Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 19:19 Bragginn í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. Hann segir að reynt verði að komast til botns í því hvers vegna framkvæmdinni var leyft að fara jafnmikið fram úr hófi og raunin varð. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur seturétt á fundum borgarráðs. Fyrst var fjallað um braggamálið á fundum ráðsins í ágúst og var þá beðið um nánari útlistun á kostnaði við framkvæmdina, sem fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Síðast var greint frá því að gróðursetning höfundarvarinna stráa við braggann hafi kostað um eina milljón króna. Hallur var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Inntur eftir því hvernig málið geti farið svo langt fram úr áætlunum án þess að nokkur hafi staldrað við á leiðinni sagði Hallur að endurskoðunin felist einmitt í því að varpa ljósi á það. „Nú er verkefnið auðvitað að finna út úr því, það er hluti af skoðuninni sem er framundan að finna út hvernig þetta gerist.“Tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um óháða rannsókn utanaðkomandi aðila á framkvæmdum við bragga í Nauthólsvík, var hafnað á atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi.Vísir/VilhelmBorið hefur á því að borgarfulltrúar, einkum úr minnihlutanum, kalli eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að sinna endurskoðuninni. Hallur segir innri endurskoðun borgarinnar einmitt sérhæfða til að framkvæma endurskoðunina. „Ég segi það að innri endurskoðun er stofnun sem er uppsett innan stjórnkerfisins einmitt til að taka á svona málum. Hún er með þá stjórnsýslulegu stöðu innan borgarinnar að vera óháð, heyrir beint undir borgarráð, og hefur sjálf sínar heimildir til að ákvarða umfang úttekta og hvaða verkefni hún tekur til skoðunar á hverjum tíma. Og auk þess getur borgarráð vísað til okkar sérstökum beiðnum um að skoða einhver tiltekin atriði.“ Aðspurður sagði Hallur að erfitt sé að meta hversu langan tíma innri endurskoðunin muni taka. „Ekki á þessu stigi. Ég sé nú fyrir mér að þetta verði töluvert að umfangi, þetta er flókið verkefni, það er samspil við þriðja aðila og það þarf að fara ofan í saumana á því og svo er umgjörðin um Nauthólsveg þannig að einhver aðkoma minjaverndar er í þessu þannig að það þarf að skoða ýmsa fleti.“ Braggamálið Tengdar fréttir Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 „Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. Hann segir að reynt verði að komast til botns í því hvers vegna framkvæmdinni var leyft að fara jafnmikið fram úr hófi og raunin varð. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur seturétt á fundum borgarráðs. Fyrst var fjallað um braggamálið á fundum ráðsins í ágúst og var þá beðið um nánari útlistun á kostnaði við framkvæmdina, sem fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Síðast var greint frá því að gróðursetning höfundarvarinna stráa við braggann hafi kostað um eina milljón króna. Hallur var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Inntur eftir því hvernig málið geti farið svo langt fram úr áætlunum án þess að nokkur hafi staldrað við á leiðinni sagði Hallur að endurskoðunin felist einmitt í því að varpa ljósi á það. „Nú er verkefnið auðvitað að finna út úr því, það er hluti af skoðuninni sem er framundan að finna út hvernig þetta gerist.“Tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um óháða rannsókn utanaðkomandi aðila á framkvæmdum við bragga í Nauthólsvík, var hafnað á atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi.Vísir/VilhelmBorið hefur á því að borgarfulltrúar, einkum úr minnihlutanum, kalli eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að sinna endurskoðuninni. Hallur segir innri endurskoðun borgarinnar einmitt sérhæfða til að framkvæma endurskoðunina. „Ég segi það að innri endurskoðun er stofnun sem er uppsett innan stjórnkerfisins einmitt til að taka á svona málum. Hún er með þá stjórnsýslulegu stöðu innan borgarinnar að vera óháð, heyrir beint undir borgarráð, og hefur sjálf sínar heimildir til að ákvarða umfang úttekta og hvaða verkefni hún tekur til skoðunar á hverjum tíma. Og auk þess getur borgarráð vísað til okkar sérstökum beiðnum um að skoða einhver tiltekin atriði.“ Aðspurður sagði Hallur að erfitt sé að meta hversu langan tíma innri endurskoðunin muni taka. „Ekki á þessu stigi. Ég sé nú fyrir mér að þetta verði töluvert að umfangi, þetta er flókið verkefni, það er samspil við þriðja aðila og það þarf að fara ofan í saumana á því og svo er umgjörðin um Nauthólsveg þannig að einhver aðkoma minjaverndar er í þessu þannig að það þarf að skoða ýmsa fleti.“
Braggamálið Tengdar fréttir Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 „Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58
„Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12