Eldri líklegri til að benda á Dag en þau yngstu á embættismenn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. október 2018 06:00 Bragginn í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Um þriðjungur borgarbúa er á því að ábyrgðin á framúrkeyrslu á kostnaði við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík sé Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Umræddur braggi er fyrir löngu orðinn sá frægasti, og dýrasti, í sögu Íslands. Í upphafi var áætlað að kostnaður við endurbætur og viðbyggingar myndi verða í kringum 150 milljónir króna en þegar þetta er ritað slagar hann í að vera hátt í þrefalt dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Flestir eru sammála um að framúrkeyrslan sé hin alvarlegasta en menn greinir á um hvort, og þá hver, skuli sæta ábyrgð vegna málsins.Mynd/Fréttablaðið.Hópar þeirra sem telja ábyrgðina vera meirihlutans annars vegar eða embættismanna borgarinnar hins vegar eru nánast jafn stórir en hvor um sig er um 26,5 prósent. Um níu prósent telja að hönnuðir og arkitektar beri ábyrgðina á framúrkeyrslunni og rúm fimm prósent telja hana annarra. Í framangreindum tölum hafa þau sem kusu að gefa ekki upp afstöðu sína verið tekin út fyrir sviga en það var tilfellið hjá tæplega fimmtungi svarenda.Sjá einnig:Samfylkingin dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Áhugavert er að skoða afstöðu kynjanna við spurningunni. Karlar eru líklegri til að telja að ábyrgðin sé Dags heldur en konur eða 36 prósent á móti 29 prósentum. 32 prósent kvenna töldu aftur á móti að ábyrgðin væri meirihlutans samanborið við 22 prósent karla. Áþekkt hlutfall kynjanna, um fjórðungur, taldi að embættismenn ættu að sæta ábyrgð. Þá er einnig athyglisvert að skoða skiptinguna eftir aldri. Þeir sem eldri eru voru frekar á því að ábyrgðin væri Dags eða tæplega helmingur svarenda 55 ára og eldri. Sami hópur var einnig ólíklegastur til að benda á meirihlutann í borginni. Sé litið til yngstu kjósenda borgarinnar voru sextán prósent á því að borgarstjóri ætti að sæta ábyrgð en 41 prósent taldi að skella ætti skuldinni á embættismenn.Mynd/FréttablaðiðSamtímis voru kjósendur einnig spurðir um hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Ríflega þriðjungur svarenda var óviss um hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nokkrar sveiflur voru hjá meirihlutaflokkunum þar sem Píratar og Vinstri græn bættu við sig fylgi meðan Samfylkingin tapaði fylgi. Flestir minnihlutaflokkarnir héldu í horfinu að Sósíalistum undanskildum. Fjöldi borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna breytist ekki miðað við kosningarnar í vor. Athyglisvert er að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmestrar hylli hjá þeim sem eru á bilinu 45-54 ára en tæplega 45 prósent þeirra styðja flokkinn. Yngstu kjósendurnir, 18-24 ára, eru flestir á bandi Samfylkingarinnar eða um þriðjungur. Fjórðungur þeirra kysi Sjálfstæðisflokkinn og um fimmtungur Viðreisn. Eldri borgarar borgarinnar kysu flestir Sjálfstæðisflokkinn, tæp 37 prósent, en Samfylkingin og Flokkur fólksins fylgja í kjölfarið. Áhugavert er að fimmtán prósent 65 ára og eldri myndu kjósa Flokk fólksins en flokkurinn kemst varla á blað hjá öðrum aldurshópum. joli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Um þriðjungur borgarbúa er á því að ábyrgðin á framúrkeyrslu á kostnaði við endurbætur og viðbyggingar braggans í Nauthólsvík sé Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Umræddur braggi er fyrir löngu orðinn sá frægasti, og dýrasti, í sögu Íslands. Í upphafi var áætlað að kostnaður við endurbætur og viðbyggingar myndi verða í kringum 150 milljónir króna en þegar þetta er ritað slagar hann í að vera hátt í þrefalt dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Flestir eru sammála um að framúrkeyrslan sé hin alvarlegasta en menn greinir á um hvort, og þá hver, skuli sæta ábyrgð vegna málsins.Mynd/Fréttablaðið.Hópar þeirra sem telja ábyrgðina vera meirihlutans annars vegar eða embættismanna borgarinnar hins vegar eru nánast jafn stórir en hvor um sig er um 26,5 prósent. Um níu prósent telja að hönnuðir og arkitektar beri ábyrgðina á framúrkeyrslunni og rúm fimm prósent telja hana annarra. Í framangreindum tölum hafa þau sem kusu að gefa ekki upp afstöðu sína verið tekin út fyrir sviga en það var tilfellið hjá tæplega fimmtungi svarenda.Sjá einnig:Samfylkingin dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Áhugavert er að skoða afstöðu kynjanna við spurningunni. Karlar eru líklegri til að telja að ábyrgðin sé Dags heldur en konur eða 36 prósent á móti 29 prósentum. 32 prósent kvenna töldu aftur á móti að ábyrgðin væri meirihlutans samanborið við 22 prósent karla. Áþekkt hlutfall kynjanna, um fjórðungur, taldi að embættismenn ættu að sæta ábyrgð. Þá er einnig athyglisvert að skoða skiptinguna eftir aldri. Þeir sem eldri eru voru frekar á því að ábyrgðin væri Dags eða tæplega helmingur svarenda 55 ára og eldri. Sami hópur var einnig ólíklegastur til að benda á meirihlutann í borginni. Sé litið til yngstu kjósenda borgarinnar voru sextán prósent á því að borgarstjóri ætti að sæta ábyrgð en 41 prósent taldi að skella ætti skuldinni á embættismenn.Mynd/FréttablaðiðSamtímis voru kjósendur einnig spurðir um hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Ríflega þriðjungur svarenda var óviss um hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nokkrar sveiflur voru hjá meirihlutaflokkunum þar sem Píratar og Vinstri græn bættu við sig fylgi meðan Samfylkingin tapaði fylgi. Flestir minnihlutaflokkarnir héldu í horfinu að Sósíalistum undanskildum. Fjöldi borgarfulltrúa minnihlutaflokkanna breytist ekki miðað við kosningarnar í vor. Athyglisvert er að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur langmestrar hylli hjá þeim sem eru á bilinu 45-54 ára en tæplega 45 prósent þeirra styðja flokkinn. Yngstu kjósendurnir, 18-24 ára, eru flestir á bandi Samfylkingarinnar eða um þriðjungur. Fjórðungur þeirra kysi Sjálfstæðisflokkinn og um fimmtungur Viðreisn. Eldri borgarar borgarinnar kysu flestir Sjálfstæðisflokkinn, tæp 37 prósent, en Samfylkingin og Flokkur fólksins fylgja í kjölfarið. Áhugavert er að fimmtán prósent 65 ára og eldri myndu kjósa Flokk fólksins en flokkurinn kemst varla á blað hjá öðrum aldurshópum. joli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30
Samfylking dalar og ábyrgðin sögð Dags í Braggamáli Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn í borginni. Vinstri græn og Píratar bæta við sig. Flestir á því að borgarstjóri beri ábyrgð í Braggamáli. 16. október 2018 06:00
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“