Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. október 2018 07:15 Jóhannes Rúnarsson er framkvæmdastjóri Strætó. Fréttablaðið/Stefán Strætó hefur ráðið sumarafleysingafólk í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju síðustu þrjú sumur en ekki einungis nýliðið sumar eins og segir í yfirlýsingu fyrirtækisins til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni er því hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna Strætó eins og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, hefur haldið fram. Í minnisblaði Strætó dagsettu 26. febrúar 2016 segir að illa hafi gengið að ráða í sumarafleysingar. Ástæðurnar sem sagðar eru vera fyrir þeim erfiðleikum eru skortur á bílstjórum með meirapróf á Íslandi og neikvæð fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið. Vegna sívaxandi yfirvinnu starfsmanna og riðlunar sumarleyfa vegna manneklu hafi það ráð verið tekið að leita til starfsmannaþjónustunnar Elju um ráðningar til sumarafleysinga. Starfsmennirnir fóru á launaskrá hjá Strætó en Elja sá þeim fyrir húsnæði og var leiga fyrir það dregin af launum þeirra. „Jú, við höfum gert þetta frá 2016 en málið er fyrst og fremst að koma upp núna og við ákváðum að vera ekkert að fara aftur í tíma, enda stærðargráðan allt önnur nú en þá,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir að um hafi verið að ræða fjóra til fimm starfsmenn fyrstu sumrin en þörfin hafi verið mun meiri síðastliðið sumar. Aðspurður segir Jóhannes Strætó hafa tekið út það húsnæði sem starfsmennirnir fengu hjá Elju. Um hafi verið að ræða hefðbundið íbúðarhúsnæði. „Þetta eru ekki neinir kústaskápar eins og maður hefur heyrt talað um.“ Hann segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að draga kostnað þriðja aðila af launum viðkomandi og muni það ekki verða gert aftur. Þá eigi eftir að skoða vandlega hvort þessi leið verði yfirhöfuð farin aftur í framtíðinni. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Strætó Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Strætó hefur ráðið sumarafleysingafólk í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju síðustu þrjú sumur en ekki einungis nýliðið sumar eins og segir í yfirlýsingu fyrirtækisins til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni er því hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna Strætó eins og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, hefur haldið fram. Í minnisblaði Strætó dagsettu 26. febrúar 2016 segir að illa hafi gengið að ráða í sumarafleysingar. Ástæðurnar sem sagðar eru vera fyrir þeim erfiðleikum eru skortur á bílstjórum með meirapróf á Íslandi og neikvæð fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið. Vegna sívaxandi yfirvinnu starfsmanna og riðlunar sumarleyfa vegna manneklu hafi það ráð verið tekið að leita til starfsmannaþjónustunnar Elju um ráðningar til sumarafleysinga. Starfsmennirnir fóru á launaskrá hjá Strætó en Elja sá þeim fyrir húsnæði og var leiga fyrir það dregin af launum þeirra. „Jú, við höfum gert þetta frá 2016 en málið er fyrst og fremst að koma upp núna og við ákváðum að vera ekkert að fara aftur í tíma, enda stærðargráðan allt önnur nú en þá,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir að um hafi verið að ræða fjóra til fimm starfsmenn fyrstu sumrin en þörfin hafi verið mun meiri síðastliðið sumar. Aðspurður segir Jóhannes Strætó hafa tekið út það húsnæði sem starfsmennirnir fengu hjá Elju. Um hafi verið að ræða hefðbundið íbúðarhúsnæði. „Þetta eru ekki neinir kústaskápar eins og maður hefur heyrt talað um.“ Hann segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að draga kostnað þriðja aðila af launum viðkomandi og muni það ekki verða gert aftur. Þá eigi eftir að skoða vandlega hvort þessi leið verði yfirhöfuð farin aftur í framtíðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Strætó Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira