Gengu ber að ofan upp Esjuna Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 27. október 2018 20:15 Margeir Steinar Ingólfsson á Esjunni í dag. Vísir/Margeir Margeir Steinar Ingólfsson sem flestir þekkja undir nafninu DJ Margeir gekk í dag ásamt hópi fólks ber að ofan á Esjuna. Hann segir þetta vera hluta af þjálfun sem hann er í og unnið er með ákveðna öndunar tækni. „Þetta er náttúrulega svolítið sturlað. En ég er sem sagt að þjálfa hug og líkama og þar er kuldaþjálfun ákveðinn partur af prógramminu. Við erum að nota aðferðir sem að Hollendingur að nafni Wim Hof hefur þróað og kennt er hjá Primal. Wim Hof er sem sagt maður sem hefur notað öndunar tækni, kulda og staðfestu í að þróa líkama sinn áfram. Hann segir að kuldinn sé sinn varmi vinur,“ segir Margeir.Var kuldaskræfa áður Margeir segir að þessi öndunar tækni stuðli að því að maður þoli kulda miklu betur og hækkar um leið sársaukaþröskuldinn ásamt því að efla ónæmiskerfið og minnka bólgur. „Fyrir nokkrum mánuðum var ég þvílík kuldaskræfa og byrjaði ekki að nota þessa öndunar tækni fyrr en núna í maí og dag var ég að gera þetta að labba upp Esjuna hálfnakinn í frosti og vindbarinn og mér fannst þetta bara furðu lítið mál. Við vorum sirka 20 manns sem lögðum af stað. Við byrjuðum bara á því að hittast og anda og tókum svona fjóra öndunarhringi og svo bara afklæddumst við og lögðum af stað,“ segir Margeir.Frá göngunni í dag.Vísir/MargeirÁkveðin hugarleikfimi Margeir segir að þetta sé ákveðin hugarleikfimi og að lokatakmarkið með þessu sé að ná fullkominni stjórn á huga og líkama. „Þannig að galdurinn er að láta hugann ekki blekkja sig. Ef maður pælir í því þá er maðurinn háþróaðasta skepnan á jörðinni, við gengum um nakin löngu áður en að við lærðum að sauma á okkur hlý föt. Við eigum að þola kulda. Í dag erum við með allt of mikla kyndingu á húsunum okkar og við sækjum í þægindi. Og þá má alveg spyrja sig að því hvort við séum orðin fíklar í þægindi? Þetta er svolítið konseptið að fara lengra með líkamann og leyfa honum svolítið að kljást við erfiðar aðstæður, bæði andlega og líkamlega. Og þá getum við sagt að lokatakmarkið á þessu sé það að ná fullkominni stjórn á huga og líkama,“ segir Margeir. Spurður út í það hvernig honum líði eftir þetta þá var hann nokkuð brattur. „Það er ótrúlega mikil vellíðunartilfinning sem hríslast enn um líkamann og ég get ímyndað mér að ég muni sofa mjög vel í nótt,“ segir Margeir. Esjan Heilsa Reykjavík Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Sjá meira
Margeir Steinar Ingólfsson sem flestir þekkja undir nafninu DJ Margeir gekk í dag ásamt hópi fólks ber að ofan á Esjuna. Hann segir þetta vera hluta af þjálfun sem hann er í og unnið er með ákveðna öndunar tækni. „Þetta er náttúrulega svolítið sturlað. En ég er sem sagt að þjálfa hug og líkama og þar er kuldaþjálfun ákveðinn partur af prógramminu. Við erum að nota aðferðir sem að Hollendingur að nafni Wim Hof hefur þróað og kennt er hjá Primal. Wim Hof er sem sagt maður sem hefur notað öndunar tækni, kulda og staðfestu í að þróa líkama sinn áfram. Hann segir að kuldinn sé sinn varmi vinur,“ segir Margeir.Var kuldaskræfa áður Margeir segir að þessi öndunar tækni stuðli að því að maður þoli kulda miklu betur og hækkar um leið sársaukaþröskuldinn ásamt því að efla ónæmiskerfið og minnka bólgur. „Fyrir nokkrum mánuðum var ég þvílík kuldaskræfa og byrjaði ekki að nota þessa öndunar tækni fyrr en núna í maí og dag var ég að gera þetta að labba upp Esjuna hálfnakinn í frosti og vindbarinn og mér fannst þetta bara furðu lítið mál. Við vorum sirka 20 manns sem lögðum af stað. Við byrjuðum bara á því að hittast og anda og tókum svona fjóra öndunarhringi og svo bara afklæddumst við og lögðum af stað,“ segir Margeir.Frá göngunni í dag.Vísir/MargeirÁkveðin hugarleikfimi Margeir segir að þetta sé ákveðin hugarleikfimi og að lokatakmarkið með þessu sé að ná fullkominni stjórn á huga og líkama. „Þannig að galdurinn er að láta hugann ekki blekkja sig. Ef maður pælir í því þá er maðurinn háþróaðasta skepnan á jörðinni, við gengum um nakin löngu áður en að við lærðum að sauma á okkur hlý föt. Við eigum að þola kulda. Í dag erum við með allt of mikla kyndingu á húsunum okkar og við sækjum í þægindi. Og þá má alveg spyrja sig að því hvort við séum orðin fíklar í þægindi? Þetta er svolítið konseptið að fara lengra með líkamann og leyfa honum svolítið að kljást við erfiðar aðstæður, bæði andlega og líkamlega. Og þá getum við sagt að lokatakmarkið á þessu sé það að ná fullkominni stjórn á huga og líkama,“ segir Margeir. Spurður út í það hvernig honum líði eftir þetta þá var hann nokkuð brattur. „Það er ótrúlega mikil vellíðunartilfinning sem hríslast enn um líkamann og ég get ímyndað mér að ég muni sofa mjög vel í nótt,“ segir Margeir.
Esjan Heilsa Reykjavík Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Sjá meira