La Liga íhugar að kæra FIFA Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. október 2018 15:30 Infantino og Guðni Bergsson horfðu saman á leik Íslands og Argentínu á HM í sumar. Guðni var líklega ekki að ræða við hann um hvort leikir í Pepsi deildinni mættu fara fram í Rússlandi. Vísir/Getty Forráðamenn La Liga deildarinnar hafa hótað því að kæra alþjóðaknattspyrnusambandið til íþróttadómstólsins ætli sambandið sér að standa í vegi fyrir því að leikur í La Liga verði leikinn í Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hafa verið uppi á borði áætlanir um að leikur í spænsku deildinni fari fram í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir mótmæli spænska knattspyrnusambandsins og spænsku leikmannasamtakanna héldu áætlanirnar áfram í þróun og eru þær komnar svo langt að leikur Girona og Barcelona er á dagskrá í lok janúar í Miami. Forseti FIFA, Gianni Infantino, hélt tölu á þingi FIFA í dag og sagði þar að deildarleikir ættu að fara fram í upprunalandi deildarinnar. „Þetta mál var rætt af þinginu og þessi tillaga um leikinn í Miami sérstaklega tekin fyrir. Þingið er mjög skýrt í sínu sjónarmiði á því að leikur sem leikinn er í deild ákveðins knattspyrnusambands skuli fara fram í heimalandi þess sambands,“ sagði Infantino. Forseti La Liga, Javier Tebas, sagði í september að hann væri 90 prósent viss um að leikurinn færi fram í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt breska blaðsins Independent hafa Tebas og félagar hótað því að snúa sér að íþróttadómstólnum Cas (e. Court of Arbitration for Sport) ætli FIFA sér að standa formlega í vegi fyrir framkvæmd leiksins. „Ef við fáum formlega tilkynningu frá FIFA að þeir banni leikinmn þá munum við snúa okkur hið snarasta til íþróttadómstólsins,“ hefur Independent eftir talsmanni deildarinnar. Spænski boltinn Tengdar fréttir Ætla að borga stuðningsmönnum fyrir að mæta á La Liga leikinn í Bandaríkjunum Spænska knattspyrnusambandið ætlar að hjálpa stuðningmönnum Girona að komast á heimaleik félagsins sem fer fram í Bandaríkjunum í janúar. 6. september 2018 08:00 Forseti FIFA ekki hrifinn af La Liga leik í Bandaríkjunum Forseti FIFA er á móti því að leikir í La Liga verði spilaðir í Bandaríkjunum. Ef áætlanir ganga eftir mun Girona taka á móti Barcelona í "heimaleik“ í Miami. 18. september 2018 22:45 Manchester City á bak við þáttöku Girona í bandaríska La Liga leiknum Eignarhald Manchester City á spænska liðinu Girona er ein helsta ástæða þess að liðið vill taka þátt í fyrsta La Liga leiknum sem leikinn verður á Spáni. Þetta hefur Telegraph eftir forráðamönnum La Liga. 12. október 2018 07:00 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Sjá meira
Forráðamenn La Liga deildarinnar hafa hótað því að kæra alþjóðaknattspyrnusambandið til íþróttadómstólsins ætli sambandið sér að standa í vegi fyrir því að leikur í La Liga verði leikinn í Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hafa verið uppi á borði áætlanir um að leikur í spænsku deildinni fari fram í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir mótmæli spænska knattspyrnusambandsins og spænsku leikmannasamtakanna héldu áætlanirnar áfram í þróun og eru þær komnar svo langt að leikur Girona og Barcelona er á dagskrá í lok janúar í Miami. Forseti FIFA, Gianni Infantino, hélt tölu á þingi FIFA í dag og sagði þar að deildarleikir ættu að fara fram í upprunalandi deildarinnar. „Þetta mál var rætt af þinginu og þessi tillaga um leikinn í Miami sérstaklega tekin fyrir. Þingið er mjög skýrt í sínu sjónarmiði á því að leikur sem leikinn er í deild ákveðins knattspyrnusambands skuli fara fram í heimalandi þess sambands,“ sagði Infantino. Forseti La Liga, Javier Tebas, sagði í september að hann væri 90 prósent viss um að leikurinn færi fram í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt breska blaðsins Independent hafa Tebas og félagar hótað því að snúa sér að íþróttadómstólnum Cas (e. Court of Arbitration for Sport) ætli FIFA sér að standa formlega í vegi fyrir framkvæmd leiksins. „Ef við fáum formlega tilkynningu frá FIFA að þeir banni leikinmn þá munum við snúa okkur hið snarasta til íþróttadómstólsins,“ hefur Independent eftir talsmanni deildarinnar.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Ætla að borga stuðningsmönnum fyrir að mæta á La Liga leikinn í Bandaríkjunum Spænska knattspyrnusambandið ætlar að hjálpa stuðningmönnum Girona að komast á heimaleik félagsins sem fer fram í Bandaríkjunum í janúar. 6. september 2018 08:00 Forseti FIFA ekki hrifinn af La Liga leik í Bandaríkjunum Forseti FIFA er á móti því að leikir í La Liga verði spilaðir í Bandaríkjunum. Ef áætlanir ganga eftir mun Girona taka á móti Barcelona í "heimaleik“ í Miami. 18. september 2018 22:45 Manchester City á bak við þáttöku Girona í bandaríska La Liga leiknum Eignarhald Manchester City á spænska liðinu Girona er ein helsta ástæða þess að liðið vill taka þátt í fyrsta La Liga leiknum sem leikinn verður á Spáni. Þetta hefur Telegraph eftir forráðamönnum La Liga. 12. október 2018 07:00 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Sjá meira
Ætla að borga stuðningsmönnum fyrir að mæta á La Liga leikinn í Bandaríkjunum Spænska knattspyrnusambandið ætlar að hjálpa stuðningmönnum Girona að komast á heimaleik félagsins sem fer fram í Bandaríkjunum í janúar. 6. september 2018 08:00
Forseti FIFA ekki hrifinn af La Liga leik í Bandaríkjunum Forseti FIFA er á móti því að leikir í La Liga verði spilaðir í Bandaríkjunum. Ef áætlanir ganga eftir mun Girona taka á móti Barcelona í "heimaleik“ í Miami. 18. september 2018 22:45
Manchester City á bak við þáttöku Girona í bandaríska La Liga leiknum Eignarhald Manchester City á spænska liðinu Girona er ein helsta ástæða þess að liðið vill taka þátt í fyrsta La Liga leiknum sem leikinn verður á Spáni. Þetta hefur Telegraph eftir forráðamönnum La Liga. 12. október 2018 07:00