Trump segir að blekkingar og lygar hafi átt sér stað í tengslum við dauða Khashoggi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2018 07:49 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar.Í viðtali við Washington Post sem birtist á vefsíðu blaðsins í nótt að íslenskum tíma sagði Trump að „augljóslega hafa blekkingar átt sér stað, lygar hafa átt sér stað“ um skýringar Sádi-Araba. Yfirvöld í Sádi-Arabaíu staðfestu andlát Khashoggi um helgina og sögðu hann hafa látist í áflogum inni á ræðismannaskrifstofu Sádi-Araba í Tyrklandi. Þarlend lögregluyfirvöld halda því þó fram að hann hafi verið myrtur og lík hans bútað í sundur. Hafa þau heitið því að komast til botns í málinu en tyrknesk yfirvöld eru sögð búa yfir hljóð- og myndupptökum sem varpi nánari ljósi á það hvað gerðist inni á skrifstofunni. Skýringar Sádi-Araba hafa þótt ótrúverðugar og í gær gerði Angela Merkel þá kröfu um að yfirvöld í Sádi-Arabíu geri hreint fyrir sínum dyrum vegna málsins og virðist sem svo að Trump taki undir það í viðtalinu við Post.Í gær sagði Trump við blaðamenn að hann teldi skýringar Sádí-Araba trúverðugar en í frétt Post segir að Trump hafi á sama tíma harmað það við ráðgjafa sína hversu náið samband er á milli Jared Kushner, tengdasonar Trump sem er einn hans nánasti ráðgjafi, og krónprinsins Mohammed bin Salman, sem stýrir Sádí-Arabíu, og hefur verið bendlaður við einhvers konar aðild að bana Khashoggi. Í viðtalinu segir Trump að enn sem komið er hafi engin sýnt fram á það að bin Salman hafi haft eitthvað með dauða Khashoggi að gera og sagði Trump að Sádí-Arabía væri „frábær bandamaður“. Sagði Trump að ekki kæmi til greina að hætta við risavaxinn vopnasölusamning Bandaríkjanna og Sádí-Araba vegna málsins en bætti þó við að „að eitthvað yrði gert“. Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. október 2018 16:12 Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41 Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að. 20. október 2018 19:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt útskýringar Sádí-Araba á því hvernig blaðamaðurinn Jamal Khashoggi lést eftir að hafa í gær sagt að þær væru trúverðugar.Í viðtali við Washington Post sem birtist á vefsíðu blaðsins í nótt að íslenskum tíma sagði Trump að „augljóslega hafa blekkingar átt sér stað, lygar hafa átt sér stað“ um skýringar Sádi-Araba. Yfirvöld í Sádi-Arabaíu staðfestu andlát Khashoggi um helgina og sögðu hann hafa látist í áflogum inni á ræðismannaskrifstofu Sádi-Araba í Tyrklandi. Þarlend lögregluyfirvöld halda því þó fram að hann hafi verið myrtur og lík hans bútað í sundur. Hafa þau heitið því að komast til botns í málinu en tyrknesk yfirvöld eru sögð búa yfir hljóð- og myndupptökum sem varpi nánari ljósi á það hvað gerðist inni á skrifstofunni. Skýringar Sádi-Araba hafa þótt ótrúverðugar og í gær gerði Angela Merkel þá kröfu um að yfirvöld í Sádi-Arabíu geri hreint fyrir sínum dyrum vegna málsins og virðist sem svo að Trump taki undir það í viðtalinu við Post.Í gær sagði Trump við blaðamenn að hann teldi skýringar Sádí-Araba trúverðugar en í frétt Post segir að Trump hafi á sama tíma harmað það við ráðgjafa sína hversu náið samband er á milli Jared Kushner, tengdasonar Trump sem er einn hans nánasti ráðgjafi, og krónprinsins Mohammed bin Salman, sem stýrir Sádí-Arabíu, og hefur verið bendlaður við einhvers konar aðild að bana Khashoggi. Í viðtalinu segir Trump að enn sem komið er hafi engin sýnt fram á það að bin Salman hafi haft eitthvað með dauða Khashoggi að gera og sagði Trump að Sádí-Arabía væri „frábær bandamaður“. Sagði Trump að ekki kæmi til greina að hætta við risavaxinn vopnasölusamning Bandaríkjanna og Sádí-Araba vegna málsins en bætti þó við að „að eitthvað yrði gert“.
Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. október 2018 16:12 Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41 Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að. 20. október 2018 19:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Tyrkir heita því að komast til botns í máli Khashoggi Talsmaður ríkisstjórnarflokks Tyrklands hefur heitið því að tyrknesk stjórnvöld muni komast til botns í máli sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. október 2018 16:12
Trump segir skýringar Sáda á dauða Khashoggi trúverðugar Rkissjónvarp Sádi-arabíu staðfesti andlát blaðamannsins Jamal Khashoggi í gær. 20. október 2018 10:41
Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að. 20. október 2018 19:08
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“