Afhöfðanir Óttar Guðmundsson skrifar 27. október 2018 10:00 Í Bjarnar sögu Hítdælakappa er sagt frá ástar- og afbrýðisemiþríhyrningi hans sjálfs, Oddnýjar eykindils og eiginmanns hennar, Þórðar Kolbeinssonar. Eftir mikil átök drepur hinn kokkálaði Þórður Björn eljara sinn. Heiftin var svo mikil að hann hjó af honum höfuðið. Móðir Björns var kvenhetja og sagði þegar hún sá afhoggið höfuð sonar síns: Farðu og færðu Oddnýju höfuðið og henni mun þykja það betra en hið litla og vesæla er lafir á þínum hálsi! Þórður fór þá til konu sinnar og sagði henni fall Bjarnar. Sagan fékk hörmulegan endi. Oddný missti vitið og lagðist í stjarfaþunglyndi. Þórður fékk mikið ámæli og fjársektir. Sannaðist hið fornkveðna: Dramb er falli næst. Þessi saga rifjaðist upp þegar krónprinsinn í Sádi-Arabíu sendi flokk manna til að höggva höfuðið af andstæðingi sínum. Sádar neituðu allri ábyrgð en viðurkenndu loks að maðurinn hefði misst höfuðið í slagsmálum á ræðismannsskrifstofu. (!!) Sádar eru ríkasta þjóð í heimi. Í skjóli olíuauðæva hafa þeir getað haldið uppi fornfálegu stjórnarfari, kvenfyrirlitningu, feðraveldi og fullkominni lítilsvirðingu á mannréttindum. Stórveldin hafa snobbað fyrir ríkidæminu og selt þeim vopn og lúxusvarning. Nýjasta ofbeldisverk þeirra sýnir þó að margur verður af aurum api, svo heimskulegur er verknaðurinn. Nú er að sjá hvort hið afhöggna höfuð verður krónprinsinum jafn dýrt og höfuð Hítdælakappans varð Þórði Kolbeinssyni. Vonandi átta þjóðir heimsins sig á því að hinir kuflklæddu prinsar eru ekkert annað en ótíndir götustrákar sem telja sig komast upp með allt vegna ríkidæmis föður síns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Bjarnar sögu Hítdælakappa er sagt frá ástar- og afbrýðisemiþríhyrningi hans sjálfs, Oddnýjar eykindils og eiginmanns hennar, Þórðar Kolbeinssonar. Eftir mikil átök drepur hinn kokkálaði Þórður Björn eljara sinn. Heiftin var svo mikil að hann hjó af honum höfuðið. Móðir Björns var kvenhetja og sagði þegar hún sá afhoggið höfuð sonar síns: Farðu og færðu Oddnýju höfuðið og henni mun þykja það betra en hið litla og vesæla er lafir á þínum hálsi! Þórður fór þá til konu sinnar og sagði henni fall Bjarnar. Sagan fékk hörmulegan endi. Oddný missti vitið og lagðist í stjarfaþunglyndi. Þórður fékk mikið ámæli og fjársektir. Sannaðist hið fornkveðna: Dramb er falli næst. Þessi saga rifjaðist upp þegar krónprinsinn í Sádi-Arabíu sendi flokk manna til að höggva höfuðið af andstæðingi sínum. Sádar neituðu allri ábyrgð en viðurkenndu loks að maðurinn hefði misst höfuðið í slagsmálum á ræðismannsskrifstofu. (!!) Sádar eru ríkasta þjóð í heimi. Í skjóli olíuauðæva hafa þeir getað haldið uppi fornfálegu stjórnarfari, kvenfyrirlitningu, feðraveldi og fullkominni lítilsvirðingu á mannréttindum. Stórveldin hafa snobbað fyrir ríkidæminu og selt þeim vopn og lúxusvarning. Nýjasta ofbeldisverk þeirra sýnir þó að margur verður af aurum api, svo heimskulegur er verknaðurinn. Nú er að sjá hvort hið afhöggna höfuð verður krónprinsinum jafn dýrt og höfuð Hítdælakappans varð Þórði Kolbeinssyni. Vonandi átta þjóðir heimsins sig á því að hinir kuflklæddu prinsar eru ekkert annað en ótíndir götustrákar sem telja sig komast upp með allt vegna ríkidæmis föður síns.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar