Paul Allen látinn Andri Eysteinsson skrifar 15. október 2018 22:17 Paul Allen lést í dag eftir baráttu við krabbamein. EPA/Andrew Gombert Paul Allen meðstofnandi Microsoft og eigandi NFL liðsins Seattle Seahawks og NBA liðsins Portland Trailblazers er látinn 65 ára að aldri eftir langvarandi baráttu við eitilfrumukrabbamein. Paul Allen fæddist í Seattle í Washington-ríki árið 1953. Hann gekk í Lakeside einkaskólann þar sem hann kynntist Bill Gates sem deildi áhuga hans á tölvum. Allen hóf nám við Washington State háskólann en hætti námi til að starfa ásamt Gates félaga sínum. Þeir félagar stofnuðu árið 1975 fyrirtækið Microsoft, nafn fyrirtækisins var uppástunga Allen. Microsoft varð, eins og þjóð veit, eitt stærsta fyrirtæki heims og urðu þeir félagar Allen og Gates að einum af ríkustu mönnum heims. Báðir höfðu þeir þó gefið mikið af auðæfum sínum til góðgerðarmála. Allen var einn þeirra sem tóku þátt í verkefninu The Giving Pledge og með því lofaði hann því að ánafna helming auðs síns hið minnsta til góðgerðamála. Allen hefur í gegnum tíðina vanir komur sínar hingað til lands og hefur ofursnekkja hans, Octupus, vakið mikla athygli þegar hún liggur í Reykjavíkurhöfn. Snekkjan nýtist þó líka til rannsókna og hefur hún oft verið við Íslandsstrendur án Allen sjálfs. Allen hafði gríðarlegan áhuga á íþróttum og var hann til að mynda eigandi NBA liðsins Portland TrailBlazers og NFL liðsins Seattle Seahawks, einnig var hann hlutareigandi í MLS liðinu Seattle Sounders. Einnig styrkti Allen vísindi með fjárgjöfum en fjölmargar stofnanir á sviðum læknavísinda og umhverfisverndar bera nafn hans. Allen greindist fyrst með eitilfrumukrabbamein árið 1982, Allen greindist í annað skiptið 2009 og loks nú fyrir 2 vikum síðan tilkynnti hann að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur. Allen kvæntist aldrei og átti engin börn, hann lést 65 ára að aldri. Andlát Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims. 31. janúar 2012 21:10 Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light. 5. ágúst 2010 17:46 Teymi Paul Allen sótti skipsbjöllu HMS Hood Skipinu var sökkt skammt frá Íslandi árið 1941 en það var mesta herskip sem breski flotinn hefur átt. 8. ágúst 2015 20:30 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Paul Allen meðstofnandi Microsoft og eigandi NFL liðsins Seattle Seahawks og NBA liðsins Portland Trailblazers er látinn 65 ára að aldri eftir langvarandi baráttu við eitilfrumukrabbamein. Paul Allen fæddist í Seattle í Washington-ríki árið 1953. Hann gekk í Lakeside einkaskólann þar sem hann kynntist Bill Gates sem deildi áhuga hans á tölvum. Allen hóf nám við Washington State háskólann en hætti námi til að starfa ásamt Gates félaga sínum. Þeir félagar stofnuðu árið 1975 fyrirtækið Microsoft, nafn fyrirtækisins var uppástunga Allen. Microsoft varð, eins og þjóð veit, eitt stærsta fyrirtæki heims og urðu þeir félagar Allen og Gates að einum af ríkustu mönnum heims. Báðir höfðu þeir þó gefið mikið af auðæfum sínum til góðgerðarmála. Allen var einn þeirra sem tóku þátt í verkefninu The Giving Pledge og með því lofaði hann því að ánafna helming auðs síns hið minnsta til góðgerðamála. Allen hefur í gegnum tíðina vanir komur sínar hingað til lands og hefur ofursnekkja hans, Octupus, vakið mikla athygli þegar hún liggur í Reykjavíkurhöfn. Snekkjan nýtist þó líka til rannsókna og hefur hún oft verið við Íslandsstrendur án Allen sjálfs. Allen hafði gríðarlegan áhuga á íþróttum og var hann til að mynda eigandi NBA liðsins Portland TrailBlazers og NFL liðsins Seattle Seahawks, einnig var hann hlutareigandi í MLS liðinu Seattle Sounders. Einnig styrkti Allen vísindi með fjárgjöfum en fjölmargar stofnanir á sviðum læknavísinda og umhverfisverndar bera nafn hans. Allen greindist fyrst með eitilfrumukrabbamein árið 1982, Allen greindist í annað skiptið 2009 og loks nú fyrir 2 vikum síðan tilkynnti hann að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur. Allen kvæntist aldrei og átti engin börn, hann lést 65 ára að aldri.
Andlát Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims. 31. janúar 2012 21:10 Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light. 5. ágúst 2010 17:46 Teymi Paul Allen sótti skipsbjöllu HMS Hood Skipinu var sökkt skammt frá Íslandi árið 1941 en það var mesta herskip sem breski flotinn hefur átt. 8. ágúst 2015 20:30 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36
Auðkýfingur og Íslandsvinur þróar stærstu flugvél veraldar Auðkýfingurinn og Íslandsvinurinn Paul Allen mun smíða stærstu flugvél veraldar innan fimm ára. Vænghaf flugvélarinnar verður 117 metrar en það er 30 metrum meira en á Airbus 380, stærstu flugvél heims. 31. janúar 2012 21:10
Paul Allen fékk sér hamborgara á Búllunni Hamborgarabúlla Tómasar í Geirsgötu við höfnina í Reykjavík hefur fengið marga skipverja af Octopus, risasnekkju í eigu Pauls Allen auðkýfings, á staðinn til sín í dag. Þar hafa þeir borðað og drukkið ýmist, Coke eða Coke light. 5. ágúst 2010 17:46
Teymi Paul Allen sótti skipsbjöllu HMS Hood Skipinu var sökkt skammt frá Íslandi árið 1941 en það var mesta herskip sem breski flotinn hefur átt. 8. ágúst 2015 20:30
Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00