Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2018 11:17 Upprunalega stóð til að skjóta SLS fyrst á loft í fyrra. Því hefur verið frestað í tvö og hálft og verður líklegast frestað lengur en það. Vísir/NASA Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. Eldflaugin ber nafnið Space Launch System en verkefnið er langt á eftir áætlun og hefur kostað mun meira en upprunalega stóð til. Á sama tíma eru einkafyrirtæki að þróa eldflaugar sem einnig væri hægt að nota, að því er virðist með betri árangri. Ef verkefnið á að klárast þarf að setja mun meiri fjármuni í það og gæti kostnaðurinn endað í níu milljörðum dala. Það er tvöfalt það sem verkefnið átti að kosta í upphafi og jafnvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt skýrslu innri endurskoðenda NASA hefur Boeing, sem er stærsti samstarfsaðili NASA við gerð eldflaugarinnar, klárað nánast allt fjármagnið sem fyrirtækið fékk. Áætlað er að fjárveitingin muni klárast í byrjun næsta árs og er það þremur árum á undan áætlun og þar að auki hefur Beoing ekki smíðað eina einustu eldflaug.Í skýrslunni er Boeing að miklu leyti kennt um hvernig komið er fyrir verkefninu.Frestað um tvö og hálft árWashington Post bendir á að upprunalega hafi staðið til að fyrsta tilraunaskot SLS færi fram á síðasta ári og fyrsta mannaða skotið árið 2021. Báðum geimskotunum hefur nú frestað um tvö og hálft ár og er útlit fyrir að þeim verði frestað lengur.Gagnrýnendur hafa gefið verkefninu nafnið „Senate Launch System“ til marks um að eina markmið þess sé að skapa störf í tilteknum umdæmum þingmanna. Þrátt fyrir þessar tafir og kostnað hafa NASA og þingið staðið við verkefnið og segja það nauðsynlegt til að ná langtímamarkmiðum Geimvísindastofnunarinnar varðandi það að koma mönnum út í geim. Einn af yfirmönnum NASA sagði í sumar að þróun SLS væri eindæmi. Verið væri að þróa stærstu eldflaug heims sem gæti borið meiri farm út í heim en áður hefur þekkst. Forsvarsmenn Boeing sögðu í tilkynningu sem send var út í gærkvöldi, vegna skýrslu innri endurskoðenda NASA, að fyrirtækið hefði þegar tekið tillit til skýrslunnar. Þar að auki fælust erfiðleikar í því að þróa eldflaug sem þessa. Slíkt hefði aldrei verið gert áður.Vinna sömu vinnu fyrir minna fé Á meðan Boeing og NASA virðast vera í vandræðum eru einkafyrirtæki að þróa sambærilegar eldflaugar með betri árangri. Þar að auki mun hvert geimskot þeirra fyrirtækja kosta mun minna. SpaceX er að vinna að Falcon Heavy, sem er kraftmesta eldflaugin í notkun í dag en tilraunaskot var framkvæmt fyrr á þessu ári, og eldflauginni BFR (Big Fucking Rocket). Þar að auki er Blue Origin, í eigu Jeff Bezos, að vinna að þróun eldflaugar sem kallast New Glenn. Báðar þessar eldflaugar eru hannaðar til þess að lenda aftur eftir hvert geimskot svo hægt sé að nota þær aftur svo hægt sé að spara mikið fé. SLS er ætlað að falla í hafið og sökkva. Vísindi Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. Eldflaugin ber nafnið Space Launch System en verkefnið er langt á eftir áætlun og hefur kostað mun meira en upprunalega stóð til. Á sama tíma eru einkafyrirtæki að þróa eldflaugar sem einnig væri hægt að nota, að því er virðist með betri árangri. Ef verkefnið á að klárast þarf að setja mun meiri fjármuni í það og gæti kostnaðurinn endað í níu milljörðum dala. Það er tvöfalt það sem verkefnið átti að kosta í upphafi og jafnvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt skýrslu innri endurskoðenda NASA hefur Boeing, sem er stærsti samstarfsaðili NASA við gerð eldflaugarinnar, klárað nánast allt fjármagnið sem fyrirtækið fékk. Áætlað er að fjárveitingin muni klárast í byrjun næsta árs og er það þremur árum á undan áætlun og þar að auki hefur Beoing ekki smíðað eina einustu eldflaug.Í skýrslunni er Boeing að miklu leyti kennt um hvernig komið er fyrir verkefninu.Frestað um tvö og hálft árWashington Post bendir á að upprunalega hafi staðið til að fyrsta tilraunaskot SLS færi fram á síðasta ári og fyrsta mannaða skotið árið 2021. Báðum geimskotunum hefur nú frestað um tvö og hálft ár og er útlit fyrir að þeim verði frestað lengur.Gagnrýnendur hafa gefið verkefninu nafnið „Senate Launch System“ til marks um að eina markmið þess sé að skapa störf í tilteknum umdæmum þingmanna. Þrátt fyrir þessar tafir og kostnað hafa NASA og þingið staðið við verkefnið og segja það nauðsynlegt til að ná langtímamarkmiðum Geimvísindastofnunarinnar varðandi það að koma mönnum út í geim. Einn af yfirmönnum NASA sagði í sumar að þróun SLS væri eindæmi. Verið væri að þróa stærstu eldflaug heims sem gæti borið meiri farm út í heim en áður hefur þekkst. Forsvarsmenn Boeing sögðu í tilkynningu sem send var út í gærkvöldi, vegna skýrslu innri endurskoðenda NASA, að fyrirtækið hefði þegar tekið tillit til skýrslunnar. Þar að auki fælust erfiðleikar í því að þróa eldflaug sem þessa. Slíkt hefði aldrei verið gert áður.Vinna sömu vinnu fyrir minna fé Á meðan Boeing og NASA virðast vera í vandræðum eru einkafyrirtæki að þróa sambærilegar eldflaugar með betri árangri. Þar að auki mun hvert geimskot þeirra fyrirtækja kosta mun minna. SpaceX er að vinna að Falcon Heavy, sem er kraftmesta eldflaugin í notkun í dag en tilraunaskot var framkvæmt fyrr á þessu ári, og eldflauginni BFR (Big Fucking Rocket). Þar að auki er Blue Origin, í eigu Jeff Bezos, að vinna að þróun eldflaugar sem kallast New Glenn. Báðar þessar eldflaugar eru hannaðar til þess að lenda aftur eftir hvert geimskot svo hægt sé að nota þær aftur svo hægt sé að spara mikið fé. SLS er ætlað að falla í hafið og sökkva.
Vísindi Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03
Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00
Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36