Stórt skref í París fyrir 204 íslenskar konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2018 14:47 Rúm sjö ár eru liðin síðan hið svokallaða PIP brjóstapúðamál komst í hámæli. Hæstiréttur Frakkland kvað klukkan 14 upp dóm í PIP-sílikonmálinu svokallaða. 204 íslenskar konur eru hluti af málsókn níu þúsund kvenna á hendur þýska eftirlitsfyrirtækinu TÜV Rheinland. Málið hefur verið rekið í Frakklandi undanfarin þrjú ár en konurnar krefjast skaðabóta fyrir heilsutjón sem þær telja púðana hafa valdið sér. Málið er nokkuð flókið þar sem um fleiri en eina hópmálsókn er að ræða. Íslensku konurnar eru hluti af málsókn númer tvö en málsókn númer eitt er sú sem er komin lengst í kerfinu og Hæstiréttur fjallaði um í dag. Málsókn númer eitt yrði fordæmisgefandi fyrir málsókn íslensku kvennanna. Þýska eftirlitsfyrirtækið var dæmt ábyrgt fyrir því að brjóstapúðarnir, sem notaðir voru um allan heim, voru gallaðir. Fyrirtækið var sagt hafa vanrækt skyldur sínar um eftirlit og árvekni með því að hafa samþykkt að PIP-púðarnir uppfylltu evrópskar reglugerðir þrátt fyrir að þeir innihéldu iðnaðarsílíkon. Áfrýjunardómstóll í Aix-en-Provence í Frakklandi, millidómstig, komst að öndverði niðurstöðu þegar málið var tekið fyrir þar. Var niðurstaðan sú að þýskai eftirlitsaðilinn væri ekki skaðabótaskyldur. Fyrir vikið fór málið á þriðja dómstig, Hæstarétt. Niðurstaðan þar var að staðfesta ekki niðurstöðu áfrýjunardómstólsins heldur senda málið aftur til meðferðar hjá áfrýjunardómstól. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður. „Niðurstaðan, sem mér er sagt að hafa verið mjög afgerandi, var sú að áfrýjunardómstóllinn í París á að taka málið til meðferðar,“ segir Saga Ýrr í samtali við Vísi. Hún var viðstödd dómsuppkvaðninguna í dag ásamt lögmönnum frá fleiri löndum. „Þetta er í raun mesti sigur sem hægt var að vinna á þessu stigi máls og mun hafa áhrif á þær íslensku konur sem eru aðilar að hópmálsókn nr. 2. Þá var á sama tíma tekin ákvörðun um að bætt verður við hópmálsókn nr. 4 og mun þar með opnast fyrir þann möguleika að fleiri konur geti sótt sér skaðabætur sem og íslenska ríkið. En eins og upplýst hefur verið um í fjölmiðlum hefur íslenska ríkið ekki enn látið reyna á rétt sinn, því miður.“ Talið hefur verið að um 300 þúsund konur í 65 löndum, þar á meðal Íslandi, hafi notað gallaða brjóstapúða frá PIP. Mikill fjöldi hefur látið fjarlægja þá eftir að í ljós kom að iðnaðarsílíkon var notað við framleiðslu þeirra. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp árið 2011 en eigandi PIP var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir svik árið 2013. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Tengdar fréttir Gert að afhenda nöfn allra kvenna sem fengu PIP brjóstapúða Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að lögfræðingurin Saga Ýrr Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður hjá Vox lögmannsstofu, skuli afhenda skattrannsóknarstjóra yfirlit yfir nöfn og kennitölur allra þeirra kvenna sem hafa leitað til hennar eftir lögfræðiaðstoð vegna brjóstastækkunar hjá lýtalækninum Jens Kjartanssyni. Allar konurnar fengu grædda í sig svokallaða PIP-brjóstapúða hjá Jens, sem síðar reyndust gallaðir. 30. maí 2012 14:47 Íslenskar konur fá bætur vegna PIP-púðanna Hátt í 200 íslenskar konur sem stefndu eftirlitsfyrirtækinu TUV Rheinland vegna PIP-brjóstapúðanna voru í dag greiddar um þrjú þúsund evrur í skaðabætur, tæplega 400 þúsund krónur 21. september 2017 22:35 140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni. 21. júlí 2014 19:15 Í fangelsi fyrir svikna brjóstapúða Framleiðandi PIP-brjóstapúðanna hlaut í morgun fjögurra ára fangelsisdóm og þarf að greiða 75 þúsund evra sekt. 10. desember 2013 10:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Hæstiréttur Frakkland kvað klukkan 14 upp dóm í PIP-sílikonmálinu svokallaða. 204 íslenskar konur eru hluti af málsókn níu þúsund kvenna á hendur þýska eftirlitsfyrirtækinu TÜV Rheinland. Málið hefur verið rekið í Frakklandi undanfarin þrjú ár en konurnar krefjast skaðabóta fyrir heilsutjón sem þær telja púðana hafa valdið sér. Málið er nokkuð flókið þar sem um fleiri en eina hópmálsókn er að ræða. Íslensku konurnar eru hluti af málsókn númer tvö en málsókn númer eitt er sú sem er komin lengst í kerfinu og Hæstiréttur fjallaði um í dag. Málsókn númer eitt yrði fordæmisgefandi fyrir málsókn íslensku kvennanna. Þýska eftirlitsfyrirtækið var dæmt ábyrgt fyrir því að brjóstapúðarnir, sem notaðir voru um allan heim, voru gallaðir. Fyrirtækið var sagt hafa vanrækt skyldur sínar um eftirlit og árvekni með því að hafa samþykkt að PIP-púðarnir uppfylltu evrópskar reglugerðir þrátt fyrir að þeir innihéldu iðnaðarsílíkon. Áfrýjunardómstóll í Aix-en-Provence í Frakklandi, millidómstig, komst að öndverði niðurstöðu þegar málið var tekið fyrir þar. Var niðurstaðan sú að þýskai eftirlitsaðilinn væri ekki skaðabótaskyldur. Fyrir vikið fór málið á þriðja dómstig, Hæstarétt. Niðurstaðan þar var að staðfesta ekki niðurstöðu áfrýjunardómstólsins heldur senda málið aftur til meðferðar hjá áfrýjunardómstól. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður. „Niðurstaðan, sem mér er sagt að hafa verið mjög afgerandi, var sú að áfrýjunardómstóllinn í París á að taka málið til meðferðar,“ segir Saga Ýrr í samtali við Vísi. Hún var viðstödd dómsuppkvaðninguna í dag ásamt lögmönnum frá fleiri löndum. „Þetta er í raun mesti sigur sem hægt var að vinna á þessu stigi máls og mun hafa áhrif á þær íslensku konur sem eru aðilar að hópmálsókn nr. 2. Þá var á sama tíma tekin ákvörðun um að bætt verður við hópmálsókn nr. 4 og mun þar með opnast fyrir þann möguleika að fleiri konur geti sótt sér skaðabætur sem og íslenska ríkið. En eins og upplýst hefur verið um í fjölmiðlum hefur íslenska ríkið ekki enn látið reyna á rétt sinn, því miður.“ Talið hefur verið að um 300 þúsund konur í 65 löndum, þar á meðal Íslandi, hafi notað gallaða brjóstapúða frá PIP. Mikill fjöldi hefur látið fjarlægja þá eftir að í ljós kom að iðnaðarsílíkon var notað við framleiðslu þeirra. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp árið 2011 en eigandi PIP var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir svik árið 2013.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Tengdar fréttir Gert að afhenda nöfn allra kvenna sem fengu PIP brjóstapúða Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að lögfræðingurin Saga Ýrr Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður hjá Vox lögmannsstofu, skuli afhenda skattrannsóknarstjóra yfirlit yfir nöfn og kennitölur allra þeirra kvenna sem hafa leitað til hennar eftir lögfræðiaðstoð vegna brjóstastækkunar hjá lýtalækninum Jens Kjartanssyni. Allar konurnar fengu grædda í sig svokallaða PIP-brjóstapúða hjá Jens, sem síðar reyndust gallaðir. 30. maí 2012 14:47 Íslenskar konur fá bætur vegna PIP-púðanna Hátt í 200 íslenskar konur sem stefndu eftirlitsfyrirtækinu TUV Rheinland vegna PIP-brjóstapúðanna voru í dag greiddar um þrjú þúsund evrur í skaðabætur, tæplega 400 þúsund krónur 21. september 2017 22:35 140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni. 21. júlí 2014 19:15 Í fangelsi fyrir svikna brjóstapúða Framleiðandi PIP-brjóstapúðanna hlaut í morgun fjögurra ára fangelsisdóm og þarf að greiða 75 þúsund evra sekt. 10. desember 2013 10:30 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Sjá meira
Gert að afhenda nöfn allra kvenna sem fengu PIP brjóstapúða Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að lögfræðingurin Saga Ýrr Jónsdóttir, héraðsdómslögmaður hjá Vox lögmannsstofu, skuli afhenda skattrannsóknarstjóra yfirlit yfir nöfn og kennitölur allra þeirra kvenna sem hafa leitað til hennar eftir lögfræðiaðstoð vegna brjóstastækkunar hjá lýtalækninum Jens Kjartanssyni. Allar konurnar fengu grædda í sig svokallaða PIP-brjóstapúða hjá Jens, sem síðar reyndust gallaðir. 30. maí 2012 14:47
Íslenskar konur fá bætur vegna PIP-púðanna Hátt í 200 íslenskar konur sem stefndu eftirlitsfyrirtækinu TUV Rheinland vegna PIP-brjóstapúðanna voru í dag greiddar um þrjú þúsund evrur í skaðabætur, tæplega 400 þúsund krónur 21. september 2017 22:35
140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni. 21. júlí 2014 19:15
Í fangelsi fyrir svikna brjóstapúða Framleiðandi PIP-brjóstapúðanna hlaut í morgun fjögurra ára fangelsisdóm og þarf að greiða 75 þúsund evra sekt. 10. desember 2013 10:30