýsingarinnar.Jón Steinar hefur enn ekki fengið svör frá Rektor HR þó Ari Kristinn hafi sent frá sér opinbera yfirlýsingu vegna málsins.„Bakgrunnur þessa er yfirlýsing evrópskra háskóla, Magna Charta Universitatum, sem undirrituð var frá 18. september 1988, þar sem lögð er rík áhersla á akademískt frelsi háskóla almennt, enda þótt rekstrarform þeirra, stjórnarfyrirkomulag og sú samfélagsgerð sem þeir starfa í geti verið með ólíkum hætti.“Greinarmunur á fræðum og vettvangi dagsins Rektor Háskóla Íslands bendir á að yfirlýsingin frá 2005 feli í sér ákveðin viðtekin siðferðileg viðmið um háskólastarf. „Almennar siðareglur og vísindasiðareglur eru á sömu nótum.“ Jón Atli ítrekar að yfirlýsingin sé í fullu gildi en það sé undir hverjum og einum háskóla komið hvort hún er birt á heimasíðum. „Akademískt frelsi lýtur að vinnubrögðum og fagmennsku í fræðum og vísindum, kennslu og rannsóknum og gera verður greinarmun á því hvort einstaklingar tjá skoðanir sínar og sjónarmið í nafni fræðanna eða sem persónur á vettvangi dagsins.“ Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Rektor HR segir hatur á grundvelli kyns ekki liðið innan skólans Ari Kristinn Jónsson sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann tekur fram að hann ætli ekki að tjá sig um umdeilt mál Kristins Sigurjónssonar. 12. október 2018 10:35 Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að yfirlýsing sem allir rektorar skóla á háskólastigi á Íslandi undirrituðu árið 2005 sé í fullu gildi. Yfirlýsingin, sem ekki hefur verið höfð uppi við, hefur komið til álita í tengslum við mál Kristins Sigurjónssonar lektors sem rekinn var frá Háskóla Reykjavíkur í síðustu viku. Þar segir meðal annars að sá „sem nýtur akademísks frelsis getur leitað þekkingar og tjáð sannfæringu sína án þess að eiga á hættu að það bitni á starfsöryggi hans eða öðrum mikilvægum hagsmunum.“ Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, vakti sérstaklega athygli á yfirlýsingunni í bréfi sínu til Ara Kristins Jónssonar rektors HR þar sem hann bauð honum að draga uppsögnina til baka. Svo virðist sem Jón Steinar telji hana yfirtrompa siðareglur skólans þar sem kveðið er á um almenna tillitssemi starfsmanna, baráttu gegn óréttlæti og mismunun. Og það hljóti að vera eitthvað sem dómsstólar líti til komi málið til þeirra kasta.Yfirlýsingin enn í góðu gildiVísir gerði skilmerkilega grein fyrir yfirlýsingunni, birti hana í heild sinni og ræddi við Runólf Ágústsson, fyrrverandi rektor Bifrastar, sem hafði umsjá með ritstjórn hennar ásamt Páli heitnum Skúlasyni heimsspekingi og fyrrverandi rektors Háskóla Íslands.Kristinn Sigurjónsson verkfræðingur bíður nú örlaga sinna en allt bendir til að brottrekstur hans muni koma til kasta dómstóla. Og þar mun Yfirlýsing rektoranna væntanlega koma til álita.visir/vilhelm„Efni yfirlýsingarinnar er í góðu gildi, enda er akademískt frelsi óháð stund og stað og ein af grunnstoðum háskólastarfsemi, kennslu og rannsókna, hvarvetna þar sem eiginlegir háskólar eru starfræktir,“ segir Jón Atli. Hann segir að tilefni þessarar yfirlýsingar frá í júní 2005 hafi verið að á þeim tíma var í undirbúningi endurskoðun á rammalögum um háskóla, sem urðu síðan að lögum nr. 63/2006 um háskóla.Grundvöllur háskólastarfsemi „Með henni er lögð áhersla á þau gildi sem eru grundvöllur háskólastarfsemi,“ segir Jón Atli og lýsir því að yfirlýsingin sé í takti við þá umræðu sem fram fór á þessum tíma á vettvangi Samtaka evrópskra háskóla, meðal annars í tengslum við Bologna-ferlið sem hófst árið 1999 með undirritun Bologna-yfirlýsingarinnar.Jón Steinar hefur enn ekki fengið svör frá Rektor HR þó Ari Kristinn hafi sent frá sér opinbera yfirlýsingu vegna málsins.„Bakgrunnur þessa er yfirlýsing evrópskra háskóla, Magna Charta Universitatum, sem undirrituð var frá 18. september 1988, þar sem lögð er rík áhersla á akademískt frelsi háskóla almennt, enda þótt rekstrarform þeirra, stjórnarfyrirkomulag og sú samfélagsgerð sem þeir starfa í geti verið með ólíkum hætti.“Greinarmunur á fræðum og vettvangi dagsins Rektor Háskóla Íslands bendir á að yfirlýsingin frá 2005 feli í sér ákveðin viðtekin siðferðileg viðmið um háskólastarf. „Almennar siðareglur og vísindasiðareglur eru á sömu nótum.“ Jón Atli ítrekar að yfirlýsingin sé í fullu gildi en það sé undir hverjum og einum háskóla komið hvort hún er birt á heimasíðum. „Akademískt frelsi lýtur að vinnubrögðum og fagmennsku í fræðum og vísindum, kennslu og rannsóknum og gera verður greinarmun á því hvort einstaklingar tjá skoðanir sínar og sjónarmið í nafni fræðanna eða sem persónur á vettvangi dagsins.“
Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Rektor HR segir hatur á grundvelli kyns ekki liðið innan skólans Ari Kristinn Jónsson sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann tekur fram að hann ætli ekki að tjá sig um umdeilt mál Kristins Sigurjónssonar. 12. október 2018 10:35 Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Rektor HR segir hatur á grundvelli kyns ekki liðið innan skólans Ari Kristinn Jónsson sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann tekur fram að hann ætli ekki að tjá sig um umdeilt mál Kristins Sigurjónssonar. 12. október 2018 10:35
Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20
Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00