Tekjulaus en með milljón undir rúminu og hálfa í rassvasanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2018 09:15 Tesla Model S árgerð 2014 sem Friðrik Árni keypti fyrir Hafþór á 46 þúsund evrur í Litháen. Getty/Daniel Acker Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag en Hafþór er ákærður ásamt öðrum karlmanni á fertugsaldri, Friðriki Árna Pedersen, sem virðist hafa gengið erinda Hafþórs með illa fengið fé. Friðrik neitar sömuleiðis ásökunum um peningaþvætti. Brot mannanna varða allt að sex ára fangelsi en Hafþór hefur ítrekað komist í kast við lögin meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot. Í ákæru á hendur tvímenningunum segir að Hafþór hafi um nokkurt skeið, þar til í maí 2017, aflað sér rúmlega átta milljóna króna ávinnings með refsiverðum brotum. Þau eru ekki tilgreind en vísað til dómafordæmis þess efnis að ekki þurfi að liggja fyrir um hvaða frumbrot ræðir, þ.e. hvaðan peningarnir komu. Telur héraðssaksóknari skattskýrslur Hafþórs og sambýliskonu hans meðal annars sýna fram á að peningarnir séu illa fengnir. Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært er fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu. Bílakaup í Litháen Hafþór er sagður hafa notað hluta af milljónunum átta til að kaupa Tesla Model S bíl, árgerð 2014. Var hún keypt í Litháen í apríl 2017 og var greitt fyrir hana í reiðufé, 46 þúsund evrur eða sem svarar til 5,6 milljóna króna. Hluti peninganna sem nýttur var til að kaupa Tesluna fékkst með greiðslu frá tryggingafélaginu VÍS vegna tjóns á Audi bíl sem Friðrik keypti fyrir Hafþór í júlí 2016. Þann bíl keypti Hafþór sömuleiðis með illa fengnu fé að því er segir í ákærunni.Friðrik er ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við samtals 5,6 milljónum króna frá Hafþóri Loga og skipt þeim, samkvæmt fyrirmælum hans, í 46 þúsund evrur í útibúi Íslandsbanka í apríl 2017. Í framhaldinu afhenti hann Hafþóri Loga peningana. Segir í ákæru héraðssaksóknara að Friðriki hafi ekki getað dulist að um væri að ræða illa fengið fé, ávinning af refsiverðum brotum. Hluti peninganna var fenginn með fyrrnefndi greiðslu frá VÍS vegna tjóns á Audi bíl sem maðurinn keypti sömuleiðis fyrir Hafþór. Augljóst hafi verið að sá bíll var keyptur fyrir illa fengið fé.Gerir héraðssaksóknari þá kröfu að Hafþóri Loga verði gert að sæta upptöku á 2,5 milljónum sem lögregla lagði hald á við húsleitina. Sömuleiðis að Teslan verði gerði upptæk.Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag.vísir/hannaLög um peningaþvætti rýmkuðÁkæru héraðssaksóknara fylgja röksemdir um málsóknina þar sem útskýrt er nánar hvers vegna mennirnir séu ákærðir jafnvel þótt ekki liggi fullkomlega fyrir hvernig peningarnir hafi verið illa fengnir.Þannig séu lög um peningaþvætti frá árinu 1997 og hafi á þeim tíma verið takmarkað við afrakstur brota gegn almennum hegningarlögum. Með lögum frá 2009 hafi gildissvið ákvæðisins verið rýmkað til muna og nái ákvæðið nú til allra refsiverða brota auk þess sem refsihámark var hækkað í sex ár.Með dómi í sambærilegu máli árið 2001 í Hæstarétti sé komið fordæmi um að ekki þurfi að liggja fyrir um hvaða frumbrot sé að ræða, þ.e. hvernig mennirnir brutu lögin til að komast yfir peningana.Töluverð aukning virðist í steranotkun á Íslandi þessi misserin. Ætlaðir sterar fundust á heimili Hafþórs.GettySterar, fíkniefni og eggvopnÍ fyrrnefndri húsleit í einbýlishúsinu í Kórahverfi, sem lögregla lagðist í í tengslum við handtöku Hafþórs í öðru máli, fundust, auk peninganna, ætlaðir sterar, ætluð fíkniefni og ýmis eggvopn. Þá var einnig lagt hald á gögn er vörðuðu innflutning á fyrrnefndri Teslu, frá Litháen.Samkvæmt skattframtali voru einu tekjur Hafþórs Loga árið 2015 greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, tæpar 1,2 milljónir króna. Hafþór og sambýliskona hans voru samsköttuð og hafði hún rúma eina milljón í tekjur. Innistæður þeirra í banka námu tæpum 700 þúsund krónur. Engar eignir voru taldar fram og námu skuldir þeirra 3,2 milljónum króna.Samkvæmt skattframtali voru einu tekjur Hafþórs Loga árið 2016 greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, rúmar 2,6 milljónir króna. Hafþór og sambýliskona hans voru samsköttuð og hafði hún rúma 1,1 milljón í tekjur. Innistæður þeirra í banka námu 1,3 milljónum króna. Engar eignir voru taldar fram og námu skuldir þeirra 2,9 milljónum króna.Kvittun fyrir kaupum á Teslunni fundust á heimilinu en Hafþór og einkahlutafélagið F234, sem skráð er með sama lögheimili og Hafþór, voru skráðir kaupendur. Kaupverðið var sem fyrr segir 46 þúsund evrur, um 5,6 milljónir króna á gengi þess tíma. Hafþór Logi sagðist við yfirheyrslur hafa fjármagnað kaupin með bótum frá VÍS vegna Audi bílsins og með láni í reiðufé frá ónefndum aðila. Audi-bíllinn var skráður á Friðrik. Hafþór sagði það vera vegna þess að sjálfur væri hann gjaldþrota og gæti ekki átt neinar eignir.Frétt DV frá árinu 2012 þegar Hafþór var dæmdur í tveggja ára fangelsi í fíkniefnamáli. Dómurinn var þyngdur um hálft ár í Hæstarétti.DV.isMargdæmdur og brot tengd fíkniefnum Samkvæmt skattframtali Friðriks fyrir tekjuárið 2016 keypti hann Audi bílinn í júlí 2016 á 2,9 milljónir króna. Á skattframtali fyrir tekjuárið 2017 kemur fram að bíllinn var seldur VÍS fyrir 2,2 milljónir króna. Friðrik Árni var skráður eigandi bílsins frá því 4. apríl 2016 til 10. apríl 2017. Friðrik og Hafþór segja báðir að Hafþór hafi verið raunverulegur eigandi bílsins.Þann 10. apríl millifærði VÍS 2,1 milljón króna inn á bankareikning Friðriks. Degi síðar lagði Friðrik Árni 2,5 milljónir króna inn á sama bankareikning. Degi síðar keypti Friðrik 46 þúsund evrur hjá Íslandsbanka fyrir samtals 5,6 milljónir króna. Kaupin fjármagnaði hann með úttekt upp á 5,3 milljónir króna en afganginn með á þriðja hundrað þúsund í reiðufé.Hafþór logi hefur hlotið ellefu dóma frá desember 2003. Meðal annars fyrir þjófnað, fjársvik, fíkniefnalagabrot, valdstjórnarbrot og innflutning til söludreifingar. Árið 2012 hlaut hann 30 mánaða dóm í Hæstarétti fyrir aðild að innflutningi fíkniefna en burðardýrið var eldri maður sem bar að hann hefði verið þvingaður til að flytja inn efnin. Í maí í fyrra var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Sömuleiðis í janúar síðastliðnum í sex mánaða fangelsi fyrir aðild að umfangsmiklu kókaín- og steramáli. Sá dómur var skilorðsbundinn til tveggja ára. Tafðist málið meðal annars vegna þess að tveir af ákærðu í málinu létust.Voru brot Hafþórs í þessum málum til þess að hafa í för með sér verulegan fjárhagslegan ávinning, segir í ákæru héraðssaksóknara.Reikna má með að dómur í máli Hafþórs og Friðriks verði kveðinn upp innan fjögurra vikna.Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam.Instagram @haffilogiEinn grunuðu í Bitcoin-málinu Hafþór þarf í desember að taka til varna í öðru máli héraðssaksóknara gegn sér. Um er að ræða eitt umfangsmesta þjófnaðarmál Íslandssögunnar þar sem sjö eru ákærðir fyrir þjófnað úr gagnaverum í kringum síðastliðinn áramót. Í heildina var stolið 2.250 tölvuíhlutum, þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn.Sindri Þór Stefánsson, sem yfirgaf land í vor áður en gæsluvarðhald yfir honum var framlengt, er einn ákærðu. Sindri Þór náðist af lögreglu í Amsterdam en Hafþór Logi birti mynd af þeim saman í Amsterdam um það leiti sem lögregla hafði hendur í hári Sindra. Hafþór sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að myndbirtingin hefði verið stuðningsyfirlýsing við Sindra. Bitcoin-málið verður tekið til aðalmeðferðar í héraði í desember. Hafþór er búsettur á Spáni þar sem hann ekur um á glæsilegum Benz og virðist njóta lífsins