Óvíst hvert málum yrði áfrýjað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. október 2018 07:00 Enn á eftir að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson lagaprófessor. Fréttablaðið/Eyþór Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun tveggja dóma sem féllu í gær um bætur til Jóns Höskuldssonar og bótarétt Eiríks Jónssonar vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt á síðasta ári. Aðspurður segist Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður ekki eiga von á öðru en að málunum verði vísað til Landsréttar, verði þeim á annað borð áfrýjað. „Landsréttur er náttúrulega okkar áfrýjunardómstig, undir eðlilegum kringumstæðum,“ segir Einar Karl og vísar til þess að Hæstiréttur hafi oft þurft að fást við mál þar sem reglulegir dómarar þurfa að víkja sæti. Lögmaður Jóns, Lúðvík Örn Steinarsson, er á öðru máli. „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því ef málinu verður áfrýjað að sá sem það geri fari þess á leit við Hæstarétt að hann taki málið fyrir en ekki Landsréttur. Ég held það sé líka eðlilegt því Hæstiréttur hefur verið að dæma í málum sem tengjast þessari ráðningu,“ segir Lúðvík. „Okkur finnst dómurinn ágætlega rökstuddur hvað varðar skaðabótaskylduna en vantar kannski upp á rökstuðninginn fyrir því að fjárhæðin var lækkuð svona,“ segir Lúðvík, en Jón fór fram á rúmar 30 milljónir í skaðabætur með vísan til þess hve mikið laun hans hefðu hækkað út starfsævina við að fara úr stóli héraðsdómara upp í Landsrétt. Honum voru hins vegar dæmdar fjórar milljónir. Munurinn á launum dómara við héraðsdóm og Landsrétt eru 280.000 krónur á mánuði. Hefði Jón orðið dómari við Landsrétt hefði hann þénað þrjár milljónir til viðbótar við laun hans nú. Auk þeirra tveggja dóma sem féllu í héraði í gær hefur Hæstiréttur þegar skorið úr um bótarétt hinna tveggja dómaraefnanna sem ekki voru skipaðir í Landsrétt þrátt fyrir að hafa verið meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd taldi hæfasta. Kröfum þeirra beggja um viðurkenningu á skaðabótaskyldu var hafnað en þeim hvorum um sig dæmdar 700.000 krónur í miskabætur. Samanlögð fjárhæð bóta sem dæmdar hafa verið vegna skipunar dómara við Landsrétt nemur því 6,5 milljónum og málskostnaður sem dæmdur hefur verið í þessum fjórum bótamálum sem rekin hafa verið vegna málsins nemur 4,4 milljónum. Enn er ekki búið að leysa úr öllum óvissuþáttum eftir skipun dómara við Landsrétt sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæta. Eftir er að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson en fallist var á skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart honum í héraði í gær án þess að tiltekin fjárhæð væri dæmd. Þá má nefna mál sem nú er rekið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna meints vanhæfis Arnfríðar Einarsdóttur Landsréttardómara til að dæma mál við dóminn með vísan til skipunar hennar, en hún var ekki á lista dómnefndar yfir hæfustu umsækjendur en var þó skipuð dómari við réttinn. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun tveggja dóma sem féllu í gær um bætur til Jóns Höskuldssonar og bótarétt Eiríks Jónssonar vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt á síðasta ári. Aðspurður segist Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður ekki eiga von á öðru en að málunum verði vísað til Landsréttar, verði þeim á annað borð áfrýjað. „Landsréttur er náttúrulega okkar áfrýjunardómstig, undir eðlilegum kringumstæðum,“ segir Einar Karl og vísar til þess að Hæstiréttur hafi oft þurft að fást við mál þar sem reglulegir dómarar þurfa að víkja sæti. Lögmaður Jóns, Lúðvík Örn Steinarsson, er á öðru máli. „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því ef málinu verður áfrýjað að sá sem það geri fari þess á leit við Hæstarétt að hann taki málið fyrir en ekki Landsréttur. Ég held það sé líka eðlilegt því Hæstiréttur hefur verið að dæma í málum sem tengjast þessari ráðningu,“ segir Lúðvík. „Okkur finnst dómurinn ágætlega rökstuddur hvað varðar skaðabótaskylduna en vantar kannski upp á rökstuðninginn fyrir því að fjárhæðin var lækkuð svona,“ segir Lúðvík, en Jón fór fram á rúmar 30 milljónir í skaðabætur með vísan til þess hve mikið laun hans hefðu hækkað út starfsævina við að fara úr stóli héraðsdómara upp í Landsrétt. Honum voru hins vegar dæmdar fjórar milljónir. Munurinn á launum dómara við héraðsdóm og Landsrétt eru 280.000 krónur á mánuði. Hefði Jón orðið dómari við Landsrétt hefði hann þénað þrjár milljónir til viðbótar við laun hans nú. Auk þeirra tveggja dóma sem féllu í héraði í gær hefur Hæstiréttur þegar skorið úr um bótarétt hinna tveggja dómaraefnanna sem ekki voru skipaðir í Landsrétt þrátt fyrir að hafa verið meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd taldi hæfasta. Kröfum þeirra beggja um viðurkenningu á skaðabótaskyldu var hafnað en þeim hvorum um sig dæmdar 700.000 krónur í miskabætur. Samanlögð fjárhæð bóta sem dæmdar hafa verið vegna skipunar dómara við Landsrétt nemur því 6,5 milljónum og málskostnaður sem dæmdur hefur verið í þessum fjórum bótamálum sem rekin hafa verið vegna málsins nemur 4,4 milljónum. Enn er ekki búið að leysa úr öllum óvissuþáttum eftir skipun dómara við Landsrétt sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæta. Eftir er að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson en fallist var á skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart honum í héraði í gær án þess að tiltekin fjárhæð væri dæmd. Þá má nefna mál sem nú er rekið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna meints vanhæfis Arnfríðar Einarsdóttur Landsréttardómara til að dæma mál við dóminn með vísan til skipunar hennar, en hún var ekki á lista dómnefndar yfir hæfustu umsækjendur en var þó skipuð dómari við réttinn.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Sjá meira
Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47