Hefði getað leitt til 3 prósenta samdráttar Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. október 2018 07:00 WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra í skuldabréfaútboði félagsins sem lauk í síðasta mánuði. Skúli Mogensen er forstjóri og eini hluthafi flugfélagsins. Fréttablaðið/Anton Brink Gjaldþrot íslenska flugfélagsins WOW air hefði getað leitt til þess að landsframleiðsla drægist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veiktist um allt að 13 prósent á næsta ári. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna sviðsmyndagreiningar sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri flugfélagsins. Til samanburðar spá Hagstofa Íslands og Seðlabankinn 2,7 prósenta hagvexti á næsta ári og gera ráð fyrir að gengi krónunnar haldist á sama tíma stöðugt. Starfshópur sem var skipaður fulltrúum frá fjármálaráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og Seðlabankanum vann umrædda sviðsmyndagreiningu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í grunnsviðsmynd greiningarinnar var gert ráð fyrir því, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, að fall WOW air hefði getað leitt til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent á næsta ári, verðbólga hækkaði á sama ári um þrjú prósentustig og færi þannig upp í hátt í sex prósent og um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Til samanburðar voru ríflega 4.500 manns atvinnulausir hér á landi í lok ágústmánaðar. Sumir sérfræðingar sem starfshópurinn kvaddi til gagnrýndu sviðsmyndagreininguna á þeirri forsendu að hún vanmæti möguleg keðjuverkandi áhrif af gjaldþroti WOW air, samkvæmt heimildum blaðsins. Samhliða vinnu starfshópsins unnu fulltrúar fjögurra ráðuneyta að gerð sérstakrar viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla sem upp gætu komið í rekstri fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, en sem kunnugt er hafa miklar sviptingar verið í rekstri umræddra félaga síðustu mánuði. Fram kemur í fundargerð fjármálastöðugleikaráðs, sem ræddi meðal annars stöðu íslensku flugfélaganna á fundi sínum síðasta föstudag, að það sé mat ráðsins að möguleg áföll í fluggeiranum myndu ekki ógna fjármálastöðugleika.Með eitt bankalán Samkvæmt fjárfestakynningu WOW air, sem útbúin var í aðdraganda skuldabréfaútboðs flugfélagsins í sumar, veitti Arion banki félaginu sex milljóna evra lán á haustmánuðum síðasta árs. Lánið, sem ber 4,3 prósenta vexti og er á gjalddaga í september 2020, er eina bankalán WOW air en fyrir utan lánið er nýleg skuldabréfaútgáfa félagsins eina lengri tíma markaðsfjármögnun þess. WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, sem jafngildir 7,9 milljörðum króna, í skuldabréfaútboðinu sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Voru þátttakendur bæði erlendir og innlendir fjárfestar. Samhliða skuldabréfaútgáfunni tilkynntu stjórnendur flugfélagsins um að þeir hefðu ráðið Arion banka og Arctica Finance til þess að undirbúa skráningu hlutabréfa félagsins á markað, bæði hérlendis og erlendis. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en sem dæmi hefur heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkað um 18 prósent frá því að skuldabréfaútboð flugfélagsins hófst um miðjan ágúst síðastliðinn. Í fjárfestakynningu félagsins er upplýst um að eins prósents hækkun á verði á flugeldsneyti hafi neikvæð áhrif á afkomu félagsins að fjárhæð 1,6 milljónir dala, jafnvirði 184 milljóna króna. Ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, þar á meðal Icelandair, ver WOW air ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Gjaldþrot íslenska flugfélagsins WOW air hefði getað leitt til þess að landsframleiðsla drægist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veiktist um allt að 13 prósent á næsta ári. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna sviðsmyndagreiningar sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri flugfélagsins. Til samanburðar spá Hagstofa Íslands og Seðlabankinn 2,7 prósenta hagvexti á næsta ári og gera ráð fyrir að gengi krónunnar haldist á sama tíma stöðugt. Starfshópur sem var skipaður fulltrúum frá fjármálaráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og Seðlabankanum vann umrædda sviðsmyndagreiningu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í grunnsviðsmynd greiningarinnar var gert ráð fyrir því, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, að fall WOW air hefði getað leitt til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent á næsta ári, verðbólga hækkaði á sama ári um þrjú prósentustig og færi þannig upp í hátt í sex prósent og um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Til samanburðar voru ríflega 4.500 manns atvinnulausir hér á landi í lok ágústmánaðar. Sumir sérfræðingar sem starfshópurinn kvaddi til gagnrýndu sviðsmyndagreininguna á þeirri forsendu að hún vanmæti möguleg keðjuverkandi áhrif af gjaldþroti WOW air, samkvæmt heimildum blaðsins. Samhliða vinnu starfshópsins unnu fulltrúar fjögurra ráðuneyta að gerð sérstakrar viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla sem upp gætu komið í rekstri fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, en sem kunnugt er hafa miklar sviptingar verið í rekstri umræddra félaga síðustu mánuði. Fram kemur í fundargerð fjármálastöðugleikaráðs, sem ræddi meðal annars stöðu íslensku flugfélaganna á fundi sínum síðasta föstudag, að það sé mat ráðsins að möguleg áföll í fluggeiranum myndu ekki ógna fjármálastöðugleika.Með eitt bankalán Samkvæmt fjárfestakynningu WOW air, sem útbúin var í aðdraganda skuldabréfaútboðs flugfélagsins í sumar, veitti Arion banki félaginu sex milljóna evra lán á haustmánuðum síðasta árs. Lánið, sem ber 4,3 prósenta vexti og er á gjalddaga í september 2020, er eina bankalán WOW air en fyrir utan lánið er nýleg skuldabréfaútgáfa félagsins eina lengri tíma markaðsfjármögnun þess. WOW air tryggði sér fjármögnun upp á samtals 60 milljónir evra, sem jafngildir 7,9 milljörðum króna, í skuldabréfaútboðinu sem lauk um miðjan síðasta mánuð. Voru þátttakendur bæði erlendir og innlendir fjárfestar. Samhliða skuldabréfaútgáfunni tilkynntu stjórnendur flugfélagsins um að þeir hefðu ráðið Arion banka og Arctica Finance til þess að undirbúa skráningu hlutabréfa félagsins á markað, bæði hérlendis og erlendis. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið, einkum vegna mikillar samkeppni og hækkandi olíuverðs, en sem dæmi hefur heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkað um 18 prósent frá því að skuldabréfaútboð flugfélagsins hófst um miðjan ágúst síðastliðinn. Í fjárfestakynningu félagsins er upplýst um að eins prósents hækkun á verði á flugeldsneyti hafi neikvæð áhrif á afkomu félagsins að fjárhæð 1,6 milljónir dala, jafnvirði 184 milljóna króna. Ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, þar á meðal Icelandair, ver WOW air ekki eldsneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira