Fjórir menn nálguðust McConnell og hreyttu ókvæðisorðum að honum. Þá hvöttu þeir þingmanninn til þess að yfirgefa Bandaríkin. Samkvæmt sjónarvottum tók einn mannanna poka sem innihélt afgangsmat af borði McConnells og henti út um dyr veitingastaðarins.
Þegar uppákomunni var lokið þakkaði McConnell þeim sem stóðu með honum og tók í hendur þeirra.
McConnell er afar umdeildur í bandarískum stjórnmálum en hann hefur meðal annars látið hafa eftir sér að helsta orsök himinhárra ríkisskulda Bandaríkjanna séu félagsleg úrræði og verkefni sem snúa að því að ríkið aðstoði hina bágstaddari meðlimi bandarísks samfélags.
Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.