England og Króatía gerðu markalaust jafntefli í bragðdaufum leik fyrir luktum dyrum í Zagreb.
Þetta var annar leikur beggja liða í fjórða riðli A deildar Þjóðadeildarinnar. Eftir úrslitin kvöldsins eru Spánverjar í frábærum málum með sex stig, búnir að vinna bæði lið einu sinni.
Það var fátt um færi í leiknum en Englendingar geta þrátt fyrir það verið svekktir með að taka ekki stigin þrjú. Erik Dier skaut í stöngina, Harry Kane í þverslána og Marcus Rashford lét verja frá sér tvö dauðafæri.
Króatar áttu einnig sín færi til þess að skora, þeir skutu þrisvar á markrammann, Englendingar tvisvar
Englendingar fara til Spánar og spila við heimamenn á mánudaginn.
Englendingar skutu tvisvar í tréverkið í jafntefli
