Mathallir fagna fleiri mathöllum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2018 11:13 Frá mathöllinni á Granda. Vísir/Vilhelm Aðstandendur mathallanna á Hlemmi og Granda óttast ekki aukna samkeppni í mathallageiranum á komandi misserum. Þvert á móti kalla þeir eftir fleiri mathöllum - ekki síst ef nýju staðirnir verða „trúir grundvallarhugmyndum götubitamenningar.“ Mikil gróska er í mathallarflóru landsmanna þessi misserin. Mathöllin á Hlemmi fagnaði í ágúst eins árs afmæli en auk hennar er starfrækt mathöll í húsi Sjávarklasans að Grandagarði. Þá greindi Vísir frá því á mánudag að til stendur að opna hið minnsta tvær nýjar mathallir á næstu mánuðum, aðra í Kringlunni og hina á Bíldshöfða. Þessi þróun á sér sterka skírskotun víða um heim, þar sem sambærilegir götubitastaðir njóta aukinna vinsælda. Þær eru raktar til ýmissa þátta, ekki síst hugarfarsbreytingar sem hefur orðið til matargerðar á undanförnum árum þar sem aukin krafa er gerð um „nálægð við matvælin.“ Þar að auki er kosturinn við götubitastaði sá með þeim gefst veitingamönnum kostur að opna nýja veitingabása talsvert lægra stofnframlag heldur en þekkist í hefðbundnum veitingarekstri.Grunnhugsjónin megi ekki glatast Aðstandendur Sjávarklasans, sem halda utan um rekstur mathallanna á Hlemmi og Granda, stendur ekki stuggur af hinum nýjum mathöllum sem fyrirhugaðar eru. Sjávarklasinn segist fagna auknum fjölbreytileika í flórunni og hvetur íslenskt athafnafólk til að efla götubitamenningu landsins enn frekar. Það sé þó mikilvægt, að mati Sjávarklasans, að nýju mathallirnar séu reknar með grundvallarhugmyndir götubitamenningar að leiðarljósi. „Í því felst að bróðurpartur staðanna sé í eigu einstaklinga sem sjálfir vinna við staðina, staðbundin hráefni séu nýtt, vörur komi beint frá býli eða vinnslu og gætt sé að umhverfisþáttum. Þá er mikilvægt að götubitastaðir leggi áherslu á fjölbreytni og ekki síður að efla íslenska götubitamenningu,“ segir í afmælisriti mathallarinnar á Hlemmi.Í ljósi aukinnar grósku í mathallarflórunni hafa Hlemmur og Grandi Mathöll boðað til málþings um götubitann, íslenska matarmenningu og framtíð mathalla hér á landi. „Markmiðið er að vekja athygli á þeim spennandi tækifærum sem íslenskir framleiðendur og frumkvöðlar standa frammi fyrir í ljósi breytinga á matarvenjum og hvernig Íslendingar geti nýtt sér eiginleika og sérstöðu landsins til að mæta, og jafnvel móta, kröfur neytenda framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu frá mathöllunum. Málþingið fer fram þann 25. október við Grandabryggju og hefst klukkan 17. Matur Neytendur Nýsköpun Tengdar fréttir Íslenska Twittersamfélagið sagði sama brandarann Eftir að fréttir bárust frá því í gær að sérstök Mathöll myndi opna í Kringlunni á næstunni virtust íslenskir tístarar margir hverjir uppgötva sama brandarann sem tengdist matartorgi af þessari tegund. 9. október 2018 12:30 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Culiacan á Bíldshöfða breyttist í mathöll Eigendur matsölustaðarins Culiacan leita nú að áhugasömu veitingafólki sem vill opna með þeim mathöll á Bíldshöfða í desember næstkomandi. 8. október 2018 16:45 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Aðstandendur mathallanna á Hlemmi og Granda óttast ekki aukna samkeppni í mathallageiranum á komandi misserum. Þvert á móti kalla þeir eftir fleiri mathöllum - ekki síst ef nýju staðirnir verða „trúir grundvallarhugmyndum götubitamenningar.“ Mikil gróska er í mathallarflóru landsmanna þessi misserin. Mathöllin á Hlemmi fagnaði í ágúst eins árs afmæli en auk hennar er starfrækt mathöll í húsi Sjávarklasans að Grandagarði. Þá greindi Vísir frá því á mánudag að til stendur að opna hið minnsta tvær nýjar mathallir á næstu mánuðum, aðra í Kringlunni og hina á Bíldshöfða. Þessi þróun á sér sterka skírskotun víða um heim, þar sem sambærilegir götubitastaðir njóta aukinna vinsælda. Þær eru raktar til ýmissa þátta, ekki síst hugarfarsbreytingar sem hefur orðið til matargerðar á undanförnum árum þar sem aukin krafa er gerð um „nálægð við matvælin.“ Þar að auki er kosturinn við götubitastaði sá með þeim gefst veitingamönnum kostur að opna nýja veitingabása talsvert lægra stofnframlag heldur en þekkist í hefðbundnum veitingarekstri.Grunnhugsjónin megi ekki glatast Aðstandendur Sjávarklasans, sem halda utan um rekstur mathallanna á Hlemmi og Granda, stendur ekki stuggur af hinum nýjum mathöllum sem fyrirhugaðar eru. Sjávarklasinn segist fagna auknum fjölbreytileika í flórunni og hvetur íslenskt athafnafólk til að efla götubitamenningu landsins enn frekar. Það sé þó mikilvægt, að mati Sjávarklasans, að nýju mathallirnar séu reknar með grundvallarhugmyndir götubitamenningar að leiðarljósi. „Í því felst að bróðurpartur staðanna sé í eigu einstaklinga sem sjálfir vinna við staðina, staðbundin hráefni séu nýtt, vörur komi beint frá býli eða vinnslu og gætt sé að umhverfisþáttum. Þá er mikilvægt að götubitastaðir leggi áherslu á fjölbreytni og ekki síður að efla íslenska götubitamenningu,“ segir í afmælisriti mathallarinnar á Hlemmi.Í ljósi aukinnar grósku í mathallarflórunni hafa Hlemmur og Grandi Mathöll boðað til málþings um götubitann, íslenska matarmenningu og framtíð mathalla hér á landi. „Markmiðið er að vekja athygli á þeim spennandi tækifærum sem íslenskir framleiðendur og frumkvöðlar standa frammi fyrir í ljósi breytinga á matarvenjum og hvernig Íslendingar geti nýtt sér eiginleika og sérstöðu landsins til að mæta, og jafnvel móta, kröfur neytenda framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu frá mathöllunum. Málþingið fer fram þann 25. október við Grandabryggju og hefst klukkan 17.
Matur Neytendur Nýsköpun Tengdar fréttir Íslenska Twittersamfélagið sagði sama brandarann Eftir að fréttir bárust frá því í gær að sérstök Mathöll myndi opna í Kringlunni á næstunni virtust íslenskir tístarar margir hverjir uppgötva sama brandarann sem tengdist matartorgi af þessari tegund. 9. október 2018 12:30 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Culiacan á Bíldshöfða breyttist í mathöll Eigendur matsölustaðarins Culiacan leita nú að áhugasömu veitingafólki sem vill opna með þeim mathöll á Bíldshöfða í desember næstkomandi. 8. október 2018 16:45 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Íslenska Twittersamfélagið sagði sama brandarann Eftir að fréttir bárust frá því í gær að sérstök Mathöll myndi opna í Kringlunni á næstunni virtust íslenskir tístarar margir hverjir uppgötva sama brandarann sem tengdist matartorgi af þessari tegund. 9. október 2018 12:30
Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54
Culiacan á Bíldshöfða breyttist í mathöll Eigendur matsölustaðarins Culiacan leita nú að áhugasömu veitingafólki sem vill opna með þeim mathöll á Bíldshöfða í desember næstkomandi. 8. október 2018 16:45