Það verður Svíinn Andreas Ekberg sem dæmir Íslands og Sviss á mánudaginn en þetta kemur fram á heimasíðu UEFA.
Ekberg byrjaði að dæma í sænsku deildunum árið 2014 og varð FIFA dómari fyrir fimm árum síðan. Hann hefur dæmt 150 leiki í sænsku úrvalsdeildinni og 53 alþjóðlega leiki og þar af 8 leiki í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á undanförnum árum. Hann er búinn að dæma einn leik í Evrópudeildinni í ár, leik orkudrykkjaliðanna Salzburg og Leipzig en leikurinn á mánudag verður fyrsti leikurinn sem hann dæmir í Þjóðadeildinni.
Ekberg ætti ekki að vera í vandræðum með að tjá sig við nokkra af leikmönnum íslenska liðsins eða Erik Hamrén þjálfara sem einnig er Svíi.
Leikur Íslands og Sviss fer fram á Laugardalsvelli á mánudaginn klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD þar sem útsending hefst klukkan 18:00.
Hamrén getur spjallað á sænsku við dómarann gegn Sviss
Smári Jökull Jónsson skrifar
Mest lesið





„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn




Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti