Stefni leynt og ljóst á titilbaráttu Hjörvar Ólafsson skrifar 26. október 2018 14:30 Nýliðar KR hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Domino's deild kvenna, þar af alla þrjá útileiki sína. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kvennalið KR í körfubolta hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir að liðið sé nýliði í Domino’s-deildinni á yfirstandandi leiktíð. Vesturbæingar eru ásamt Snæfelli á toppi deilarinnar með átta stig þegar fimm umferðir hafa verið leiknar. Þar á eftir koma Keflavík og Stjarnan með sex stig hvort lið. Lið KR samanstendur af ungum uppöldum leikmönnum, þremur erlendum leikmönnum sem komu allir fyrir tímabilið og svo er reynsluboltinn Unnur Tara Jónsdóttir á svæðinu til þess að koma með sigurhefð inn í hópinn. Unnur Tara varð Íslandsmeistari með KR síðast þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010. Hún lagði svo körfuboltaskóna tímabundið á hilluna á meðan hún hélt utan í læknisnám. Benedikt Guðmundsson, sem þjálfar KR-liðið í dag og var sömuleiðis við stjórnvölinn þegar liðið lyfti dollunni fyrir átta árum, hóaði í Unni Töru þegar KR var í næstefstu deild á síðustu leiktíð. KR-ingar fóru taplausir í gegnum deildarkeppnina síðasta vetur og hafa svo gert sig gildandi í upphafi yfirstandandi leiktíðar. „Það hefur náttúrulega svakalega mikið breyst frá því að ég var síðast að spila í efstu deild hér heima. Bæði almennt í deildinni og í Vesturbænum. Þeir leikmenn sem eru kjarninn í liðinu voru í yngri flokkunum þegar ég var hér síðast og það er ofboðslega gaman að sjá hversu langt þær eru komnar á ferlinum,“ segir Unnur Tara um þær breytingar sem hafa orðið á milli skeiða hjá henni í KR liðinu. „Það eru svo fleiri erlendir leikmenn núna sem er bara jákvætt að mínu mati og gerir deildina bara sterkari. Til að mynda hjá okkur, þá hafa þeir þrír erlendu leikmenn sem eru hjá okkur aðlagast hratt og vel og bæta okkar lið umtalsvert. Ungir leikmenn eins og samherji minn, Ástrós Lena Ægisdóttir, sem dæmi, þurfa að kljást við öfluga leikmenn í hverjum leik. Hún hefur gott af því og mér finnst hún bæta sig með hverjum leik sem hún spilar,“ segir hún um framhaldið hjá KR-ingum. „Við erum að kynnast betur og betur sem hópur og ég tel að við getum bætt okkur töluvert þó að byrjunin hafi verið góð. Markmiðið hjá liðinu var fyrst og fremst að halda sér í deildinni. Ég sjálf er hins vegar keppnismanneskja og það eru fleiri í liðinu sem stefna leynt og ljóst að því að komast í úrslitakeppni og berjast um þá titla sem í boði eru þegar þar að kemur. Ég persónulega á ekkert ofboðslega langt eftir af leikmannsferli mínum og það fer hver að verða síðastur að bæta titlum í safnið,“ segir hún um stöðu mála og framhaldið hjá Vesturbæjarliðinu. Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Kvennalið KR í körfubolta hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir að liðið sé nýliði í Domino’s-deildinni á yfirstandandi leiktíð. Vesturbæingar eru ásamt Snæfelli á toppi deilarinnar með átta stig þegar fimm umferðir hafa verið leiknar. Þar á eftir koma Keflavík og Stjarnan með sex stig hvort lið. Lið KR samanstendur af ungum uppöldum leikmönnum, þremur erlendum leikmönnum sem komu allir fyrir tímabilið og svo er reynsluboltinn Unnur Tara Jónsdóttir á svæðinu til þess að koma með sigurhefð inn í hópinn. Unnur Tara varð Íslandsmeistari með KR síðast þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010. Hún lagði svo körfuboltaskóna tímabundið á hilluna á meðan hún hélt utan í læknisnám. Benedikt Guðmundsson, sem þjálfar KR-liðið í dag og var sömuleiðis við stjórnvölinn þegar liðið lyfti dollunni fyrir átta árum, hóaði í Unni Töru þegar KR var í næstefstu deild á síðustu leiktíð. KR-ingar fóru taplausir í gegnum deildarkeppnina síðasta vetur og hafa svo gert sig gildandi í upphafi yfirstandandi leiktíðar. „Það hefur náttúrulega svakalega mikið breyst frá því að ég var síðast að spila í efstu deild hér heima. Bæði almennt í deildinni og í Vesturbænum. Þeir leikmenn sem eru kjarninn í liðinu voru í yngri flokkunum þegar ég var hér síðast og það er ofboðslega gaman að sjá hversu langt þær eru komnar á ferlinum,“ segir Unnur Tara um þær breytingar sem hafa orðið á milli skeiða hjá henni í KR liðinu. „Það eru svo fleiri erlendir leikmenn núna sem er bara jákvætt að mínu mati og gerir deildina bara sterkari. Til að mynda hjá okkur, þá hafa þeir þrír erlendu leikmenn sem eru hjá okkur aðlagast hratt og vel og bæta okkar lið umtalsvert. Ungir leikmenn eins og samherji minn, Ástrós Lena Ægisdóttir, sem dæmi, þurfa að kljást við öfluga leikmenn í hverjum leik. Hún hefur gott af því og mér finnst hún bæta sig með hverjum leik sem hún spilar,“ segir hún um framhaldið hjá KR-ingum. „Við erum að kynnast betur og betur sem hópur og ég tel að við getum bætt okkur töluvert þó að byrjunin hafi verið góð. Markmiðið hjá liðinu var fyrst og fremst að halda sér í deildinni. Ég sjálf er hins vegar keppnismanneskja og það eru fleiri í liðinu sem stefna leynt og ljóst að því að komast í úrslitakeppni og berjast um þá titla sem í boði eru þegar þar að kemur. Ég persónulega á ekkert ofboðslega langt eftir af leikmannsferli mínum og það fer hver að verða síðastur að bæta titlum í safnið,“ segir hún um stöðu mála og framhaldið hjá Vesturbæjarliðinu.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira