Kannabis löglegt í Kanada á morgun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. október 2018 09:00 Starfsmaðir hlúir að plöntum ræktandans Delta 9 í Kanada.. Þær má selja frá og með morgundeginum. Getty/Trevor Hagan Á morgun verður Kanada annað ríkið í heiminum til þess að lögleiða kannabisneyslu í afþreyingarskyni um allt land, að öllu leyti. Fetar Norður-Ameríkuríkið þannig í fótspor Úrúgvæ þar sem neysla kannabisefna í lækninga- og afþreyingarskyni sem og ræktun kannabiss til einkanota hefur verið lögleg frá árinu 2013. Kannabis er nú þegar löglegt í lækningaskyni í Kanada en neysla, kaup og sala í afþreyingarskyni og ræktun verður lögleg á morgun. „Þetta verður merkilegur dagur í sögu Kanada. Við munum horfa aftur til hans með stolti,“ hafði The New York Times eftir Hilary Black, einum helsta talsmanni Kanadamanna fyrir lögleiðingu kannabisefna og starfsmanni kanadíska fyrirtækisins Canopy Growth Corporation.Mynd/FréttablaðiðKannabislögin svokölluðu voru samþykkt í öldungadeild kanadíska þingsins þann 20. júní síðastliðinn með 52 atkvæðum gegn 29. Frumvarpið fór reyndar oft í gegnum þingið enda tók það reglulega breytingum. „Of lengi hefur verið of auðvelt fyrir börnin okkar að nálgast kannabis og fyrir glæpamenn að hagnast á braski með það. Í dag höfum við breytt því. Áform okkar um að lögleiða og regluvæða verslun með kannabis komst rétt í þessu í gegnum öldungadeildina. #staðiðviðloforð,“ tísti forsætisráðherrann Justin Trudeau í júní en lögleiðing var eitt kosningaloforða hans. The New York Times er einn þeirra miðla sem hafa fjallað ítarlega um kanadísku kannabislögin undanfarna daga. Í umfjöllun um helgina kom fram að þótt kannabis væri ekki enn orðið löglegt hefðu 42,5 prósent Kanadamanna prófað að neyta kannabisefna. Þar af 16 prósent undanfarna þrjá mánuði. Sami miðill ræddi við Geraint Osborne, félagsfræðiprófessor við Háskólann í Alberta, sem hefur rannsakað kannabisneyslu í þrettán ár. „Ég býst ekki við því að við munum horfa upp á stóraukna kannabisneyslu vegna löggjafarinnar nema ef til vill á fyrstu dögunum eða vikunum þar sem þetta er nýtt fyrir mörgum,“ sagði Osborne. En þótt kannabis verði löglegt í Kanada á morgun, og nærri aldargömul bannstefna líði undir lok, munu þó umfangsmiklar reglur gilda um sölu, vörslu og neyslu, að því er CBC greinir frá. Regluverkið er mismunandi eftir fylkjum. Sums staðar mun hið opinbera sjá um sölu, annars staðar einkaaðilar. Til að mynda er eingöngu búið að koma upp einni opinberri verslun í Bresku-Kólumbíu og sala í Nunavut mun fara fram í gegnum síma. Mismunandi er eftir fylkjum hvort kaupendur þurfi að vera orðnir átján eða nítján ára. Hvergi nema í Quebec má svo eiga meira en 30 grömm en þar má eiga 150 grömm. Hins vegar má eiga ótakmarkað magn í New Brunswick, en einungis 30 grömm mega fara út úr húsi í senn. Takmarkanir eru sömuleiðis settar við neyslustaði. Andrew Hathaway, prófessor í félagsfræði við Guelph-háskóla, sagði við The New York Times að hinar nýju reglugerðir væru innleiddar sérstaklega til að draga úr kannabisneyslu, ekki hvetja til hennar. „Sumir tala um þessar reglur sem aðra útgáfu bannstefnunnar. Þessar reglugerðir hafa í för með sér aukið eftirlit.“ Búast má við því að ýmsir muni hagnast á lögleiðingu kannabisefna í Kanada. Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna ræktendur en samkvæmt umfjöllun BBC í gær er einnig búist við því að lögfræðingar, ferðaþjónustuaðilar, matvælaiðnaðurinn og jafnvel fasteignasalar sjái gróðatækifæri í nýju löggjöfinni. Vísir/Getty Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kanada Tengdar fréttir Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00 Lögleiðing kannabis nálgast Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gær með fimmtíu atkvæðum gegn þrjátíu, frumvarp um lögleiðingu Kannabis þar í landi. 8. júní 2018 08:21 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Á morgun verður Kanada annað ríkið í heiminum til þess að lögleiða kannabisneyslu í afþreyingarskyni um allt land, að öllu leyti. Fetar Norður-Ameríkuríkið þannig í fótspor Úrúgvæ þar sem neysla kannabisefna í lækninga- og afþreyingarskyni sem og ræktun kannabiss til einkanota hefur verið lögleg frá árinu 2013. Kannabis er nú þegar löglegt í lækningaskyni í Kanada en neysla, kaup og sala í afþreyingarskyni og ræktun verður lögleg á morgun. „Þetta verður merkilegur dagur í sögu Kanada. Við munum horfa aftur til hans með stolti,“ hafði The New York Times eftir Hilary Black, einum helsta talsmanni Kanadamanna fyrir lögleiðingu kannabisefna og starfsmanni kanadíska fyrirtækisins Canopy Growth Corporation.Mynd/FréttablaðiðKannabislögin svokölluðu voru samþykkt í öldungadeild kanadíska þingsins þann 20. júní síðastliðinn með 52 atkvæðum gegn 29. Frumvarpið fór reyndar oft í gegnum þingið enda tók það reglulega breytingum. „Of lengi hefur verið of auðvelt fyrir börnin okkar að nálgast kannabis og fyrir glæpamenn að hagnast á braski með það. Í dag höfum við breytt því. Áform okkar um að lögleiða og regluvæða verslun með kannabis komst rétt í þessu í gegnum öldungadeildina. #staðiðviðloforð,“ tísti forsætisráðherrann Justin Trudeau í júní en lögleiðing var eitt kosningaloforða hans. The New York Times er einn þeirra miðla sem hafa fjallað ítarlega um kanadísku kannabislögin undanfarna daga. Í umfjöllun um helgina kom fram að þótt kannabis væri ekki enn orðið löglegt hefðu 42,5 prósent Kanadamanna prófað að neyta kannabisefna. Þar af 16 prósent undanfarna þrjá mánuði. Sami miðill ræddi við Geraint Osborne, félagsfræðiprófessor við Háskólann í Alberta, sem hefur rannsakað kannabisneyslu í þrettán ár. „Ég býst ekki við því að við munum horfa upp á stóraukna kannabisneyslu vegna löggjafarinnar nema ef til vill á fyrstu dögunum eða vikunum þar sem þetta er nýtt fyrir mörgum,“ sagði Osborne. En þótt kannabis verði löglegt í Kanada á morgun, og nærri aldargömul bannstefna líði undir lok, munu þó umfangsmiklar reglur gilda um sölu, vörslu og neyslu, að því er CBC greinir frá. Regluverkið er mismunandi eftir fylkjum. Sums staðar mun hið opinbera sjá um sölu, annars staðar einkaaðilar. Til að mynda er eingöngu búið að koma upp einni opinberri verslun í Bresku-Kólumbíu og sala í Nunavut mun fara fram í gegnum síma. Mismunandi er eftir fylkjum hvort kaupendur þurfi að vera orðnir átján eða nítján ára. Hvergi nema í Quebec má svo eiga meira en 30 grömm en þar má eiga 150 grömm. Hins vegar má eiga ótakmarkað magn í New Brunswick, en einungis 30 grömm mega fara út úr húsi í senn. Takmarkanir eru sömuleiðis settar við neyslustaði. Andrew Hathaway, prófessor í félagsfræði við Guelph-háskóla, sagði við The New York Times að hinar nýju reglugerðir væru innleiddar sérstaklega til að draga úr kannabisneyslu, ekki hvetja til hennar. „Sumir tala um þessar reglur sem aðra útgáfu bannstefnunnar. Þessar reglugerðir hafa í för með sér aukið eftirlit.“ Búast má við því að ýmsir muni hagnast á lögleiðingu kannabisefna í Kanada. Fyrst ber að sjálfsögðu að nefna ræktendur en samkvæmt umfjöllun BBC í gær er einnig búist við því að lögfræðingar, ferðaþjónustuaðilar, matvælaiðnaðurinn og jafnvel fasteignasalar sjái gróðatækifæri í nýju löggjöfinni. Vísir/Getty
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kanada Tengdar fréttir Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00 Lögleiðing kannabis nálgast Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gær með fimmtíu atkvæðum gegn þrjátíu, frumvarp um lögleiðingu Kannabis þar í landi. 8. júní 2018 08:21 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Kannabis lögleitt í Kanada Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gærkvöld að lögheimila alfarið vímuefnið kannabis í landinu. 20. júní 2018 06:00
Lögleiðing kannabis nálgast Öldungadeild kanadíska þingsins samþykkti í gær með fimmtíu atkvæðum gegn þrjátíu, frumvarp um lögleiðingu Kannabis þar í landi. 8. júní 2018 08:21