Innlent

Umboðsmaður þreyttur á svarleysi ráðherra

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis. vísir/vilhelm
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra hvað ráðherrann hyggist gera í málefnum fanga með alvarleg geðræn vandamál.

Í frétt á vef umboðsmanns segir að embættið hafi síðustu ár ítrekað vakið athygli á nauðsyn þess að bætt verði úr geðheilbrigðisþjónustu við fanga og bent á að hún sé líklega ekki í samræmi við mannréttindareglur.

Svör yfirvalda hafi jafnan verið á þá leið að unnið sé að úrbótum og nefnd eða starfshópur hafi fjallað um málið eða að skipa ætti slíkan hóp til þess að fjalla um málið og koma með tillögur. Staða þessara mála hafi því lítið breyst.

Óskað er eftir svari frá ráðuneytinu eigi síðar en 31. október næstkomandi.

Bréf umboðsmanns til ráðherra má lesa hér (PDF).


Tengdar fréttir

Grunn umræða um geðheilbrigði fanga

Fagfólk í fangelsis- og heilbrigðiskerfi sammælist um að þörfin á raunverulegum lausnum í þjónustu við geðveika fanga sé brýn. Yfirlæknir á réttargeðdeild segir þó ekki hægt að setja alla danga sem glími við geðrænan vanda undir sama hatt. Mikilvægt sé að fá geðheilbrigðisteymi inn í fangelsin.

Geðheilbrigðismál í fangelsum eru í rúst

Úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga miðar ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar eftirlitsaðila og tvö sjálfsvíg á innan við ári. Forstjóri Fangelsismálastofnunar segir tíma úttekta og skýrslugerðar liðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×