Æfði handstöður í heilt ár fyrir slysið: „Líklega ein ástæða þess að ég er á lífi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2018 16:00 Henning verður í Íslandi í dag í kvöld. Draumasumarfrí Crossfit þjálfarans Hennings Jónassonar snerist upp í andhverfu sína þegar hann var við dýfingar í fallegu gljúfri í Suður-Frakklandi ásamt kærustunni sinni í ágúst. Eftir að hafa margsinnis stokkið í bólakaf af klettunum á svæðinu ákvað hann að prófa nýjan stað, og stinga sér með höfuðið fyrst. „Ég var búinn að vera að hoppa af einhverjum sex, sjö metra hæðum. Þetta voru bara tveir metrar svo ég ákvað að stinga mér bara „head first“, var búinn að lenda á fótunum bara hingað til í „backflip“ og ekkert mál. Ég var varla kominn ofan í og þá bara mætir mér harður botninn,“ segir Henning.Þríbrotnaði þegar harður botninn tók viðHann þríbrotnaði á efsta hálslið og þurfti að dvelja dögum saman á frönsku sjúkrahúsi. Læknarnir sögðu hann heppinn að vera á lífi, enda höggið gríðarlega þungt í grunnu vatninu. Undanfarnar vikur hefur Henning notast við stífan hálskraga, má hvorki þjálfa tíma úti á Granda né stunda aðalstarf sitt við flugumferðarstjórn. Hann telur hins vegar niður dagana, enda afar óvanur að vera lengi kyrr.Sjá einnig:Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í FrakklandiHenning kveðst gríðarlega þakklátur fólkinu í kringum sig, en sérstakar Hennings-æfingar voru haldnar víða um land meðan hann lá inni á sjúkrahúsi í Frakklandi auk þess sem vinir hans í Kiriyama Family sungu lag í hans nafni við upphitun fyrir stórsveitina Arcade Fire í ágúst.Sjá einnig:Mjölnir sýndi Henning stuðning með æfingu honum til heiðursÞá bárust honum einnig ýmis bréf og kveðjur, m.a. frá sjálfum forsetanum Guðna Th. Jóhannessyni, sem hefur lofað að taka æfingu með Henning þegar honum batnar.Rætt verður við Henning í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar fer hann m.a. yfir slysið, sjúkrahúsdvölina í Frakklandi, muninn á heilbrigðiskerfinu hér og ytra og hvernig handstöðuæfingar og alhliða gott form urðu honum til happs daginn örlagaríka. Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Draumasumarfrí Crossfit þjálfarans Hennings Jónassonar snerist upp í andhverfu sína þegar hann var við dýfingar í fallegu gljúfri í Suður-Frakklandi ásamt kærustunni sinni í ágúst. Eftir að hafa margsinnis stokkið í bólakaf af klettunum á svæðinu ákvað hann að prófa nýjan stað, og stinga sér með höfuðið fyrst. „Ég var búinn að vera að hoppa af einhverjum sex, sjö metra hæðum. Þetta voru bara tveir metrar svo ég ákvað að stinga mér bara „head first“, var búinn að lenda á fótunum bara hingað til í „backflip“ og ekkert mál. Ég var varla kominn ofan í og þá bara mætir mér harður botninn,“ segir Henning.Þríbrotnaði þegar harður botninn tók viðHann þríbrotnaði á efsta hálslið og þurfti að dvelja dögum saman á frönsku sjúkrahúsi. Læknarnir sögðu hann heppinn að vera á lífi, enda höggið gríðarlega þungt í grunnu vatninu. Undanfarnar vikur hefur Henning notast við stífan hálskraga, má hvorki þjálfa tíma úti á Granda né stunda aðalstarf sitt við flugumferðarstjórn. Hann telur hins vegar niður dagana, enda afar óvanur að vera lengi kyrr.Sjá einnig:Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í FrakklandiHenning kveðst gríðarlega þakklátur fólkinu í kringum sig, en sérstakar Hennings-æfingar voru haldnar víða um land meðan hann lá inni á sjúkrahúsi í Frakklandi auk þess sem vinir hans í Kiriyama Family sungu lag í hans nafni við upphitun fyrir stórsveitina Arcade Fire í ágúst.Sjá einnig:Mjölnir sýndi Henning stuðning með æfingu honum til heiðursÞá bárust honum einnig ýmis bréf og kveðjur, m.a. frá sjálfum forsetanum Guðna Th. Jóhannessyni, sem hefur lofað að taka æfingu með Henning þegar honum batnar.Rætt verður við Henning í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar fer hann m.a. yfir slysið, sjúkrahúsdvölina í Frakklandi, muninn á heilbrigðiskerfinu hér og ytra og hvernig handstöðuæfingar og alhliða gott form urðu honum til happs daginn örlagaríka.
Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira