Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2018 10:54 Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael fylgist með heræfingu. EPA/ATEF SAFADI Avigdor Liberman, varnarmálaráðherra Ísrael, kallaði eftir því í morgun að ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael samþykktu umfangsmiklar hernaðaraðgerðir gegn Hamas á Gasa-ströndinni. Hann sagði núverandi óstand ekki geta varið til lengdar og að með því að gera innrás á svæðið væri hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár. Umfangsmikil mótmæli, óeirðir og ofbeldi við landamæri Ísrael og Gasa hafa staðið yfir frá því í mars og hafa fjölmargir Palestínumenn látið lífið. Óeirðirnar hafa að mestu leyti falið í sér íkveikjur í dekkjum og grjótkasti. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael.Samkvæmt Times of Israel er talið að 155 Palestínumenn hafi verið skotnir til bana af ísraelskum hermönnum. Margir þeirra voru meðlimir Hamas. Þá hefur einn ísraelskur hermaður verið skotinn til bana af leyniskyttu.Segir hermenn á einu máliLiberman sagði í morgun að hann hefði rætt margsinnis við yfirmann hersins á Gasa og svæðinu í kring og marga hermenn sömuleiðis. „Mér skilst að þeir séu allir sammála um að ástand dagsins í dag geti ekki verið leyft að vara til lengdar,“ sagði Liberman samkvæmt TOF, þar sem hann var staðsettur í höfuðstöðvum ísraelska hersins á Gasa. Þar ræddi hann við blaðamenn eftir fundi sína með hermönnum. Hann sagðist handviss um að „alvarlegt högg“ gegn Hamas myndi tryggja frið á svæðinu í fjögur til fimm ár. Libermann sagði einnig að viðræður og jafnvel viðleitni alþjóðasamfélagsins hefði ekki geta tryggt vopnahlé við Hamas. Því væri hernaðaríhlutun eina lausnin.Ekki í boði að binda enda á herkví „Við þurfum að veita Hamas alvarlegt högg. Það er eina leiðin til að tryggja ró á nýjan leik,“ sagði Liberman. „Þegar Hamas segir að óeirðirnar muni halda áfram þar til herkvíin verði felld niður, verðum við að móttaka það. Að binda enda á herkvína þýðir aðeins eitt. Að hleypa Hezbollah og Íran inn á Gasa.“ Þjóðaröryggisráð Ísrael mun hafa komið saman á sunnudaginn. Þar var rætt um mögulega innrás á Gasa en ákveðið að bíða með ákvörðun til enda vikunnar til þess að gefa samningamönnum tíma til að stilla til friðar. Ráðið kemur aftur saman á morgun. Einn einn meðlimur ráðsins hefur mótmælt ætlunum Liberman. Naftali Bennett, menntamálaráðherra Ísrael, segir að Liberman hafi mistekist að halda aftur af hernum gegn Hama. Liberman gaf þó ekki mikið fyrir þá gagnrýni og sagði blaðamönnum að hann hefði eytt Bennett úr lífi sínu. Íran Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Avigdor Liberman, varnarmálaráðherra Ísrael, kallaði eftir því í morgun að ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael samþykktu umfangsmiklar hernaðaraðgerðir gegn Hamas á Gasa-ströndinni. Hann sagði núverandi óstand ekki geta varið til lengdar og að með því að gera innrás á svæðið væri hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár. Umfangsmikil mótmæli, óeirðir og ofbeldi við landamæri Ísrael og Gasa hafa staðið yfir frá því í mars og hafa fjölmargir Palestínumenn látið lífið. Óeirðirnar hafa að mestu leyti falið í sér íkveikjur í dekkjum og grjótkasti. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael.Samkvæmt Times of Israel er talið að 155 Palestínumenn hafi verið skotnir til bana af ísraelskum hermönnum. Margir þeirra voru meðlimir Hamas. Þá hefur einn ísraelskur hermaður verið skotinn til bana af leyniskyttu.Segir hermenn á einu máliLiberman sagði í morgun að hann hefði rætt margsinnis við yfirmann hersins á Gasa og svæðinu í kring og marga hermenn sömuleiðis. „Mér skilst að þeir séu allir sammála um að ástand dagsins í dag geti ekki verið leyft að vara til lengdar,“ sagði Liberman samkvæmt TOF, þar sem hann var staðsettur í höfuðstöðvum ísraelska hersins á Gasa. Þar ræddi hann við blaðamenn eftir fundi sína með hermönnum. Hann sagðist handviss um að „alvarlegt högg“ gegn Hamas myndi tryggja frið á svæðinu í fjögur til fimm ár. Libermann sagði einnig að viðræður og jafnvel viðleitni alþjóðasamfélagsins hefði ekki geta tryggt vopnahlé við Hamas. Því væri hernaðaríhlutun eina lausnin.Ekki í boði að binda enda á herkví „Við þurfum að veita Hamas alvarlegt högg. Það er eina leiðin til að tryggja ró á nýjan leik,“ sagði Liberman. „Þegar Hamas segir að óeirðirnar muni halda áfram þar til herkvíin verði felld niður, verðum við að móttaka það. Að binda enda á herkvína þýðir aðeins eitt. Að hleypa Hezbollah og Íran inn á Gasa.“ Þjóðaröryggisráð Ísrael mun hafa komið saman á sunnudaginn. Þar var rætt um mögulega innrás á Gasa en ákveðið að bíða með ákvörðun til enda vikunnar til þess að gefa samningamönnum tíma til að stilla til friðar. Ráðið kemur aftur saman á morgun. Einn einn meðlimur ráðsins hefur mótmælt ætlunum Liberman. Naftali Bennett, menntamálaráðherra Ísrael, segir að Liberman hafi mistekist að halda aftur af hernum gegn Hama. Liberman gaf þó ekki mikið fyrir þá gagnrýni og sagði blaðamönnum að hann hefði eytt Bennett úr lífi sínu.
Íran Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira