Aldrei heppnast að óska eftir miklum kjarabótum við enda hagsveiflunnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. október 2018 19:00 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. Starfsgreinasambandið og VR birtu kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga fyrr í þessum mánuði. Þar er farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Reiknað hefur verið út að kröfur Starfsgreinasambandsins feli í einstaka tilvikum í sér allt að 98 prósent launahækkanir. Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu leiða til verðbólgu. Í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu, sem kom út fyrr á þessu ári, segir að lág verðbólga á Íslandi verði aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika. Þróun launavísitölu og kaupmáttar frá 1989 sýnir svart á hvítu að kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir ef þær eru umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu.Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Fyrirtæki munu setja kostnaðinn út í verðlag Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að ef kröfur Starfsgreinasambandsins og VR verði samþykktar muni fyrirtæki óhákvæmlega setja kostnaðinn út í verðlag sem leiði svo til verðbólgu. „Það eru allt aðrar aðstæður núna en til dæmis árið 2015 við gerð síðustu kjarasamninga. Þá var gengið miklu lægra, við vorum að sjá gríðarlega aukningu í ferðaþjónustu og það var ennþá einhver slaki fyrir í kerfinu. Núna erum við á enda hagsveiflunnar. Yfirleitt er það þannig að það nást aldrei fram kjarabætur eða launahækkanir á enda hagsveiflunnar. Þá er hagkerfið á leiðinni niður og þá eru mörg fyrirtæki í raun að fara að horfa fram á minnkandi tekjur og hagræðingaraðgerðir. Það hefur í raun aldrei heppnast að fá miklar kjarabætur á þeim stað í hagsveiflunni sem við erum á núna, á leiðinni niður,“ segir Ásgeir. Íslenska krónan Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að það hafi aldrei heppnast hjá verkalýðsfélögum að fara fram á miklar kjarabætur á þeim tímapunkti þegar hagkerfið er á enda hagsveiflunnar og á leið í niðursveiflu, eins og staðan sé núna. Starfsgreinasambandið og VR birtu kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga fyrr í þessum mánuði. Þar er farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur í lok samningstímans. Reiknað hefur verið út að kröfur Starfsgreinasambandsins feli í einstaka tilvikum í sér allt að 98 prósent launahækkanir. Hringrás launahækkana og verðbólgu er hagsaga Íslands í hnotskurn marga áratugi aftur í tímann. Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu leiða til verðbólgu. Í skýrslu forsætisráðuneytisins um framtíð íslenskrar peningastefnu, sem kom út fyrr á þessu ári, segir að lág verðbólga á Íslandi verði aðeins tryggð til langframa með einhvers konar stéttasátt um launaákvarðanir þar sem stöðugleiki á vinnumarkaði er undirstaða verðstöðugleika. Þróun launavísitölu og kaupmáttar frá 1989 sýnir svart á hvítu að kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir ef þær eru umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu.Kaupmáttur eykst ekki í réttu hlutfalli við launahækkanir því allar hækkanir umfram framleiðniaukningu leiða til verðbólgu.Fyrirtæki munu setja kostnaðinn út í verðlag Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að ef kröfur Starfsgreinasambandsins og VR verði samþykktar muni fyrirtæki óhákvæmlega setja kostnaðinn út í verðlag sem leiði svo til verðbólgu. „Það eru allt aðrar aðstæður núna en til dæmis árið 2015 við gerð síðustu kjarasamninga. Þá var gengið miklu lægra, við vorum að sjá gríðarlega aukningu í ferðaþjónustu og það var ennþá einhver slaki fyrir í kerfinu. Núna erum við á enda hagsveiflunnar. Yfirleitt er það þannig að það nást aldrei fram kjarabætur eða launahækkanir á enda hagsveiflunnar. Þá er hagkerfið á leiðinni niður og þá eru mörg fyrirtæki í raun að fara að horfa fram á minnkandi tekjur og hagræðingaraðgerðir. Það hefur í raun aldrei heppnast að fá miklar kjarabætur á þeim stað í hagsveiflunni sem við erum á núna, á leiðinni niður,“ segir Ásgeir.
Íslenska krónan Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira