Schumacher yngri sagður geta farið alla leið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. október 2018 16:15 Mick Schumacher er á hraðleið upp á stjörnuhimininn. vísir/getty Það er ekki lítil pressa að vera í kappakstri og bera þess utan eftirnafnið Schumacher. Hinn 19 ára gamli Mick Schumacher virðist þó hafa allt til að bera. Honum er spáð frægð og frama á komandi árum. Schumacher er nýbúinn að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 3 þó svo það sé enn ein keppni eftir. Þeim árangri hefur hann náð á aðeins tveimur árum. Hann varð tólfti í fyrra. Það hefur verið fylgst með honum alla tíð enda ekki langt að sækja aksturshæfileikana. Til þess að létta álaginu á sér þá bar hann eftirnafn móður sinnar, Betsch, um tíma. „Það voru allir að fylgjast með honum frá upphafi. Það var mikil pressa á honum og ekki auðvelt að eiga við það. Frammistaða hans á seinni hluta tímabilsins er glæsileg. Hann er búinn að sanna að hann hefur allt sem til þarf. Hann getur orðið einn af þeim stóru í Formúlu 1,“ sagði Toto Wolff sem stýrir öllu hjá F1-liði Mercedes. Fyrrum ökuþór Ferrari, Gerhard Berger, tekur í svipaðan streng. „Aksturinn er í genunum hjá Mick. Ef hann heldur svona áfram verður hann kominn með vinnu í F1 áður en hann veit af,“ segir Berger. Bæði F1-lið Mercedes eru farin að sýna Schumacher áhuga. „Það er ekki hægt að segja nei við mann með þessu nafni,“ sagði yfirmaður Ferrari. Mick var aðeins 14 ára gamall er faðir hans slasaðist alvarlega í skíðaslysi og hefur ekki sést opinberlega síðan. Mick var með í för og hefur átt erfitt síðan rétt eins og öll hans fjölskylda. Formúla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Það er ekki lítil pressa að vera í kappakstri og bera þess utan eftirnafnið Schumacher. Hinn 19 ára gamli Mick Schumacher virðist þó hafa allt til að bera. Honum er spáð frægð og frama á komandi árum. Schumacher er nýbúinn að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 3 þó svo það sé enn ein keppni eftir. Þeim árangri hefur hann náð á aðeins tveimur árum. Hann varð tólfti í fyrra. Það hefur verið fylgst með honum alla tíð enda ekki langt að sækja aksturshæfileikana. Til þess að létta álaginu á sér þá bar hann eftirnafn móður sinnar, Betsch, um tíma. „Það voru allir að fylgjast með honum frá upphafi. Það var mikil pressa á honum og ekki auðvelt að eiga við það. Frammistaða hans á seinni hluta tímabilsins er glæsileg. Hann er búinn að sanna að hann hefur allt sem til þarf. Hann getur orðið einn af þeim stóru í Formúlu 1,“ sagði Toto Wolff sem stýrir öllu hjá F1-liði Mercedes. Fyrrum ökuþór Ferrari, Gerhard Berger, tekur í svipaðan streng. „Aksturinn er í genunum hjá Mick. Ef hann heldur svona áfram verður hann kominn með vinnu í F1 áður en hann veit af,“ segir Berger. Bæði F1-lið Mercedes eru farin að sýna Schumacher áhuga. „Það er ekki hægt að segja nei við mann með þessu nafni,“ sagði yfirmaður Ferrari. Mick var aðeins 14 ára gamall er faðir hans slasaðist alvarlega í skíðaslysi og hefur ekki sést opinberlega síðan. Mick var með í för og hefur átt erfitt síðan rétt eins og öll hans fjölskylda.
Formúla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira