Sport

Khabib vill berjast við Mayweather

Smári Jökull Jónsson skrifar
Khabib í bardaganum gegn Conor McGregor.
Khabib í bardaganum gegn Conor McGregor. vísir/getty
Það er nóg að gera hjá Khabib Nurmagomedov þessa dagana eftir bardagann sögulega við Conor McGregor um síðustu helgi. Í gær bárust fréttir af því að 50 Cent vildi fá hann til að berjast fyrir sig og nú hefur Rússinn skorað á hnefaleikakappann Floyd Mayweather.

Khabib hefur hótað því að hætta hjá UFC ef félagi hans Zubaira Tukhugov verður settur í bann eftir þátttöku hans í slagsmálunum eftir bardaga þeirra Khabib og McGregor. Í framhaldinu skoraði rapparinn 50 Cent á Rússann að yfirgefa UFC og berjast fyrir annað bardagasamband.

Nú hefur Khabib sjálfur stigið fram og skorað á hnefaleikakappann ósigraða, Floyd Mayweather, í bardaga með orðunum „Það er bara einn konungur í frumskóginum".

Khabib segir þetta á myndbandi sem birtist á Instagram síðu Leonard Ellerbe sem er framkvæmdastjóri viðskiptaveldis Mayweather.

„Keyrum þetta í gang Floyd, við verðum að berjast! 50-0 og 27-0, tveir sem aldrei tapa, af hverju ekki?" sagði Rússinn en bæði hann og Mayweather eru ósigraðir í hringnum, hvor í sinni íþróttinni.

"Að sjálfsögðu er ég kóngurinn því hann gat ekki tekið McGregor niður en ég gerði það auðveldlega," bætti Khabib við en Mayweather vann McGregor á tæknilegu rothöggi í 10.lotu í þeirra bardaga en Írinn gafst upp í fjórðu lotu gegn Khabib.

Það verður forvitnilegt að sjá hvað Mayweather segir við þessu útspili Khabib en hann hefur sjálfur staðfest að hann mun berjast við Manny Pacquiao áður en árið er á enda.

View this post on Instagram

Look who I ran into at tonight's fights in Russia.

A post shared by Leonard Ellerbe (@leonardellerbe) on

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×