Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 18:37 Grunur er um að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp og þeirra nú leitað. Vísir/Egill Tveir eru í haldi lögreglu vegna brunans sem upp kom í einbýlishúsi á Kirkjuvegi á Selfossi skömmu fyrir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að húsráðandi og gestkomandi kona séu í haldi. Grunur er um að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp og þeirra nú leitað. Jóhann K. Jóhannsson var í beinni útsendingu frá vettvangi í fréttum Stöðvar 2 og ræddi við Pétur Pétursson slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu.Slökkvistarf stendur enn yfir en mikill eldur var í húsinu og ekki unnt fyrir slökkvilið að komast inn vegna gríðarlegs hita. „Sérfræðingar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir til aðstoðar við rannsókn málsins. Slökkvistarf stendur enn yfir. Vettvangur verður lokaður óviðkomandi eftir að því lýkur vegna vettvangsrannsóknar, “ segir í tilkynningu lögreglu. Frekari upplýsingar sé ekki unnt að veita að sinni.Vísir/egillAlelda þegar slökkvilið mætti á staðinn Slökkvilið frá Selfossi og Hveragerði voru kölluð út klukkan 15:53 og var húsið alelda þegar þeir mættu á staðinn um fjögur í dag. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að reykkafarar hafi átt erfitt með að athafna sig sökum hita á efri hæð hússins, auk þess að litlar sprengingar hafi orðið í húsinu. Reykræsting hófst um klukkan 19:30.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:36.Stjórnendur slökkviliðs, lögreglu og sjúkraflutninga ráða ráðum sínum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonLögreglan á Suðurlandi hefur beðið vegfarendur að halda sig frá vettvangi til að trufla ekki störf viðbragðsaðila. Nágrannar eru beðnir um að loka gluggum hjá sér til að varna þess að fá eitraðar gufur inn í hús. Fólk er beðið að leita til Heilbrigðisstofnanna ef það finnur fyrir öndunaróþægindum og leita til tryggingarfélaga ef það telur húsnæði sitt hafa orðið fyrir reykskemmdum. Pétur segir að búið sé að slökkva eldinn að mestu og hefur verið notast er körfubíla við slökkvistarf til að koma í veg fyrir að agnir dreifist úr þaki hússins, en mögulegt er að það finnist asbest þó að það sé ekki vitað með vissu. Gengið sé út frá því við slökkvistarf að einn eða tveir séu inni í húsinu. Þá þurfi að gæta að því að spilla ekki rannsóknarhagsmunum en það sé erfitt í baráttunni við eldinn. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Tveir eru í haldi lögreglu vegna brunans sem upp kom í einbýlishúsi á Kirkjuvegi á Selfossi skömmu fyrir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að húsráðandi og gestkomandi kona séu í haldi. Grunur er um að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp og þeirra nú leitað. Jóhann K. Jóhannsson var í beinni útsendingu frá vettvangi í fréttum Stöðvar 2 og ræddi við Pétur Pétursson slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu.Slökkvistarf stendur enn yfir en mikill eldur var í húsinu og ekki unnt fyrir slökkvilið að komast inn vegna gríðarlegs hita. „Sérfræðingar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðir til aðstoðar við rannsókn málsins. Slökkvistarf stendur enn yfir. Vettvangur verður lokaður óviðkomandi eftir að því lýkur vegna vettvangsrannsóknar, “ segir í tilkynningu lögreglu. Frekari upplýsingar sé ekki unnt að veita að sinni.Vísir/egillAlelda þegar slökkvilið mætti á staðinn Slökkvilið frá Selfossi og Hveragerði voru kölluð út klukkan 15:53 og var húsið alelda þegar þeir mættu á staðinn um fjögur í dag. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að reykkafarar hafi átt erfitt með að athafna sig sökum hita á efri hæð hússins, auk þess að litlar sprengingar hafi orðið í húsinu. Reykræsting hófst um klukkan 19:30.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:36.Stjórnendur slökkviliðs, lögreglu og sjúkraflutninga ráða ráðum sínum.Vísir/Jóhann K. JóhannssonLögreglan á Suðurlandi hefur beðið vegfarendur að halda sig frá vettvangi til að trufla ekki störf viðbragðsaðila. Nágrannar eru beðnir um að loka gluggum hjá sér til að varna þess að fá eitraðar gufur inn í hús. Fólk er beðið að leita til Heilbrigðisstofnanna ef það finnur fyrir öndunaróþægindum og leita til tryggingarfélaga ef það telur húsnæði sitt hafa orðið fyrir reykskemmdum. Pétur segir að búið sé að slökkva eldinn að mestu og hefur verið notast er körfubíla við slökkvistarf til að koma í veg fyrir að agnir dreifist úr þaki hússins, en mögulegt er að það finnist asbest þó að það sé ekki vitað með vissu. Gengið sé út frá því við slökkvistarf að einn eða tveir séu inni í húsinu. Þá þurfi að gæta að því að spilla ekki rannsóknarhagsmunum en það sé erfitt í baráttunni við eldinn.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09