Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2018 13:20 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari. vísir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur sent rektor Háskólans í Reykjavík bréf vegna uppsagnar Kristins Sigurjónssonar, fráfarandi lektors við skólann. Greint var fyrst frá þessu á vef Eiríks Jónssonar. Í bréfinu er skólanum gefinn kostur á að hverfa frá þeirri ákvörðun að biðja Kristinn um að segja upp, ellegar muni skólinn segja honum upp. Mannauðsstjóri skólans kynnti þessa valkosti fyrir Kristni í síðustu viku vegna ummæla sem hann hafði látið falla um konur inni á lokuðum Facebook-hópi.DV gerði frétt um ummæli Kristins en hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði að hann að ef einhver fari með neðanbeltisbrandara þá sé litið á það sem kynferðisofbeldi.Kristinn Sigurjónsson var lektor á tækni- og verkfræðibraut skólans.VísirJón Steinar segir að í bréfinu sé því haldið fram að Kristinn hafi réttindi opinbers starfsmanns. Var Kristinn áður kennari hjá Tækniskólanum og er því haldið fram að hann hafi haldið þeim starfsréttindum þegar Háskólinn í Reykjavík tók skólann yfir. Kristinn var lektor á tækni- og verkfræðibraut HR en hann var boðaður á fund síðastliðinn miðvikudag eftir að DV hafði fjallað um ummæli hans. Þar voru þessir kostir kynntir fyrir honum, að segja upp eða vera sagt upp, en nú hefur hann fengið lögfræðinginn Jón Steinar Gunnlaugsson til að gæta réttinda sinna í málinu. Kristinn sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann teldi ummælin sem hann lét falla tekin úr samhengi og hann gæti alveg starfað með konum, líkt og hann hefði gert til fjölda ára. Hann hefur verið áberandi í athugasemdakerfum fjölmiðla þar sem hann hefur gagnrýnt tálmanir sem feður eru beittir og beint þeirri gagnrýni sérstaklega að konum. Vonar að HR hafi aðgang að góðum lögmönnum „Það er greinilegt að yfirvöld skólans telja það vera einhverskonar brot á starfsskyldum að hafa ekki sömu skoðanir á almennum málefnum eins og þeir virðast boða,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi um málið. „Það er auðvitað ekkert annað en nauðung í tjáningu. Auðvitað eiga menn að hafa rétt á því hvar og hvenær sem er að hafa skoðanir á almennum málum sem þeir vilja. Það er síst af öllu hlutverk háskólans, sem á að standa vörð um tjáningarfrelsi og akademískt frelsi, að fara að reka menn fyrir skoðun á einhverju málefni. Þetta er fáheyrt og skólanum til mikillar minnkunar ef það verður ekki halað í land með þetta frumhlaup,“ bætir Jón við. Hann segist skora á skólann að láta af þessari valdbeitingu gagnvart Kristni. „Og að lýsa því yfir ráðning hans sé óbreytt frá því sem verið hefur. Annars ratar þetta fyrir dómstóla ef þeir ætla að segja honum upp á þessum forsendum. Ég vona að þeir hafi aðgang að góðum lögmönnum þá, þeirra vegna.“ Uppsögn lektors við HR Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur sent rektor Háskólans í Reykjavík bréf vegna uppsagnar Kristins Sigurjónssonar, fráfarandi lektors við skólann. Greint var fyrst frá þessu á vef Eiríks Jónssonar. Í bréfinu er skólanum gefinn kostur á að hverfa frá þeirri ákvörðun að biðja Kristinn um að segja upp, ellegar muni skólinn segja honum upp. Mannauðsstjóri skólans kynnti þessa valkosti fyrir Kristni í síðustu viku vegna ummæla sem hann hafði látið falla um konur inni á lokuðum Facebook-hópi.DV gerði frétt um ummæli Kristins en hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði að hann að ef einhver fari með neðanbeltisbrandara þá sé litið á það sem kynferðisofbeldi.Kristinn Sigurjónsson var lektor á tækni- og verkfræðibraut skólans.VísirJón Steinar segir að í bréfinu sé því haldið fram að Kristinn hafi réttindi opinbers starfsmanns. Var Kristinn áður kennari hjá Tækniskólanum og er því haldið fram að hann hafi haldið þeim starfsréttindum þegar Háskólinn í Reykjavík tók skólann yfir. Kristinn var lektor á tækni- og verkfræðibraut HR en hann var boðaður á fund síðastliðinn miðvikudag eftir að DV hafði fjallað um ummæli hans. Þar voru þessir kostir kynntir fyrir honum, að segja upp eða vera sagt upp, en nú hefur hann fengið lögfræðinginn Jón Steinar Gunnlaugsson til að gæta réttinda sinna í málinu. Kristinn sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann teldi ummælin sem hann lét falla tekin úr samhengi og hann gæti alveg starfað með konum, líkt og hann hefði gert til fjölda ára. Hann hefur verið áberandi í athugasemdakerfum fjölmiðla þar sem hann hefur gagnrýnt tálmanir sem feður eru beittir og beint þeirri gagnrýni sérstaklega að konum. Vonar að HR hafi aðgang að góðum lögmönnum „Það er greinilegt að yfirvöld skólans telja það vera einhverskonar brot á starfsskyldum að hafa ekki sömu skoðanir á almennum málefnum eins og þeir virðast boða,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi um málið. „Það er auðvitað ekkert annað en nauðung í tjáningu. Auðvitað eiga menn að hafa rétt á því hvar og hvenær sem er að hafa skoðanir á almennum málum sem þeir vilja. Það er síst af öllu hlutverk háskólans, sem á að standa vörð um tjáningarfrelsi og akademískt frelsi, að fara að reka menn fyrir skoðun á einhverju málefni. Þetta er fáheyrt og skólanum til mikillar minnkunar ef það verður ekki halað í land með þetta frumhlaup,“ bætir Jón við. Hann segist skora á skólann að láta af þessari valdbeitingu gagnvart Kristni. „Og að lýsa því yfir ráðning hans sé óbreytt frá því sem verið hefur. Annars ratar þetta fyrir dómstóla ef þeir ætla að segja honum upp á þessum forsendum. Ég vona að þeir hafi aðgang að góðum lögmönnum þá, þeirra vegna.“
Uppsögn lektors við HR Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira