Rússar segja að riftun kjarnorkuvopnasamkomulagsins muni hafa alvarlegar afleiðingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2018 14:45 Flaugarnar sem samkomulagið bannaði voru mikilvægir hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Vísir/Getty Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga „mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. BBC greinir frá. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær, að hann hygðist draga Bandaríkin úr INF-samkomulaginu svokallaða sem Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev þáverandi leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna skrifuðu undir er Kalda var að líða undir lok. Samkomulagið er hluti fjölmargra samninga sem ríkin hafa gert undanfarna áratugi til þess að draga úr fjölda kjarnorkuvopna í heiminum. Felur það í sér að kjarnorkuvopn með stutta eða meðallanga drægni sem skotið er af jörðu niðri eru bönnuð en fjórum árum eftir að skrifað var undir samkomulagið höfðu ríkin tvö eytt um 2.700 slíkum vopnum. Trump segir að ástæður þess að Bandaríkin ætli að rifta samkomulaginu séu þær að Rússar hafi ekki virt samkomulagið og þróað vopn sem séu bönnuð samkvæmt skilmálum samningsins. Árið 2007 lýsti Vladimír Pútín því yfir að samningurinn þjónaði ekki lengur hagsmunum Rússa. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna íhugaði árið 2014 að rifta samkomulagi vegna meintra prófana Rússa vopnum sem samkomulagið bannar. „Ég held að alþjóðasamfélagið geti ekki skilið þessa ákvörðun og hún mæta fordæmingu,“ sagði Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands sem sagði að samkomulagið væri mjög mikilvægt til þess að viðhalda öryggi og stöðugleika í heiminum. Þá sagði hann að áætlanir um að rifta samkomulaginu væri tilraun til kúgunar af hálfu Bandaríkjamanna, til þess að fá Rússa til þess að koma að samningaborðinu Sagði hann að yrði samkomulaginu rift myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá höfum við ekkert val og verðum að grípa til aðgerða, þar með talið með hernaðartækni,“ sagði Ryabkov sem bætti við að Rússar hefðu í raun ekki áhuga á slíku. Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt áætlanir stjórnvalda í Bandaríkjunum um að rifta kjarnorkuvopnasamkomulagi ríkjanna frá árinu 1987. Bandaríkin séu með þessu að stíga „mjög hættulegt skref“ sem muni kalla á aðgerðir af hálfu Rússlands. BBC greinir frá. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær, að hann hygðist draga Bandaríkin úr INF-samkomulaginu svokallaða sem Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev þáverandi leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna skrifuðu undir er Kalda var að líða undir lok. Samkomulagið er hluti fjölmargra samninga sem ríkin hafa gert undanfarna áratugi til þess að draga úr fjölda kjarnorkuvopna í heiminum. Felur það í sér að kjarnorkuvopn með stutta eða meðallanga drægni sem skotið er af jörðu niðri eru bönnuð en fjórum árum eftir að skrifað var undir samkomulagið höfðu ríkin tvö eytt um 2.700 slíkum vopnum. Trump segir að ástæður þess að Bandaríkin ætli að rifta samkomulaginu séu þær að Rússar hafi ekki virt samkomulagið og þróað vopn sem séu bönnuð samkvæmt skilmálum samningsins. Árið 2007 lýsti Vladimír Pútín því yfir að samningurinn þjónaði ekki lengur hagsmunum Rússa. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna íhugaði árið 2014 að rifta samkomulagi vegna meintra prófana Rússa vopnum sem samkomulagið bannar. „Ég held að alþjóðasamfélagið geti ekki skilið þessa ákvörðun og hún mæta fordæmingu,“ sagði Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands sem sagði að samkomulagið væri mjög mikilvægt til þess að viðhalda öryggi og stöðugleika í heiminum. Þá sagði hann að áætlanir um að rifta samkomulaginu væri tilraun til kúgunar af hálfu Bandaríkjamanna, til þess að fá Rússa til þess að koma að samningaborðinu Sagði hann að yrði samkomulaginu rift myndi það hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá höfum við ekkert val og verðum að grípa til aðgerða, þar með talið með hernaðartækni,“ sagði Ryabkov sem bætti við að Rússar hefðu í raun ekki áhuga á slíku.
Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússa Bandaríkin munu rifta kjarnorkusamkomulagi við Rússland. Þetta staðfesti Donald Trump Bandaríkjaforseti við fjölmiðla vestanhafs í dag. 20. október 2018 21:45