Menntamálaráðherra líst vel á að halda heimsmeistaramótið í skák í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2018 19:30 Menntamálaráðherra hefur lýst áhuga á að skoða með Skáksambandi Íslands möguleika á því að heimsmeistaramótið í skák fari fram í Reykjavík árið 2022, þegar fimmtíu ár verða liðin frá einvígi aldarinnar árið 1972. Það gekk mikið á bæði fyrir heimsmeistaraeinvígið í skák og meðan á því stóð þegar Bobby Fisher náði að vinna titilinn af Boris Spassky í Laugardalshöll sumarið 1972. Einvígið kom Íslandi í heimsfréttirnar svo vikum skipti og allir helstu fjölmiðlar heims sendu fulltrúa sína til landsins og má fullyrða að ekkert heimsmeistaraeinvígi hafi hlotið aðra eins athygli. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir sambandið stefna á að fá mótið aftur til landsins árið 2022. „Þetta er svona hugmynd sem hefur komið upp. Ég hitti nýjan forseta FIDE Arkady Dvorkovich og ræddi við hann um þessa hugmynd og honum leist bara mjög vel á,“ segir Gunnar. Næsta einvígi verður í Lundúnum í nóvember en ekki hefur verið ákveðið var það verður haldið árið 2020, hvað þá árið 2022. En langur aðdragandi getur verið að því að fá að halda heimsmeistaraeinvígið hverju sinni. „Ég held að menn þyrftu að byrja að pæla að alvöru í þessu árið 2019 eða tuttugu. Það hittist nú svo vel á að forseti FIDE er búinn að boða komu sína á Reykjavíkurskákmótið í apríl á næsta ári og þá er náttúrlega tilvalið að ræða þetta betur við hann. Skáksambandið gæti ekki eitt staðið undir kostnaði við mót sem þetta og að því þyrftu einkafyrirtæki og opinberir aðilar að koma að málum með fjárhagslegan stuðning. „Ég er bara mjög bjartsýnn. Ég fékk símtal frá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í morgun þar sem hún líst stuðningi við þetta framtak og hvatti okkur til dáða,“ segir Gunnar. Reikna megi með að kostnaður við einvígið verði um 700 milljónir og þar af verðlaunafé um 150 milljónir. Fleiri kunni að bjóða í mótið en Íslendingar. „En við hljótum auðvitað að standa sterkt að vígi með fimmtíu ára sögu einvígis allra tíma eins og við köllum það í dag,“ segir Gunnar Björnsson. Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur lýst áhuga á að skoða með Skáksambandi Íslands möguleika á því að heimsmeistaramótið í skák fari fram í Reykjavík árið 2022, þegar fimmtíu ár verða liðin frá einvígi aldarinnar árið 1972. Það gekk mikið á bæði fyrir heimsmeistaraeinvígið í skák og meðan á því stóð þegar Bobby Fisher náði að vinna titilinn af Boris Spassky í Laugardalshöll sumarið 1972. Einvígið kom Íslandi í heimsfréttirnar svo vikum skipti og allir helstu fjölmiðlar heims sendu fulltrúa sína til landsins og má fullyrða að ekkert heimsmeistaraeinvígi hafi hlotið aðra eins athygli. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir sambandið stefna á að fá mótið aftur til landsins árið 2022. „Þetta er svona hugmynd sem hefur komið upp. Ég hitti nýjan forseta FIDE Arkady Dvorkovich og ræddi við hann um þessa hugmynd og honum leist bara mjög vel á,“ segir Gunnar. Næsta einvígi verður í Lundúnum í nóvember en ekki hefur verið ákveðið var það verður haldið árið 2020, hvað þá árið 2022. En langur aðdragandi getur verið að því að fá að halda heimsmeistaraeinvígið hverju sinni. „Ég held að menn þyrftu að byrja að pæla að alvöru í þessu árið 2019 eða tuttugu. Það hittist nú svo vel á að forseti FIDE er búinn að boða komu sína á Reykjavíkurskákmótið í apríl á næsta ári og þá er náttúrlega tilvalið að ræða þetta betur við hann. Skáksambandið gæti ekki eitt staðið undir kostnaði við mót sem þetta og að því þyrftu einkafyrirtæki og opinberir aðilar að koma að málum með fjárhagslegan stuðning. „Ég er bara mjög bjartsýnn. Ég fékk símtal frá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í morgun þar sem hún líst stuðningi við þetta framtak og hvatti okkur til dáða,“ segir Gunnar. Reikna megi með að kostnaður við einvígið verði um 700 milljónir og þar af verðlaunafé um 150 milljónir. Fleiri kunni að bjóða í mótið en Íslendingar. „En við hljótum auðvitað að standa sterkt að vígi með fimmtíu ára sögu einvígis allra tíma eins og við köllum það í dag,“ segir Gunnar Björnsson.
Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira