Segja lán Hreiðars Más hafa verið með samþykki stjórnar Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2018 16:00 Lýður Guðmundsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson. samsett Fyrrum stjórnarmenn Kaupþings báru vitni um að lán sem eignarhaldsfélag Hreiðars Más Sigurðssonar, þáverandi bankastjóra, fékk í tengslum við hlutabréfakaup í bankanum hafi verið í samræmi við starfskjarastefnu og hafi ekki þurft sérstakt samþykki stjórnar. Aðalmeðferð í máli gegn bankastjóranum vegna lánveitingarinnar hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðssaksóknari sakar Hreiðar Má um umboðssvik með því að hafa látið Kaupþing lána eignarhaldsfélagi sínu rúman hálfan milljarð króna í ágúst árið 2008. Hreiðar Már hafi gefið fyrirmæli um lánið sem hafi verið veitt án samþykkis stjórnar bankans og fullnægjandi trygginga. Með þessu hafi Hreiðar Már stefnt fé bankans í verulega hættu. Hann er einnig ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi eignarhaldsfélaginu Heiðari Má Sigurðssyni ehf. hlutabréf í Kaupþingi á markaðsvirði eftir að hann hafði keypt þau persónulega á lægra kaupréttargengi.Lánið hafi verið hluti af kjörum Hreiðar Már skýrði frá því í morgun að lánið hafi hann fengið vegna þess að hann nýtti sér kauprétt á hlutabréfum í bankanum í ágúst 2008. Lánið hafi verið tvíþætt en það átti einnig að fjármagna skattkröfur sem höfðu orðið til vegna kaupréttarins. Þetta hafi verið hluti af ráðningarsamningi hans og starfskjörum. Við meðferð málsins í héraðsdómi í dag var mikið fjallað um starfskjarastefnu sem stjórn Kaupþings samþykktu árið 2005. Samkvæmt henni var ákveðið að bankinn skyldi fjármagna kauprétt æðstu stjórnenda á hlutabréfum í bankanum og jafnframt skattkröfur sem gætu komið til þegar þeir nýttu sér kaupréttinn. Stjórnin heimilaði æðstu stjórnendunum jafnframt að geyma hlutabréfin í sérstökum eignarhaldsfélögum. Um þetta báru nokkrir stjórnarmenn og stjórnendur bankans á þessum tíma, þar á meðal Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings. Hann nýtti sér sambærilegan kauprétt og Hreiðar Már til að eignast hlutabréf í bankanum.Hreiðar Már í héraðsdómi í morgun. Hann lýsti ákærunni á hendur sér sem ömurlegri og taldi sig staddan í einhvers konar fáránleika.Vísir/VilhelmEkki þörf á sérstöku samþykki eftir að starfskjaraáætlun var samþykkt Framburður Sigurðar og Lýðs Guðmundssonar, þáverandi varaformanns stjórnar Kaupþings, gróf undan fullyrðingum saksóknara að lánið til Hreiðars Más hefði verið veitt án samþykkis stjórnar. Báðir báru þeir vitni um að eftir að stjórn bankans samþykkti starfskjarastefnuna árið 2005 hafi hún í kjölfarið ekki þurft að samþykkja lánveitingar vegna kaupréttar æðstu stjórnenda sérstaklega. Innri endurskoðandi bankans hafi hins vegar upplýst stjórnina um slíkar lánveitingar reglulega. Sigurður sagðist ekki minnast þess að stjórnin hafi nokkru sinni gert athugasemdir við lánveitingar til hans eða Hreiðars Más eða hugmyndir hafi komið upp um að krefja þá um frekari tryggingar eftir að sumir aðrir stjórnendur bankans voru farnir að standa höllum fæti fjárhagslega á árinu 2008. Lýður sagði að stjórnin hafi vitað af lánveitingunni til Hreiðars Más þegar hún kom saman til fundar síðla septembermánaðar árið 2008 þar sem innri endurskoðandi kynnti upplýsingar um hana. „Já, eins og held ég að öll stjórnin hafi vitað af því. Ef menn eru að standa sína plikt þá er það augljóst,“ sagði Lýður en tilkynnt hafði verið um kaup Hreiðars Más á hlutabréfunum mánuðinum áður. Lýsti hann sama skilningi og Sigurður á því að stjórnin hafi ekki þurft að samþykkja lánið til Hreiðars Más fyrir fram þar sem hún hefði fyrir löngu verið búin að samþykkja starfskjarastefnuna þar sem kveðið var á um slíkar lánveitingar.Helgi Sigurðsson var yfirlögfræðingur Kaupþings og kom meðal annars því þegar ákveðið var hvernig kauprétti stjórnenda og lánveitingum til þeirra ætti að hátta.rightEngin vafi um samþykki stjórnar Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, spurði Ásgeir Thoroddsen, formann starfskjaranefndarinnar, hvort að stjórnin hefði samþykkt fyrirkomulag lánveitinga vegna kaupréttar æðstu stjórnenda og skattakrafna sem kæmu til vegna hans. „Alveg klárt. Engin spurning,“ sagði Ásgeir sem skrifaði undir lánasamninginn við eignarhaldsfélag Hreiðars Más. Hann neitaði þó að hafa átt þátt í að ákveða eða hafa afskipti af láninu sem ákært er fyrir. Helgi Sigurðsson, þáverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og ritari stjórnar Kaupþings, sagði að markmið kaupréttar æðstu stjórnenda hefði verið að samtvinna hagsmuni þeirra og bankans. Þegar ákvörðun var tekin um það hafi legið fyrir að það yrði ekki gert nema með því að gefa þeim hlutabréfin eða að lána þeim fyrir þeim. Hluthafafundur bankans hafi alltaf staðið við þá afstöðu að starfsmönnunum þyrfti að vera tryggt skaðleysi af viðskiptunum. Þá hafi legið fyrir að bankinn þyrfti að fjármagna þær skattakröfur sem gætu skapast af kaupréttinum. Sagðist Helgi telja að eftir að kaupréttaráætlunin var samþykkt hafi legið fyrir að lánveitingar vegna hennar þyrftu ekki frekari umfjöllun lánanefndar eða stjórnar. Innri endurskoðandi hafi reglulega farið yfir stöðu þessara lána og fyrirkomulagið hafi legið fyrir. Finnur saksóknari spurði Helga hvers vegna stjórn bankans hefði samþykkt sérstaklega lán til Hreiðars Más og Sigurðar stjórnarformanns fyrir hlutabréfum árið 2006 ef skilningur hans væri að stjórnin hefði ekki þurft að samþykkja sérstaklega fjármögnun kaupréttar þeirra. Helgi sagðist ekki átta sig á því. Sigurður bar hins vegar síðar vitni um að bæði hann og Hreiðar Már hefðu á þessum tíma tekið þátt í útboði Kaupþings til að auka hlutafé. Stjórnin hafi samþykkt lán til þeirra vegna þeirra kaupa sem hafi ekki verið á grundvelli kaupréttar. Bréfin hafi þeir keypt á markaðsverði.Ásgeir Thoroddsen var formaður starfskjaranefndar Kaupþings þegar lánið var veitt. Hlutverk hennar var meðal annars að sjá um samninga við æðstu stjórnendur.BakkavörTilfærslan ekki eiginleg viðskipti Verjandi Hreiðars Más spurði Helga einnig í möguleg innherjasvik þegar bankastjórinn seldi eignarhaldsfélagi sínu hlutabréfin sem hann eignaðist með því að nýta sér kauprétt sinn. Helgi sagði að bankinn hefði rætt við Fjármálaeftirlitið á sínum tíma um fyrirkomulagið. Niðurstaðan hafi verið sú að ekki væri um innherjasvik að ræða í tilfellum eins og Hreiðars Más. Það væru í reynd ekki eiginleg viðskipti þar sem verið færi að færa eignir úr „einum vasa yfir í annan“, báðir aðilar hefðu búið yfir sömu upplýsingum og þá hafi atkvæðaréttur sem fylgdi hlutunum verið áfram í höndum sama aðila. Sagðist Helgi ekki þekkja þess dæmi tilfærsla á hlutabréfum af þessu tagi hafi leitt til athugasemda eða sekta af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Hrunið Tengdar fréttir Fjármálastjóri Kaupþings segist ekki hafa komið að lánveitingu til bankastjórans Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. 10. október 2018 13:48 Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00 Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Fyrrum stjórnarmenn Kaupþings báru vitni um að lán sem eignarhaldsfélag Hreiðars Más Sigurðssonar, þáverandi bankastjóra, fékk í tengslum við hlutabréfakaup í bankanum hafi verið í samræmi við starfskjarastefnu og hafi ekki þurft sérstakt samþykki stjórnar. Aðalmeðferð í máli gegn bankastjóranum vegna lánveitingarinnar hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðssaksóknari sakar Hreiðar Má um umboðssvik með því að hafa látið Kaupþing lána eignarhaldsfélagi sínu rúman hálfan milljarð króna í ágúst árið 2008. Hreiðar Már hafi gefið fyrirmæli um lánið sem hafi verið veitt án samþykkis stjórnar bankans og fullnægjandi trygginga. Með þessu hafi Hreiðar Már stefnt fé bankans í verulega hættu. Hann er einnig ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi eignarhaldsfélaginu Heiðari Má Sigurðssyni ehf. hlutabréf í Kaupþingi á markaðsvirði eftir að hann hafði keypt þau persónulega á lægra kaupréttargengi.Lánið hafi verið hluti af kjörum Hreiðar Már skýrði frá því í morgun að lánið hafi hann fengið vegna þess að hann nýtti sér kauprétt á hlutabréfum í bankanum í ágúst 2008. Lánið hafi verið tvíþætt en það átti einnig að fjármagna skattkröfur sem höfðu orðið til vegna kaupréttarins. Þetta hafi verið hluti af ráðningarsamningi hans og starfskjörum. Við meðferð málsins í héraðsdómi í dag var mikið fjallað um starfskjarastefnu sem stjórn Kaupþings samþykktu árið 2005. Samkvæmt henni var ákveðið að bankinn skyldi fjármagna kauprétt æðstu stjórnenda á hlutabréfum í bankanum og jafnframt skattkröfur sem gætu komið til þegar þeir nýttu sér kaupréttinn. Stjórnin heimilaði æðstu stjórnendunum jafnframt að geyma hlutabréfin í sérstökum eignarhaldsfélögum. Um þetta báru nokkrir stjórnarmenn og stjórnendur bankans á þessum tíma, þar á meðal Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings. Hann nýtti sér sambærilegan kauprétt og Hreiðar Már til að eignast hlutabréf í bankanum.Hreiðar Már í héraðsdómi í morgun. Hann lýsti ákærunni á hendur sér sem ömurlegri og taldi sig staddan í einhvers konar fáránleika.Vísir/VilhelmEkki þörf á sérstöku samþykki eftir að starfskjaraáætlun var samþykkt Framburður Sigurðar og Lýðs Guðmundssonar, þáverandi varaformanns stjórnar Kaupþings, gróf undan fullyrðingum saksóknara að lánið til Hreiðars Más hefði verið veitt án samþykkis stjórnar. Báðir báru þeir vitni um að eftir að stjórn bankans samþykkti starfskjarastefnuna árið 2005 hafi hún í kjölfarið ekki þurft að samþykkja lánveitingar vegna kaupréttar æðstu stjórnenda sérstaklega. Innri endurskoðandi bankans hafi hins vegar upplýst stjórnina um slíkar lánveitingar reglulega. Sigurður sagðist ekki minnast þess að stjórnin hafi nokkru sinni gert athugasemdir við lánveitingar til hans eða Hreiðars Más eða hugmyndir hafi komið upp um að krefja þá um frekari tryggingar eftir að sumir aðrir stjórnendur bankans voru farnir að standa höllum fæti fjárhagslega á árinu 2008. Lýður sagði að stjórnin hafi vitað af lánveitingunni til Hreiðars Más þegar hún kom saman til fundar síðla septembermánaðar árið 2008 þar sem innri endurskoðandi kynnti upplýsingar um hana. „Já, eins og held ég að öll stjórnin hafi vitað af því. Ef menn eru að standa sína plikt þá er það augljóst,“ sagði Lýður en tilkynnt hafði verið um kaup Hreiðars Más á hlutabréfunum mánuðinum áður. Lýsti hann sama skilningi og Sigurður á því að stjórnin hafi ekki þurft að samþykkja lánið til Hreiðars Más fyrir fram þar sem hún hefði fyrir löngu verið búin að samþykkja starfskjarastefnuna þar sem kveðið var á um slíkar lánveitingar.Helgi Sigurðsson var yfirlögfræðingur Kaupþings og kom meðal annars því þegar ákveðið var hvernig kauprétti stjórnenda og lánveitingum til þeirra ætti að hátta.rightEngin vafi um samþykki stjórnar Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, spurði Ásgeir Thoroddsen, formann starfskjaranefndarinnar, hvort að stjórnin hefði samþykkt fyrirkomulag lánveitinga vegna kaupréttar æðstu stjórnenda og skattakrafna sem kæmu til vegna hans. „Alveg klárt. Engin spurning,“ sagði Ásgeir sem skrifaði undir lánasamninginn við eignarhaldsfélag Hreiðars Más. Hann neitaði þó að hafa átt þátt í að ákveða eða hafa afskipti af láninu sem ákært er fyrir. Helgi Sigurðsson, þáverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og ritari stjórnar Kaupþings, sagði að markmið kaupréttar æðstu stjórnenda hefði verið að samtvinna hagsmuni þeirra og bankans. Þegar ákvörðun var tekin um það hafi legið fyrir að það yrði ekki gert nema með því að gefa þeim hlutabréfin eða að lána þeim fyrir þeim. Hluthafafundur bankans hafi alltaf staðið við þá afstöðu að starfsmönnunum þyrfti að vera tryggt skaðleysi af viðskiptunum. Þá hafi legið fyrir að bankinn þyrfti að fjármagna þær skattakröfur sem gætu skapast af kaupréttinum. Sagðist Helgi telja að eftir að kaupréttaráætlunin var samþykkt hafi legið fyrir að lánveitingar vegna hennar þyrftu ekki frekari umfjöllun lánanefndar eða stjórnar. Innri endurskoðandi hafi reglulega farið yfir stöðu þessara lána og fyrirkomulagið hafi legið fyrir. Finnur saksóknari spurði Helga hvers vegna stjórn bankans hefði samþykkt sérstaklega lán til Hreiðars Más og Sigurðar stjórnarformanns fyrir hlutabréfum árið 2006 ef skilningur hans væri að stjórnin hefði ekki þurft að samþykkja sérstaklega fjármögnun kaupréttar þeirra. Helgi sagðist ekki átta sig á því. Sigurður bar hins vegar síðar vitni um að bæði hann og Hreiðar Már hefðu á þessum tíma tekið þátt í útboði Kaupþings til að auka hlutafé. Stjórnin hafi samþykkt lán til þeirra vegna þeirra kaupa sem hafi ekki verið á grundvelli kaupréttar. Bréfin hafi þeir keypt á markaðsverði.Ásgeir Thoroddsen var formaður starfskjaranefndar Kaupþings þegar lánið var veitt. Hlutverk hennar var meðal annars að sjá um samninga við æðstu stjórnendur.BakkavörTilfærslan ekki eiginleg viðskipti Verjandi Hreiðars Más spurði Helga einnig í möguleg innherjasvik þegar bankastjórinn seldi eignarhaldsfélagi sínu hlutabréfin sem hann eignaðist með því að nýta sér kauprétt sinn. Helgi sagði að bankinn hefði rætt við Fjármálaeftirlitið á sínum tíma um fyrirkomulagið. Niðurstaðan hafi verið sú að ekki væri um innherjasvik að ræða í tilfellum eins og Hreiðars Más. Það væru í reynd ekki eiginleg viðskipti þar sem verið færi að færa eignir úr „einum vasa yfir í annan“, báðir aðilar hefðu búið yfir sömu upplýsingum og þá hafi atkvæðaréttur sem fylgdi hlutunum verið áfram í höndum sama aðila. Sagðist Helgi ekki þekkja þess dæmi tilfærsla á hlutabréfum af þessu tagi hafi leitt til athugasemda eða sekta af hálfu Fjármálaeftirlitsins.
Hrunið Tengdar fréttir Fjármálastjóri Kaupþings segist ekki hafa komið að lánveitingu til bankastjórans Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. 10. október 2018 13:48 Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00 Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Fjármálastjóri Kaupþings segist ekki hafa komið að lánveitingu til bankastjórans Fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, segist ekki hafa komið að lánveitingu til hans eða tekið ákvarðanir um hana. 10. október 2018 13:48
Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings fékk 575 milljóna króna kúlulán án samþykktar stjórnar bankans. 10. október 2018 08:00
Hreiðar Már segir hverja krónu hafa farið í ríkissjóð Þetta fullyrti Hreiðar Már í skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hann er ákærður fyrir umboðs- og innherjasvik vegna viðskiptanna og láns bankans vegna þeirra. 10. október 2018 10:39