Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2018 11:17 Upprunalega stóð til að skjóta SLS fyrst á loft í fyrra. Því hefur verið frestað í tvö og hálft og verður líklegast frestað lengur en það. Vísir/NASA Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. Eldflaugin ber nafnið Space Launch System en verkefnið er langt á eftir áætlun og hefur kostað mun meira en upprunalega stóð til. Á sama tíma eru einkafyrirtæki að þróa eldflaugar sem einnig væri hægt að nota, að því er virðist með betri árangri. Ef verkefnið á að klárast þarf að setja mun meiri fjármuni í það og gæti kostnaðurinn endað í níu milljörðum dala. Það er tvöfalt það sem verkefnið átti að kosta í upphafi og jafnvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt skýrslu innri endurskoðenda NASA hefur Boeing, sem er stærsti samstarfsaðili NASA við gerð eldflaugarinnar, klárað nánast allt fjármagnið sem fyrirtækið fékk. Áætlað er að fjárveitingin muni klárast í byrjun næsta árs og er það þremur árum á undan áætlun og þar að auki hefur Beoing ekki smíðað eina einustu eldflaug.Í skýrslunni er Boeing að miklu leyti kennt um hvernig komið er fyrir verkefninu.Frestað um tvö og hálft árWashington Post bendir á að upprunalega hafi staðið til að fyrsta tilraunaskot SLS færi fram á síðasta ári og fyrsta mannaða skotið árið 2021. Báðum geimskotunum hefur nú frestað um tvö og hálft ár og er útlit fyrir að þeim verði frestað lengur.Gagnrýnendur hafa gefið verkefninu nafnið „Senate Launch System“ til marks um að eina markmið þess sé að skapa störf í tilteknum umdæmum þingmanna. Þrátt fyrir þessar tafir og kostnað hafa NASA og þingið staðið við verkefnið og segja það nauðsynlegt til að ná langtímamarkmiðum Geimvísindastofnunarinnar varðandi það að koma mönnum út í geim. Einn af yfirmönnum NASA sagði í sumar að þróun SLS væri eindæmi. Verið væri að þróa stærstu eldflaug heims sem gæti borið meiri farm út í heim en áður hefur þekkst. Forsvarsmenn Boeing sögðu í tilkynningu sem send var út í gærkvöldi, vegna skýrslu innri endurskoðenda NASA, að fyrirtækið hefði þegar tekið tillit til skýrslunnar. Þar að auki fælust erfiðleikar í því að þróa eldflaug sem þessa. Slíkt hefði aldrei verið gert áður.Vinna sömu vinnu fyrir minna fé Á meðan Boeing og NASA virðast vera í vandræðum eru einkafyrirtæki að þróa sambærilegar eldflaugar með betri árangri. Þar að auki mun hvert geimskot þeirra fyrirtækja kosta mun minna. SpaceX er að vinna að Falcon Heavy, sem er kraftmesta eldflaugin í notkun í dag en tilraunaskot var framkvæmt fyrr á þessu ári, og eldflauginni BFR (Big Fucking Rocket). Þar að auki er Blue Origin, í eigu Jeff Bezos, að vinna að þróun eldflaugar sem kallast New Glenn. Báðar þessar eldflaugar eru hannaðar til þess að lenda aftur eftir hvert geimskot svo hægt sé að nota þær aftur svo hægt sé að spara mikið fé. SLS er ætlað að falla í hafið og sökkva. Vísindi Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. Eldflaugin ber nafnið Space Launch System en verkefnið er langt á eftir áætlun og hefur kostað mun meira en upprunalega stóð til. Á sama tíma eru einkafyrirtæki að þróa eldflaugar sem einnig væri hægt að nota, að því er virðist með betri árangri. Ef verkefnið á að klárast þarf að setja mun meiri fjármuni í það og gæti kostnaðurinn endað í níu milljörðum dala. Það er tvöfalt það sem verkefnið átti að kosta í upphafi og jafnvirði um 100 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt skýrslu innri endurskoðenda NASA hefur Boeing, sem er stærsti samstarfsaðili NASA við gerð eldflaugarinnar, klárað nánast allt fjármagnið sem fyrirtækið fékk. Áætlað er að fjárveitingin muni klárast í byrjun næsta árs og er það þremur árum á undan áætlun og þar að auki hefur Beoing ekki smíðað eina einustu eldflaug.Í skýrslunni er Boeing að miklu leyti kennt um hvernig komið er fyrir verkefninu.Frestað um tvö og hálft árWashington Post bendir á að upprunalega hafi staðið til að fyrsta tilraunaskot SLS færi fram á síðasta ári og fyrsta mannaða skotið árið 2021. Báðum geimskotunum hefur nú frestað um tvö og hálft ár og er útlit fyrir að þeim verði frestað lengur.Gagnrýnendur hafa gefið verkefninu nafnið „Senate Launch System“ til marks um að eina markmið þess sé að skapa störf í tilteknum umdæmum þingmanna. Þrátt fyrir þessar tafir og kostnað hafa NASA og þingið staðið við verkefnið og segja það nauðsynlegt til að ná langtímamarkmiðum Geimvísindastofnunarinnar varðandi það að koma mönnum út í geim. Einn af yfirmönnum NASA sagði í sumar að þróun SLS væri eindæmi. Verið væri að þróa stærstu eldflaug heims sem gæti borið meiri farm út í heim en áður hefur þekkst. Forsvarsmenn Boeing sögðu í tilkynningu sem send var út í gærkvöldi, vegna skýrslu innri endurskoðenda NASA, að fyrirtækið hefði þegar tekið tillit til skýrslunnar. Þar að auki fælust erfiðleikar í því að þróa eldflaug sem þessa. Slíkt hefði aldrei verið gert áður.Vinna sömu vinnu fyrir minna fé Á meðan Boeing og NASA virðast vera í vandræðum eru einkafyrirtæki að þróa sambærilegar eldflaugar með betri árangri. Þar að auki mun hvert geimskot þeirra fyrirtækja kosta mun minna. SpaceX er að vinna að Falcon Heavy, sem er kraftmesta eldflaugin í notkun í dag en tilraunaskot var framkvæmt fyrr á þessu ári, og eldflauginni BFR (Big Fucking Rocket). Þar að auki er Blue Origin, í eigu Jeff Bezos, að vinna að þróun eldflaugar sem kallast New Glenn. Báðar þessar eldflaugar eru hannaðar til þess að lenda aftur eftir hvert geimskot svo hægt sé að nota þær aftur svo hægt sé að spara mikið fé. SLS er ætlað að falla í hafið og sökkva.
Vísindi Tengdar fréttir Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03 Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Upplifðu geimskotið eins og þú sért á staðnum Að sjá geimskotið er þó ef til vill ekki það flottasta við að vera á staðnum. 7. febrúar 2018 18:03
Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00
Tókst að lenda sama geimfarinu á jörðinni í annað sinn Geimferðafyrirtækið Blue Origin tókst að lenda geimfari sínu aftur. 23. janúar 2016 19:36