Segir Vigdísi hafa afvegaleitt umræðuna Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2018 20:26 Frá fundi Pírata í dag. Vísir/Sigurjón Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun njóta aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga við úttekt sína á endurgerð braggans í Nauthólsvík. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir Vigdísi Hauksdóttur hafa afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Píratar komu saman í höfuðstöðvum flokksins í dag til að ræða framúrkeyrslu Reykjavíkurborgar við endurbætur á bragganum við Nauthólsveg. Eins og fram hefur komið hljóðaði upphafleg kostnaðaráætlun vegna verksins upp á 158 milljónir en kostnaðurinn við framkvæmdina nemur nú rúmlega 415 milljónum og verkinu er enn ekki lokið. Glögglega mátti heyra að grasrót Pírata hefur haft þungar áhyggjur af framvindu málsins. Til að mynda voru ekki allir Píratar á eitt sáttir með að innri endurskoðun borgarinnar hafi verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans - en ekki utanaðkomandi aðili, eins og borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir hefur til að mynda talað fyrir. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, segir misskilnings gæta í umræðunni um meint vanhæfi innri endurskoðunar. „Ég bara verð að segja það að innri endurskoðun er óháður aðili. Hún fylgir stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir, sem eru alþjóðlegir staðlar og mjög strangir. Verkreglur inn endurskoðunar fylgja þessum stöðlum til að tryggja að stofnunin sé óháð,“ segir Dóra. Hún gagnrýnir stjórnmálamenn eins og Vigdísi Hauksdóttur fyrir að bera brigður á innri endurskoðun. „Að vera að valda einhverju pólitísku fjaðrafoki og ekki hafa það fyrir sér að vilja leita svara í þessum máli. Vegna þess að þessi stofnun er óháð. Hún er stofnunin sem mun gefa okkur svörin og við teljum það tiltölulega skaðlegt að vera að grafa undan aðal eftirlitsstofnun borgarinnar á þennan hátt. Ég veit það að innri endurskoðun mun fá aðstoð utanaðkomandi aðila við verkið. Við erum búin að kynna okkur vel hvað innri endurskoðun er. Við byggðum okkar ákvörðun á gögnum. Innri endurskoðun er óháð og við treystum henni fullkomlega.“ Braggamálið Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun njóta aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga við úttekt sína á endurgerð braggans í Nauthólsvík. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir Vigdísi Hauksdóttur hafa afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Píratar komu saman í höfuðstöðvum flokksins í dag til að ræða framúrkeyrslu Reykjavíkurborgar við endurbætur á bragganum við Nauthólsveg. Eins og fram hefur komið hljóðaði upphafleg kostnaðaráætlun vegna verksins upp á 158 milljónir en kostnaðurinn við framkvæmdina nemur nú rúmlega 415 milljónum og verkinu er enn ekki lokið. Glögglega mátti heyra að grasrót Pírata hefur haft þungar áhyggjur af framvindu málsins. Til að mynda voru ekki allir Píratar á eitt sáttir með að innri endurskoðun borgarinnar hafi verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans - en ekki utanaðkomandi aðili, eins og borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir hefur til að mynda talað fyrir. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, segir misskilnings gæta í umræðunni um meint vanhæfi innri endurskoðunar. „Ég bara verð að segja það að innri endurskoðun er óháður aðili. Hún fylgir stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir, sem eru alþjóðlegir staðlar og mjög strangir. Verkreglur inn endurskoðunar fylgja þessum stöðlum til að tryggja að stofnunin sé óháð,“ segir Dóra. Hún gagnrýnir stjórnmálamenn eins og Vigdísi Hauksdóttur fyrir að bera brigður á innri endurskoðun. „Að vera að valda einhverju pólitísku fjaðrafoki og ekki hafa það fyrir sér að vilja leita svara í þessum máli. Vegna þess að þessi stofnun er óháð. Hún er stofnunin sem mun gefa okkur svörin og við teljum það tiltölulega skaðlegt að vera að grafa undan aðal eftirlitsstofnun borgarinnar á þennan hátt. Ég veit það að innri endurskoðun mun fá aðstoð utanaðkomandi aðila við verkið. Við erum búin að kynna okkur vel hvað innri endurskoðun er. Við byggðum okkar ákvörðun á gögnum. Innri endurskoðun er óháð og við treystum henni fullkomlega.“
Braggamálið Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira