„Lagðist bara í sófann og fór að gráta“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. október 2018 16:15 „Það er eiginlega bara merkilegt að ég sé svona horaður miðað við hvað ég er að dröslast með og braska mikið yfir daginn til að verða mér úti um efnin án þess að þurfa að vera hrotti. Ég reyni að leggja svolítið upp úr því að fara ekki hrottalegu leiðina að þessu.“ Þetta segir ungur maður sem hefur undanfarið ár notað morfínskyld lyf í æð og er reglulegur gestur hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins.Getur ekki tekist á við áföllin Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar skipta hundruðum ár hvert. Líkt og stór hluti þeirra varð maðurinn, sem er aðeins rétt skriðinn yfir tvítugt, fyrir áfalli í æsku sem hann hefur aldrei náð að takast á við og glímir í dag við áfallastreituröskun. Hann leitaði snemma í kannabis og áfengi, en byrjaði að sprauta lyfjum í æð fyrir um ári síðan eftir röð áfalla, þegar hann missti kærustuna frá sér, besti vinur hans framdi sjálfsmorð og afi hans dó með nokkurra daga millibili. Hann er nú á vergangi, fær stundum inni hjá vinum sínum en gistir annars í gistiskýlinu við Lindargötu.Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirMeiri neyð, innbrot og kynlífsvinna Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, segir að samhliða átaki stjórnvalda til að draga úr framboði morfínskyldra lyfja á svörtum markaði hafi staða þeirra sem eru háðir efnunum orðið erfiðari. Eftirspurnin hætti ekki að vera til þó dregið sé úr framboðinu, þannig að verðið einfaldlega hækki og neyð fólks aukist. „Þegar efnin hækka svona mikið þurfa þau að hafa ennþá meira fyrir því að fjármagna efnin. Allir svona glæpir og þjófnaður sérstaklega eykst gríðarlega þegar efnin hækka. Það verða fleiri innbrot, meiri þjófnaður í búðum, meiri kynlífsvinna og bara meira hark,“ segir Svala. „Maður veit alveg af fólki sem fer bara að gömlum konum í hraðbönkum. Algjör siðblinda þar sko,“ segir maðurinn. Þú hefur ekki getað hugsað þér að gera það?„Nei, nei ég gæti það ekki sko. Einhvern tímann þegar ég var í versta standi sem ég man eftir þá man ég að ég labbaði hérna upp í Rauða kross og Svala var ekki við. Ég lagðist bara í sófann hérna og fór að gráta.“ Kíkt verður á vakt hjá Frú Ragnheiði í þætti kvöldsins í Íslandi í dag, farið yfir starfið og rætt bæði við sjálfboðaliða og ungan skjólstæðing. Þátturinn verður sýndur klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Ísland í dag Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Það er eiginlega bara merkilegt að ég sé svona horaður miðað við hvað ég er að dröslast með og braska mikið yfir daginn til að verða mér úti um efnin án þess að þurfa að vera hrotti. Ég reyni að leggja svolítið upp úr því að fara ekki hrottalegu leiðina að þessu.“ Þetta segir ungur maður sem hefur undanfarið ár notað morfínskyld lyf í æð og er reglulegur gestur hjá Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins.Getur ekki tekist á við áföllin Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar skipta hundruðum ár hvert. Líkt og stór hluti þeirra varð maðurinn, sem er aðeins rétt skriðinn yfir tvítugt, fyrir áfalli í æsku sem hann hefur aldrei náð að takast á við og glímir í dag við áfallastreituröskun. Hann leitaði snemma í kannabis og áfengi, en byrjaði að sprauta lyfjum í æð fyrir um ári síðan eftir röð áfalla, þegar hann missti kærustuna frá sér, besti vinur hans framdi sjálfsmorð og afi hans dó með nokkurra daga millibili. Hann er nú á vergangi, fær stundum inni hjá vinum sínum en gistir annars í gistiskýlinu við Lindargötu.Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirMeiri neyð, innbrot og kynlífsvinna Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar, segir að samhliða átaki stjórnvalda til að draga úr framboði morfínskyldra lyfja á svörtum markaði hafi staða þeirra sem eru háðir efnunum orðið erfiðari. Eftirspurnin hætti ekki að vera til þó dregið sé úr framboðinu, þannig að verðið einfaldlega hækki og neyð fólks aukist. „Þegar efnin hækka svona mikið þurfa þau að hafa ennþá meira fyrir því að fjármagna efnin. Allir svona glæpir og þjófnaður sérstaklega eykst gríðarlega þegar efnin hækka. Það verða fleiri innbrot, meiri þjófnaður í búðum, meiri kynlífsvinna og bara meira hark,“ segir Svala. „Maður veit alveg af fólki sem fer bara að gömlum konum í hraðbönkum. Algjör siðblinda þar sko,“ segir maðurinn. Þú hefur ekki getað hugsað þér að gera það?„Nei, nei ég gæti það ekki sko. Einhvern tímann þegar ég var í versta standi sem ég man eftir þá man ég að ég labbaði hérna upp í Rauða kross og Svala var ekki við. Ég lagðist bara í sófann hérna og fór að gráta.“ Kíkt verður á vakt hjá Frú Ragnheiði í þætti kvöldsins í Íslandi í dag, farið yfir starfið og rætt bæði við sjálfboðaliða og ungan skjólstæðing. Þátturinn verður sýndur klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Ísland í dag Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira