Skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2018 18:02 Fern félagasamtök Samtökin ‚78, Intersex Ísland, Trans Ísland og Hinsegin dagar skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma harðlega fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar og beita sér af festu fyrir réttindum hinsegin fólks. Aðsend mynd Fern félagasamtök Samtökin ‚78, Intersex Ísland, Trans Ísland og Hinsegin dagar skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma harðlega fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar og beita sér af festu fyrir réttindum hinsegin fólks. Fréttastofa New York Times hefur undir höndum minnisblað frá heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum en þar segir að lagalegri skilgreiningu kyns verði breytt með þeim hætti að allir þegnar landsins muni teljast til þess kyns sem kynferði þeirra gefa til kynna við fæðingu og ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Breytingin myndi hafa víðtæk áhrif á fjölda fólks en varlega áætlað er talið að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna. Í yfirlýsingu félagasamtakanna segir að fyrirætlanirnar endurspegli hvort tveggja í senn skort á vísinda-og söguþekkingu og djúpstæða fyrirlitningu í garð trans og intersex fólks.Yrði gríðarlegt bakslag í baráttunni „Sú hugmynd að skipta megi mannkyninu í tvo fullkomlega einsleita líffræðilega flokka, karla og konur, er ofureinföldun sem kannski hentar ágætlega til líffræðikennslu í grunnskólum. Hún fangar þó engan veginn hinn margslungna veruleika líffræðilegs kyns. Í krafti þessarar einföldunar hefur intersex fólk verið afmáð af spjöldum sögunnar og sætt grófum mannréttindabrotum, oft af hálfu opinberra stofnana, sem eru fyrst nú að koma í ljós. Tillaga heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna væri gríðarlegt bakslag í mannréttindabaráttu intersex fólks og enn ein tilraun yfirvalda til að afmá tilvist þeirra.“ Tilvist trans- og intersex fólks verður ekki afmáð Í yfirlýsingunni segir jafnframt að tilvist transfólks og intersexfólks verði aldrei afmáð með pennastriki, hún er óyggjandi veruleiki. „Í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna er ritað að allir menn séu „skapaðir jafnir og frjálsir, og að af jafnri sköpun þeirra leiði ásköpuð óafsalanleg réttindi, þar á meðal réttinn til lífs, frelsis og hamingjuleitar“. Spurningin sem Bandaríkin standa nú frammi fyrir er: Ætla þau að standa vörð um þessi réttindi allra borgara sinna – eða troða á þeim?“ er sagt í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. 21. október 2018 16:21 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fern félagasamtök Samtökin ‚78, Intersex Ísland, Trans Ísland og Hinsegin dagar skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma harðlega fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar og beita sér af festu fyrir réttindum hinsegin fólks. Fréttastofa New York Times hefur undir höndum minnisblað frá heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum en þar segir að lagalegri skilgreiningu kyns verði breytt með þeim hætti að allir þegnar landsins muni teljast til þess kyns sem kynferði þeirra gefa til kynna við fæðingu og ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Breytingin myndi hafa víðtæk áhrif á fjölda fólks en varlega áætlað er talið að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna. Í yfirlýsingu félagasamtakanna segir að fyrirætlanirnar endurspegli hvort tveggja í senn skort á vísinda-og söguþekkingu og djúpstæða fyrirlitningu í garð trans og intersex fólks.Yrði gríðarlegt bakslag í baráttunni „Sú hugmynd að skipta megi mannkyninu í tvo fullkomlega einsleita líffræðilega flokka, karla og konur, er ofureinföldun sem kannski hentar ágætlega til líffræðikennslu í grunnskólum. Hún fangar þó engan veginn hinn margslungna veruleika líffræðilegs kyns. Í krafti þessarar einföldunar hefur intersex fólk verið afmáð af spjöldum sögunnar og sætt grófum mannréttindabrotum, oft af hálfu opinberra stofnana, sem eru fyrst nú að koma í ljós. Tillaga heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna væri gríðarlegt bakslag í mannréttindabaráttu intersex fólks og enn ein tilraun yfirvalda til að afmá tilvist þeirra.“ Tilvist trans- og intersex fólks verður ekki afmáð Í yfirlýsingunni segir jafnframt að tilvist transfólks og intersexfólks verði aldrei afmáð með pennastriki, hún er óyggjandi veruleiki. „Í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna er ritað að allir menn séu „skapaðir jafnir og frjálsir, og að af jafnri sköpun þeirra leiði ásköpuð óafsalanleg réttindi, þar á meðal réttinn til lífs, frelsis og hamingjuleitar“. Spurningin sem Bandaríkin standa nú frammi fyrir er: Ætla þau að standa vörð um þessi réttindi allra borgara sinna – eða troða á þeim?“ er sagt í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. 21. október 2018 16:21 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. 21. október 2018 16:21