FH-ingar staðfestu þetta í kvöld en samningur Gunnars við FH rann út eftir ný yfirstaðið tímabil. Hann hefur nú skrifað undir nýjan tveggja ára samning.
Færeyski landsliðsmarkvörðurinn kom fyrst til landsins sumarið 2015 þegar hann spilað með Stjörnunni í eitt tímabil. Síðustu þrjú tímabil hefur hann svo leikið með Fimleikafélaginu.
FH lenti í fimmta sæti Pepsi-deildainnar á síðustu leiktíð en hefur eftir tímabilið sótt varnarmennina Guðmann Þórisson og Brynjar Ásgeir Guðmundsson.
Gunnar Nielsen skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við FH sem gildir út tímabilið 2020. #ViðerumFH #fotboltinet pic.twitter.com/rc9MDCf1FD
— FHingar.net (@fhingar) October 31, 2018