Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. október 2018 15:13 Ferskar kjötvörur vildi flytja inn ferskar nautalundir frá Hollandi. Vísir/getty Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum með því að halda við lýði banni við innflutningi á fersku kjöti hingað til lands. Fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. fór í mál við ríkið og krafðist skaðabóta þar sem fyrirtækinu var ekki heimilað að flytja hingað til lands lífrænt ferskt nautakjöt frá Hollandi á árinu 2014. Hæstiréttur tók undir með málatilbúnaði fyrirtækisins um að sú synjun hefði farið gegn skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum sem leiddi til bótaskyldu ríkisins gagnvart fyrirtækinu. Námu bæturnar andvirði kjötsins og flutningskostnaði. Þá var ríkið dæmt til að greiða fyrirtækinu málskostnað á báðum dómstigum. Ferskar kjötvörur ehf., aðildarfyrirtæki Samtaka verslunar og þjónustu, stefndi íslenska ríkinu og krafðist skaðabóta vegna tjóns sem það varð fyrir sökum synjunar á heimild til að flytja til landsins ferskar lífrænt ræktaðar nautalundir frá Hollandi. Í tilkynningu frá SVÞ vegna dómsins segja samtökin að niðurstaðan sé í samræmi við fyrri ábendingar SVÞ.Sjá einnig: Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti „Upphaf málsins má rekja til kvörtunar samtakanna til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá árinu 2011 þar sem ESA, og síðar einnig EFTA-dómstóllinn og Héraðsdómur Reykjavíkur, komust að sömu niðurstöðu,að núgildandi innflutningstakmarkanir á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum séu andstæðar EES-samningnum,“ segir í tilkynningunni. SVÞ segjast fagna niðurstöðu Hæstaréttar og lýsa henni sem lokaáfanga í baráttu sinni. Að sama skapi gagnrýna SVÞ það sem þau kalla „tregðu stjórnvalda“ að bregðast við niðurstöðum dómstóla í málinu. „Skora samtökin á stjórnvöld og Alþingi að taka á málinu í samræmi við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Er það krafa SVÞ að innflutningur á fersku kjöti, sem unnið er í samræmi við strangar samevrópskar kröfur og undir eftirliti annarra EES-ríkja, verði heimilaður hér á landi í samræmi við EES-löggjöfina.“ Dómsmál Matur Tengdar fréttir Stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum neytenda Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. 14. nóvember 2017 18:45 Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi Félag atvinnurekenda skorar á íslensk stjórnvöld að afnema innflutningstakmarkanir á ferskri búvöru. 14. nóvember 2017 11:02 Mest lesið Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum með því að halda við lýði banni við innflutningi á fersku kjöti hingað til lands. Fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. fór í mál við ríkið og krafðist skaðabóta þar sem fyrirtækinu var ekki heimilað að flytja hingað til lands lífrænt ferskt nautakjöt frá Hollandi á árinu 2014. Hæstiréttur tók undir með málatilbúnaði fyrirtækisins um að sú synjun hefði farið gegn skuldbindingum íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum sem leiddi til bótaskyldu ríkisins gagnvart fyrirtækinu. Námu bæturnar andvirði kjötsins og flutningskostnaði. Þá var ríkið dæmt til að greiða fyrirtækinu málskostnað á báðum dómstigum. Ferskar kjötvörur ehf., aðildarfyrirtæki Samtaka verslunar og þjónustu, stefndi íslenska ríkinu og krafðist skaðabóta vegna tjóns sem það varð fyrir sökum synjunar á heimild til að flytja til landsins ferskar lífrænt ræktaðar nautalundir frá Hollandi. Í tilkynningu frá SVÞ vegna dómsins segja samtökin að niðurstaðan sé í samræmi við fyrri ábendingar SVÞ.Sjá einnig: Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti „Upphaf málsins má rekja til kvörtunar samtakanna til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá árinu 2011 þar sem ESA, og síðar einnig EFTA-dómstóllinn og Héraðsdómur Reykjavíkur, komust að sömu niðurstöðu,að núgildandi innflutningstakmarkanir á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum séu andstæðar EES-samningnum,“ segir í tilkynningunni. SVÞ segjast fagna niðurstöðu Hæstaréttar og lýsa henni sem lokaáfanga í baráttu sinni. Að sama skapi gagnrýna SVÞ það sem þau kalla „tregðu stjórnvalda“ að bregðast við niðurstöðum dómstóla í málinu. „Skora samtökin á stjórnvöld og Alþingi að taka á málinu í samræmi við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. Er það krafa SVÞ að innflutningur á fersku kjöti, sem unnið er í samræmi við strangar samevrópskar kröfur og undir eftirliti annarra EES-ríkja, verði heimilaður hér á landi í samræmi við EES-löggjöfina.“
Dómsmál Matur Tengdar fréttir Stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum neytenda Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. 14. nóvember 2017 18:45 Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21 Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi Félag atvinnurekenda skorar á íslensk stjórnvöld að afnema innflutningstakmarkanir á ferskri búvöru. 14. nóvember 2017 11:02 Mest lesið Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Stjórnvöld hafi unnið gegn hagsmunum neytenda Starfandi landbúnaðarráðherra segir að stjórnvöld hafi á umliðnum árum unnið gegn hagsmunum íslenskra neytenda með því að virða ekki ákvæði EES-samningsins um innflutning á fersku kjöti, eggjum og ýmsum mjólkurvörum. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn samningnum. 14. nóvember 2017 18:45
Dómstóll EFTA staðfestir ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti EFTA-dómstóllinn hefur staðfest ólögmæti innflutningstakmarkana á fersku kjöti. 14. nóvember 2017 10:21
Skora á íslensk stjórnvöld að hætta brotum á EES-samningi Félag atvinnurekenda skorar á íslensk stjórnvöld að afnema innflutningstakmarkanir á ferskri búvöru. 14. nóvember 2017 11:02