Tekið rúm þrjú ár að afgreiða tillögur innri endurskoðunar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. október 2018 06:30 Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vinnur nú að úttekt vegna braggans við Nauthólsveg 100. Fréttablaðið/Anton Brink Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) skilaði rekstrarúttekt um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) árið 2015. Sem stendur er unnið að annarri úttekt á starfsemi SEA af sama aðila en að þessu sinni vegna framúrkeyrslu við byggingu braggans við Nauthólsveg. Í eldri skýrslunni kemur fram að starfsmenn SEA eigi í „þó nokkrum“ samskiptum við borgarstjóra. Í skýrslunni eru taldar upp þrjátíu ábendingar um það sem betur mætti fara og eru þær jafn misjafnar og þær eru margar. Í kjölfar þess að skýrslunni var skilað var skipaður starfshópur til að fara yfir ábendingarnar og gera tillögur um úrbætur. „Ég er ekki með nákvæma tölu um það hver stór hluti ábendinganna hefur verið afgreiddur. Ég kom inn í hópinn þegar ég tók við á síðasta ári og það eru útistandandi ýmis af þessum verkefnum. Áfangaskýrslu var skilað í sumar og unnið er að því að stilla allt af,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari. Hann tók sæti í hópnum þegar hann tók við sem borgarritari í fyrra. Stefán segir þá vinnu sem eftir er unna í miklu samráði SEA, fjármálaskrifstofu og umhverfis- og skipulagssviðs (USK). Aðspurður segir hann að búið sé að afgreiða um fjórðung til þriðjung þeirra ábendinga sem fram komu í úttekt SEA. Í úttekt IER er meðal annars vikið að stjórnskipulegri stöðu SEA. Skrifstofan heyri undir borgarritara og borgarstjóra. Vikið er að því að engar formlegar verklagsreglur gildi um fyrirkomulag samskipta SEA við áðurnefndu embættin tvö. „Í viðtölum við starfsmenn SEA kom fram að [þáverandi] borgarritari hafi frekar lítil afskipti af SEA, þó einna helst við skrifstofustjóra. Aftur á móti eru starfsmenn SEA í þó nokkrum samskiptum við borgarstjóra í tengslum við verkefni sem þeir vinna að,“ segir í skýrslunni. Þá segir fyrr í skýrslunni að starfsmenn SEA eigi í miklum samskiptum við borgarstjóra, USK, fjármálaskrifstofu, borgarlögmann og fagsvið. Aðspurður um hvort breyting hafi orðið á samskiptum SEA við borgarritara og borgarstjóra segir Stefán að hann þekki ekki nákvæmlega samanburðinn á því þar sem hann tók við í fyrra. „Það er ágætis samvinna milli aðila sem hittast reglulega á fundum. Ég held það sé engin grundvallarbreyting á fyrirkomulaginu og ekkert óeðlilegt við það.“ „Það er ljóst að IER hefur gert margar athugasemdir við SEA og það er líka ljóst að þeim ábendingum hefur ekki verið sinnt nema að hluta. Þessi strúktúr í borginni er greinilega í ólagi, um það er ekki lengur deilt. Að það taki þrjú og hálft ár að fá formleg viðbrögð er alltof langur tími,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ef ekkert hefur breyst varðandi það að borgarstjóri var með afskipti af einstökum verkefnum SEA þá kallar það á spurningar varðandi aðkomu borgarstjóra að þeim verkefnum sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun,“ segir Eyþór. Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) skilaði rekstrarúttekt um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) árið 2015. Sem stendur er unnið að annarri úttekt á starfsemi SEA af sama aðila en að þessu sinni vegna framúrkeyrslu við byggingu braggans við Nauthólsveg. Í eldri skýrslunni kemur fram að starfsmenn SEA eigi í „þó nokkrum“ samskiptum við borgarstjóra. Í skýrslunni eru taldar upp þrjátíu ábendingar um það sem betur mætti fara og eru þær jafn misjafnar og þær eru margar. Í kjölfar þess að skýrslunni var skilað var skipaður starfshópur til að fara yfir ábendingarnar og gera tillögur um úrbætur. „Ég er ekki með nákvæma tölu um það hver stór hluti ábendinganna hefur verið afgreiddur. Ég kom inn í hópinn þegar ég tók við á síðasta ári og það eru útistandandi ýmis af þessum verkefnum. Áfangaskýrslu var skilað í sumar og unnið er að því að stilla allt af,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari. Hann tók sæti í hópnum þegar hann tók við sem borgarritari í fyrra. Stefán segir þá vinnu sem eftir er unna í miklu samráði SEA, fjármálaskrifstofu og umhverfis- og skipulagssviðs (USK). Aðspurður segir hann að búið sé að afgreiða um fjórðung til þriðjung þeirra ábendinga sem fram komu í úttekt SEA. Í úttekt IER er meðal annars vikið að stjórnskipulegri stöðu SEA. Skrifstofan heyri undir borgarritara og borgarstjóra. Vikið er að því að engar formlegar verklagsreglur gildi um fyrirkomulag samskipta SEA við áðurnefndu embættin tvö. „Í viðtölum við starfsmenn SEA kom fram að [þáverandi] borgarritari hafi frekar lítil afskipti af SEA, þó einna helst við skrifstofustjóra. Aftur á móti eru starfsmenn SEA í þó nokkrum samskiptum við borgarstjóra í tengslum við verkefni sem þeir vinna að,“ segir í skýrslunni. Þá segir fyrr í skýrslunni að starfsmenn SEA eigi í miklum samskiptum við borgarstjóra, USK, fjármálaskrifstofu, borgarlögmann og fagsvið. Aðspurður um hvort breyting hafi orðið á samskiptum SEA við borgarritara og borgarstjóra segir Stefán að hann þekki ekki nákvæmlega samanburðinn á því þar sem hann tók við í fyrra. „Það er ágætis samvinna milli aðila sem hittast reglulega á fundum. Ég held það sé engin grundvallarbreyting á fyrirkomulaginu og ekkert óeðlilegt við það.“ „Það er ljóst að IER hefur gert margar athugasemdir við SEA og það er líka ljóst að þeim ábendingum hefur ekki verið sinnt nema að hluta. Þessi strúktúr í borginni er greinilega í ólagi, um það er ekki lengur deilt. Að það taki þrjú og hálft ár að fá formleg viðbrögð er alltof langur tími,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ef ekkert hefur breyst varðandi það að borgarstjóri var með afskipti af einstökum verkefnum SEA þá kallar það á spurningar varðandi aðkomu borgarstjóra að þeim verkefnum sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun,“ segir Eyþór.
Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira