„Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2018 20:16 Anton Ingi Sigurðsson leikstjóri. Fréttablaðið/GVA Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmdar, segir að það að kaupa 20 þúsund aðgöngumiða á kvikmyndina, og ætla sér að selja þá, hafi verið „mikilmennskubrjálæði“. Fyrirtæki í eigu föður Antons Inga keypti miðana fyrir tíu milljónir króna til að auka sölu á kvikmyndina, að því er fram kom í dómi héraðsdóms í máli Senu og framleiðslufyrirtækisins Virgo 2. Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þar að árið 2016 hafi hann staðið frammi fyrir „miklu höggi“ þegar í ljós hafi komið að eftirvinnslustyrkur fyrir myndina frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fengist ekki. Til hafi staðið að greiða útistandandi kostnað, þar á meðal launakostnað, með umræddum styrk frá kvikmyndamiðstöðinni. „Ég varð þarna orðin verulega stressaður og við mér blasti gjaldþrot og mynd sem var ekki komin í bíó og ekki á leið í bíó nema klára laun og annan kostnað,“ skrifar Anton Ingi. Hann segir að því hafi verið ákveðið að kaupa „fyrirfram greidda miða með hjálp, vina, vandamanna og fjölskyldu í því skyni að selja þá í hagnaðarskyni,“ sem gengið hafi ágætlega. Féð sem safnaðist þar hafi svo verið notað til að greiða útistandandi kostnað. Þá rekur Anton Ingi frekar sína upplifun af ferlinu og segir að ekkert hafi verið gert til að „svindla á kerfinu.“Tekur fulla ábyrgð á málinu Þá segir Anton Ingi málið hafa verið erfitt. Nú, þegar því er lokið, sé þó hægt að greiða viðeigandi aðilum laun. „Við þetta lærði ég hvernig á ekki að gera kvikmyndaverkefni. Við þetta lærði ég hvernig á ekki að framleiða bíomynd. Við þetta steig ég til baka og fékk klárara fólk i kringum mig sem framleiðir og það mikilvægasta lærði ég að vinna úr mínum málum,“ skrifar Anton Ingi. „Að kaupa 20.þus miða og halda að hægt se að selja þa er mikilmennskubrjalæði. Auðvitað átti eg að fresta sýningu myndar um nokkra mánuði og ná inn á 2017 og þar með fá eftirvinnslustyrk fra KMÍ eins og þau hvöttu mig til að gera.“ Að endingu segir Anton Ingi að reynslan við gerð kvikmyndarinnar hafa kennt sér margt. Mikilvægasta lexían sé jafnframt sú að hann geti ekki allt. „Ég tek fulla ábyrgð á málinu. Ég hlustaði ekki, óð áfram og tapaði.“Færslu Antons Inga má sjá í heild hér að neðan. Vísir greindi frá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu í dag þar sem fyrirtækið Sena var dæmt til að greiða framleiðslufyrirtæki Antons Inga, Virgo 2, tæpar fjórar milljónir króna vegna vanefnda á dreifingarsamningi vegna kvikmyndarinnar. Í dómnum kemur einnig fram að til þess að auka miðasölu á kvikmyndina hafi Anton Ingi fengið félag í eigu föður síns, Sólóraf ehf., til að kaupa aðgöngumiða á myndina beint af Senu fyrir 10 milljónir króna, auk virðisaukaskatts. Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmdar, segir að það að kaupa 20 þúsund aðgöngumiða á kvikmyndina, og ætla sér að selja þá, hafi verið „mikilmennskubrjálæði“. Fyrirtæki í eigu föður Antons Inga keypti miðana fyrir tíu milljónir króna til að auka sölu á kvikmyndina, að því er fram kom í dómi héraðsdóms í máli Senu og framleiðslufyrirtækisins Virgo 2. Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þar að árið 2016 hafi hann staðið frammi fyrir „miklu höggi“ þegar í ljós hafi komið að eftirvinnslustyrkur fyrir myndina frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fengist ekki. Til hafi staðið að greiða útistandandi kostnað, þar á meðal launakostnað, með umræddum styrk frá kvikmyndamiðstöðinni. „Ég varð þarna orðin verulega stressaður og við mér blasti gjaldþrot og mynd sem var ekki komin í bíó og ekki á leið í bíó nema klára laun og annan kostnað,“ skrifar Anton Ingi. Hann segir að því hafi verið ákveðið að kaupa „fyrirfram greidda miða með hjálp, vina, vandamanna og fjölskyldu í því skyni að selja þá í hagnaðarskyni,“ sem gengið hafi ágætlega. Féð sem safnaðist þar hafi svo verið notað til að greiða útistandandi kostnað. Þá rekur Anton Ingi frekar sína upplifun af ferlinu og segir að ekkert hafi verið gert til að „svindla á kerfinu.“Tekur fulla ábyrgð á málinu Þá segir Anton Ingi málið hafa verið erfitt. Nú, þegar því er lokið, sé þó hægt að greiða viðeigandi aðilum laun. „Við þetta lærði ég hvernig á ekki að gera kvikmyndaverkefni. Við þetta lærði ég hvernig á ekki að framleiða bíomynd. Við þetta steig ég til baka og fékk klárara fólk i kringum mig sem framleiðir og það mikilvægasta lærði ég að vinna úr mínum málum,“ skrifar Anton Ingi. „Að kaupa 20.þus miða og halda að hægt se að selja þa er mikilmennskubrjalæði. Auðvitað átti eg að fresta sýningu myndar um nokkra mánuði og ná inn á 2017 og þar með fá eftirvinnslustyrk fra KMÍ eins og þau hvöttu mig til að gera.“ Að endingu segir Anton Ingi að reynslan við gerð kvikmyndarinnar hafa kennt sér margt. Mikilvægasta lexían sé jafnframt sú að hann geti ekki allt. „Ég tek fulla ábyrgð á málinu. Ég hlustaði ekki, óð áfram og tapaði.“Færslu Antons Inga má sjá í heild hér að neðan. Vísir greindi frá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu í dag þar sem fyrirtækið Sena var dæmt til að greiða framleiðslufyrirtæki Antons Inga, Virgo 2, tæpar fjórar milljónir króna vegna vanefnda á dreifingarsamningi vegna kvikmyndarinnar. Í dómnum kemur einnig fram að til þess að auka miðasölu á kvikmyndina hafi Anton Ingi fengið félag í eigu föður síns, Sólóraf ehf., til að kaupa aðgöngumiða á myndina beint af Senu fyrir 10 milljónir króna, auk virðisaukaskatts.
Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18