Segir Vigdísi hafa afvegaleitt umræðuna Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2018 20:26 Frá fundi Pírata í dag. Vísir/Sigurjón Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun njóta aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga við úttekt sína á endurgerð braggans í Nauthólsvík. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir Vigdísi Hauksdóttur hafa afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Píratar komu saman í höfuðstöðvum flokksins í dag til að ræða framúrkeyrslu Reykjavíkurborgar við endurbætur á bragganum við Nauthólsveg. Eins og fram hefur komið hljóðaði upphafleg kostnaðaráætlun vegna verksins upp á 158 milljónir en kostnaðurinn við framkvæmdina nemur nú rúmlega 415 milljónum og verkinu er enn ekki lokið. Glögglega mátti heyra að grasrót Pírata hefur haft þungar áhyggjur af framvindu málsins. Til að mynda voru ekki allir Píratar á eitt sáttir með að innri endurskoðun borgarinnar hafi verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans - en ekki utanaðkomandi aðili, eins og borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir hefur til að mynda talað fyrir. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, segir misskilnings gæta í umræðunni um meint vanhæfi innri endurskoðunar. „Ég bara verð að segja það að innri endurskoðun er óháður aðili. Hún fylgir stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir, sem eru alþjóðlegir staðlar og mjög strangir. Verkreglur inn endurskoðunar fylgja þessum stöðlum til að tryggja að stofnunin sé óháð,“ segir Dóra. Hún gagnrýnir stjórnmálamenn eins og Vigdísi Hauksdóttur fyrir að bera brigður á innri endurskoðun. „Að vera að valda einhverju pólitísku fjaðrafoki og ekki hafa það fyrir sér að vilja leita svara í þessum máli. Vegna þess að þessi stofnun er óháð. Hún er stofnunin sem mun gefa okkur svörin og við teljum það tiltölulega skaðlegt að vera að grafa undan aðal eftirlitsstofnun borgarinnar á þennan hátt. Ég veit það að innri endurskoðun mun fá aðstoð utanaðkomandi aðila við verkið. Við erum búin að kynna okkur vel hvað innri endurskoðun er. Við byggðum okkar ákvörðun á gögnum. Innri endurskoðun er óháð og við treystum henni fullkomlega.“ Braggamálið Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun njóta aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga við úttekt sína á endurgerð braggans í Nauthólsvík. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir Vigdísi Hauksdóttur hafa afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Píratar komu saman í höfuðstöðvum flokksins í dag til að ræða framúrkeyrslu Reykjavíkurborgar við endurbætur á bragganum við Nauthólsveg. Eins og fram hefur komið hljóðaði upphafleg kostnaðaráætlun vegna verksins upp á 158 milljónir en kostnaðurinn við framkvæmdina nemur nú rúmlega 415 milljónum og verkinu er enn ekki lokið. Glögglega mátti heyra að grasrót Pírata hefur haft þungar áhyggjur af framvindu málsins. Til að mynda voru ekki allir Píratar á eitt sáttir með að innri endurskoðun borgarinnar hafi verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans - en ekki utanaðkomandi aðili, eins og borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir hefur til að mynda talað fyrir. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, segir misskilnings gæta í umræðunni um meint vanhæfi innri endurskoðunar. „Ég bara verð að segja það að innri endurskoðun er óháður aðili. Hún fylgir stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir, sem eru alþjóðlegir staðlar og mjög strangir. Verkreglur inn endurskoðunar fylgja þessum stöðlum til að tryggja að stofnunin sé óháð,“ segir Dóra. Hún gagnrýnir stjórnmálamenn eins og Vigdísi Hauksdóttur fyrir að bera brigður á innri endurskoðun. „Að vera að valda einhverju pólitísku fjaðrafoki og ekki hafa það fyrir sér að vilja leita svara í þessum máli. Vegna þess að þessi stofnun er óháð. Hún er stofnunin sem mun gefa okkur svörin og við teljum það tiltölulega skaðlegt að vera að grafa undan aðal eftirlitsstofnun borgarinnar á þennan hátt. Ég veit það að innri endurskoðun mun fá aðstoð utanaðkomandi aðila við verkið. Við erum búin að kynna okkur vel hvað innri endurskoðun er. Við byggðum okkar ákvörðun á gögnum. Innri endurskoðun er óháð og við treystum henni fullkomlega.“
Braggamálið Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira