Mögulega nægjanlegt súrefni á Mars fyrir örverur og svampa Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2018 22:00 Vatn flæddi um yfirborð Mars á árum áður og þar voru jafnvel höf en þegar plánetan tapaði mestu af andrúmslofti sínu og breyttist í þá köldu og þurru plánetu sem við þekkjum í dag. Getty/NASA Vísindamenn segja að saltvatn sem fundist hefur undir yfirborði Mars gæti innihaldið nægjanlegt súrefni fyrir örverur, álíka þeim og þekktust hér á jörðinni fyrir milljörðum ára. Slíkar örverur og jafnvel svampar gætu lifað af á yfirborði plánetunnar rauðu, samkvæmt nýrri rannsókn. AFP fréttaveitan ræddi við forsvarsmann rannsóknarinnar, Vlada Stamenkovic, sem segir að niðurstöður rannsóknar vísindamannanna gerbreyti skilningi manna á möguleikum lífs, bæði nú og áður, á Mars.Þar til nú hefur verið talið að hið litla magns súrefnis sem finna má á Mars gæti ekki stutt líf. Súrefni er um 0,14 prósent af andrúmslofti Mars, samanborið við 21 prósent hér á jörðinni. Vatn flæddi um yfirborð Mars á árum áður og þar voru jafnvel höf en þegar plánetan tapaði mestu af andrúmslofti sínu og breyttist í þá köldu og þurru plánetu sem við þekkjum í dag. Það hefur þó verið talið mögulegt að finna megi vatn, og jafnvel mikið vatn, undir yfirborði plánetunnar. Vísindamenn opinberuðu í sumar að fljótandi vatn hefði fundist undir yfirborði suðurskauts Mars. Það hefur ekki frosið né gufað upp vegna þess hve mikið salt er í því. Þá var talið ólíklegt að líf gæti fundist í vatninu. Þessi nýja rannsókn hófst eftir að Curiosity, vélmennið sem ekið er um Mars, vann efnasambönd sem þurfa mikið magn súrefnis til að verða til. Það er þó til mikið af lífverum hér á jörðinni sem þurfa ekki súrefni. Þó vísindamennirnir gefi ekki í skyn að niðurstöður þeirra séu til marks um að líf megi finna á Mars þykja þær til marks um að það sé líklegra en áður. Frekari upplýsingar má finna í umfjöllun Space.com. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58 Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. 11. október 2018 11:17 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Vísindamenn segja að saltvatn sem fundist hefur undir yfirborði Mars gæti innihaldið nægjanlegt súrefni fyrir örverur, álíka þeim og þekktust hér á jörðinni fyrir milljörðum ára. Slíkar örverur og jafnvel svampar gætu lifað af á yfirborði plánetunnar rauðu, samkvæmt nýrri rannsókn. AFP fréttaveitan ræddi við forsvarsmann rannsóknarinnar, Vlada Stamenkovic, sem segir að niðurstöður rannsóknar vísindamannanna gerbreyti skilningi manna á möguleikum lífs, bæði nú og áður, á Mars.Þar til nú hefur verið talið að hið litla magns súrefnis sem finna má á Mars gæti ekki stutt líf. Súrefni er um 0,14 prósent af andrúmslofti Mars, samanborið við 21 prósent hér á jörðinni. Vatn flæddi um yfirborð Mars á árum áður og þar voru jafnvel höf en þegar plánetan tapaði mestu af andrúmslofti sínu og breyttist í þá köldu og þurru plánetu sem við þekkjum í dag. Það hefur þó verið talið mögulegt að finna megi vatn, og jafnvel mikið vatn, undir yfirborði plánetunnar. Vísindamenn opinberuðu í sumar að fljótandi vatn hefði fundist undir yfirborði suðurskauts Mars. Það hefur ekki frosið né gufað upp vegna þess hve mikið salt er í því. Þá var talið ólíklegt að líf gæti fundist í vatninu. Þessi nýja rannsókn hófst eftir að Curiosity, vélmennið sem ekið er um Mars, vann efnasambönd sem þurfa mikið magn súrefnis til að verða til. Það er þó til mikið af lífverum hér á jörðinni sem þurfa ekki súrefni. Þó vísindamennirnir gefi ekki í skyn að niðurstöður þeirra séu til marks um að líf megi finna á Mars þykja þær til marks um að það sé líklegra en áður. Frekari upplýsingar má finna í umfjöllun Space.com.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58 Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. 11. október 2018 11:17 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07
Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58
Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. 11. október 2018 11:17