samkvæmt því sem fram kemur á Instagram-reikningi hans sem fimm þúsund manns fylgjast með. Sindri flutti sömuleiðis nýlega til Spánar en hann greiddi 2,5 milljónir króna á dögunum í tryggingu vegna farbanns sem hann sætti sökum Bitcoin-málsins.Uppfært klukkan 13:38 Í fyrri útgáfu fréttar sagði að Hafþór æki um á Porsche á Spáni. Hið rétt er að hann átti Porsche á Íslandi en ekur nú um á Benz á Spáni. Dómsmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Þvingaður til að flytja efnið inn Þrír menn hafa verið dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir smygl á tæpu kílói af mjög hreinu kókaíni. Þá var maður á áttræðisaldri dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja efnið til landsins. 13. apríl 2012 11:00 Eldri borgari segist hafa verið þvingaður til fíkniefnainnflutnings Þrír karlmenn voru dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sá sem hlaut þyngsta dóminn heitir Andri Þór Eyjólfsson fæddur 1987. 12. apríl 2012 16:00 Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Kókaínmaður í þriggja ára fangelsi Hæstiréttur dæmdi í dag fjóra menn fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni frá Danmörku í febrúar 2010. 15. nóvember 2012 16:42 Umfangsmikið kókaín- og steramál frestast þar sem tveir ákærðu eru látnir Einn ákærðu hlaut þrjátíu mánaða dóm fyrir innflutning á kókaíni fyrir tæpum fimm árum. Hann er nú sakaður um að skipuleggja innflutning á rúmlega fjórum kílóum af kókaíni. 14. júní 2017 09:30 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hafþór Logi Hlynsson neitar sök í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir peningaþvætti. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag en Hafþór er ákærður ásamt öðrum karlmanni á fertugsaldri, Friðriki Árna Pedersen, sem virðist hafa gengið erinda Hafþórs með illa fengið fé. Friðrik neitar sömuleiðis ásökunum um peningaþvætti. Brot mannanna varða allt að sex ára fangelsi en Hafþór hefur ítrekað komist í kast við lögin meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot. Í ákæru á hendur tvímenningunum segir að Hafþór hafi um nokkurt skeið, þar til í maí 2017, aflað sér rúmlega átta milljóna króna ávinnings með refsiverðum brotum. Þau eru ekki tilgreind en vísað til dómafordæmis þess efnis að ekki þurfi að liggja fyrir um hvaða frumbrot ræðir, þ.e. hvaðan peningarnir komu. Telur héraðssaksóknari skattskýrslur Hafþórs og sambýliskonu hans meðal annars sýna fram á að peningarnir séu illa fengnir. Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært er fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu. Bílakaup í Litháen Hafþór er sagður hafa notað hluta af milljónunum átta til að kaupa Tesla Model S bíl, árgerð 2014. Var hún keypt í Litháen í apríl 2017 og var greitt fyrir hana í reiðufé, 46 þúsund evrur eða sem svarar til 5,6 milljóna króna. Hluti peninganna sem nýttur var til að kaupa Tesluna fékkst með greiðslu frá tryggingafélaginu VÍS vegna tjóns á Audi bíl sem Friðrik keypti fyrir Hafþór í júlí 2016. Þann bíl keypti Hafþór sömuleiðis með illa fengnu fé að því er segir í ákærunni.Friðrik er ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við samtals 5,6 milljónum króna frá Hafþóri Loga og skipt þeim, samkvæmt fyrirmælum hans, í 46 þúsund evrur í útibúi Íslandsbanka í apríl 2017. Í framhaldinu afhenti hann Hafþóri Loga peningana. Segir í ákæru héraðssaksóknara að Friðriki hafi ekki getað dulist að um væri að ræða illa fengið fé, ávinning af refsiverðum brotum. Hluti peninganna var fenginn með fyrrnefndi greiðslu frá VÍS vegna tjóns á Audi bíl sem maðurinn keypti sömuleiðis fyrir Hafþór. Augljóst hafi verið að sá bíll var keyptur fyrir illa fengið fé.Gerir héraðssaksóknari þá kröfu að Hafþóri Loga verði gert að sæta upptöku á 2,5 milljónum sem lögregla lagði hald á við húsleitina. Sömuleiðis að Teslan verði gerði upptæk.Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag.vísir/hannaLög um peningaþvætti rýmkuðÁkæru héraðssaksóknara fylgja röksemdir um málsóknina þar sem útskýrt er nánar hvers vegna mennirnir séu ákærðir jafnvel þótt ekki liggi fullkomlega fyrir hvernig peningarnir hafi verið illa fengnir.Þannig séu lög um peningaþvætti frá árinu 1997 og hafi á þeim tíma verið takmarkað við afrakstur brota gegn almennum hegningarlögum. Með lögum frá 2009 hafi gildissvið ákvæðisins verið rýmkað til muna og nái ákvæðið nú til allra refsiverða brota auk þess sem refsihámark var hækkað í sex ár.Með dómi í sambærilegu máli árið 2001 í Hæstarétti sé komið fordæmi um að ekki þurfi að liggja fyrir um hvaða frumbrot sé að ræða, þ.e. hvernig mennirnir brutu lögin til að komast yfir peningana.Töluverð aukning virðist í steranotkun á Íslandi þessi misserin. Ætlaðir sterar fundust á heimili Hafþórs.GettySterar, fíkniefni og eggvopnÍ fyrrnefndri húsleit í einbýlishúsinu í Kórahverfi, sem lögregla lagðist í í tengslum við handtöku Hafþórs í öðru máli, fundust, auk peninganna, ætlaðir sterar, ætluð fíkniefni og ýmis eggvopn. Þá var einnig lagt hald á gögn er vörðuðu innflutning á fyrrnefndri Teslu, frá Litháen.Samkvæmt skattframtali voru einu tekjur Hafþórs Loga árið 2015 greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, tæpar 1,2 milljónir króna. Hafþór og sambýliskona hans voru samsköttuð og hafði hún rúma eina milljón í tekjur. Innistæður þeirra í banka námu tæpum 700 þúsund krónur. Engar eignir voru taldar fram og námu skuldir þeirra 3,2 milljónum króna.Samkvæmt skattframtali voru einu tekjur Hafþórs Loga árið 2016 greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, rúmar 2,6 milljónir króna. Hafþór og sambýliskona hans voru samsköttuð og hafði hún rúma 1,1 milljón í tekjur. Innistæður þeirra í banka námu 1,3 milljónum króna. Engar eignir voru taldar fram og námu skuldir þeirra 2,9 milljónum króna.Kvittun fyrir kaupum á Teslunni fundust á heimilinu en Hafþór og einkahlutafélagið F234, sem skráð er með sama lögheimili og Hafþór, voru skráðir kaupendur. Kaupverðið var sem fyrr segir 46 þúsund evrur, um 5,6 milljónir króna á gengi þess tíma. Hafþór Logi sagðist við yfirheyrslur hafa fjármagnað kaupin með bótum frá VÍS vegna Audi bílsins og með láni í reiðufé frá ónefndum aðila. Audi-bíllinn var skráður á Friðrik. Hafþór sagði það vera vegna þess að sjálfur væri hann gjaldþrota og gæti ekki átt neinar eignir.Frétt DV frá árinu 2012 þegar Hafþór var dæmdur í tveggja ára fangelsi í fíkniefnamáli. Dómurinn var þyngdur um hálft ár í Hæstarétti.DV.isMargdæmdur og brot tengd fíkniefnum Samkvæmt skattframtali Friðriks fyrir tekjuárið 2016 keypti hann Audi bílinn í júlí 2016 á 2,9 milljónir króna. Á skattframtali fyrir tekjuárið 2017 kemur fram að bíllinn var seldur VÍS fyrir 2,2 milljónir króna. Friðrik Árni var skráður eigandi bílsins frá því 4. apríl 2016 til 10. apríl 2017. Friðrik og Hafþór segja báðir að Hafþór hafi verið raunverulegur eigandi bílsins.Þann 10. apríl millifærði VÍS 2,1 milljón króna inn á bankareikning Friðriks. Degi síðar lagði Friðrik Árni 2,5 milljónir króna inn á sama bankareikning. Degi síðar keypti Friðrik 46 þúsund evrur hjá Íslandsbanka fyrir samtals 5,6 milljónir króna. Kaupin fjármagnaði hann með úttekt upp á 5,3 milljónir króna en afganginn með á þriðja hundrað þúsund í reiðufé.Hafþór logi hefur hlotið ellefu dóma frá desember 2003. Meðal annars fyrir þjófnað, fjársvik, fíkniefnalagabrot, valdstjórnarbrot og innflutning til söludreifingar. Árið 2012 hlaut hann 30 mánaða dóm í Hæstarétti fyrir aðild að innflutningi fíkniefna en burðardýrið var eldri maður sem bar að hann hefði verið þvingaður til að flytja inn efnin. Í maí í fyrra var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Sömuleiðis í janúar síðastliðnum í sex mánaða fangelsi fyrir aðild að umfangsmiklu kókaín- og steramáli. Sá dómur var skilorðsbundinn til tveggja ára. Tafðist málið meðal annars vegna þess að tveir af ákærðu í málinu létust.Voru brot Hafþórs í þessum málum til þess að hafa í för með sér verulegan fjárhagslegan ávinning, segir í ákæru héraðssaksóknara.Reikna má með að dómur í máli Hafþórs og Friðriks verði kveðinn upp innan fjögurra vikna.Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam.Instagram @haffilogiEinn grunuðu í Bitcoin-málinu Hafþór þarf í desember að taka til varna í öðru máli héraðssaksóknara gegn sér. Um er að ræða eitt umfangsmesta þjófnaðarmál Íslandssögunnar þar sem sjö eru ákærðir fyrir þjófnað úr gagnaverum í kringum síðastliðinn áramót. Í heildina var stolið 2.250 tölvuíhlutum, þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn.Sindri Þór Stefánsson, sem yfirgaf land í vor áður en gæsluvarðhald yfir honum var framlengt, er einn ákærðu. Sindri Þór náðist af lögreglu í Amsterdam en Hafþór Logi birti mynd af þeim saman í Amsterdam um það leiti sem lögregla hafði hendur í hári Sindra. Hafþór sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að myndbirtingin hefði verið stuðningsyfirlýsing við Sindra. Bitcoin-málið verður tekið til aðalmeðferðar í héraði í desember. Hafþór er búsettur á Spáni þar sem hann ekur um á glæsilegum Benz og virðist njóta lífsins samkvæmt því sem fram kemur á Instagram-reikningi hans sem fimm þúsund manns fylgjast með. Sindri flutti sömuleiðis nýlega til Spánar en hann greiddi 2,5 milljónir króna á dögunum í tryggingu vegna farbanns sem hann sætti sökum Bitcoin-málsins.Uppfært klukkan 13:38 Í fyrri útgáfu fréttar sagði að Hafþór æki um á Porsche á Spáni. Hið rétt er að hann átti Porsche á Íslandi en ekur nú um á Benz á Spáni.
Dómsmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Þvingaður til að flytja efnið inn Þrír menn hafa verið dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir smygl á tæpu kílói af mjög hreinu kókaíni. Þá var maður á áttræðisaldri dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja efnið til landsins. 13. apríl 2012 11:00 Eldri borgari segist hafa verið þvingaður til fíkniefnainnflutnings Þrír karlmenn voru dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sá sem hlaut þyngsta dóminn heitir Andri Þór Eyjólfsson fæddur 1987. 12. apríl 2012 16:00 Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Kókaínmaður í þriggja ára fangelsi Hæstiréttur dæmdi í dag fjóra menn fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni frá Danmörku í febrúar 2010. 15. nóvember 2012 16:42 Umfangsmikið kókaín- og steramál frestast þar sem tveir ákærðu eru látnir Einn ákærðu hlaut þrjátíu mánaða dóm fyrir innflutning á kókaíni fyrir tæpum fimm árum. Hann er nú sakaður um að skipuleggja innflutning á rúmlega fjórum kílóum af kókaíni. 14. júní 2017 09:30 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þvingaður til að flytja efnið inn Þrír menn hafa verið dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir smygl á tæpu kílói af mjög hreinu kókaíni. Þá var maður á áttræðisaldri dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja efnið til landsins. 13. apríl 2012 11:00
Eldri borgari segist hafa verið þvingaður til fíkniefnainnflutnings Þrír karlmenn voru dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sá sem hlaut þyngsta dóminn heitir Andri Þór Eyjólfsson fæddur 1987. 12. apríl 2012 16:00
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04
Kókaínmaður í þriggja ára fangelsi Hæstiréttur dæmdi í dag fjóra menn fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni frá Danmörku í febrúar 2010. 15. nóvember 2012 16:42
Umfangsmikið kókaín- og steramál frestast þar sem tveir ákærðu eru látnir Einn ákærðu hlaut þrjátíu mánaða dóm fyrir innflutning á kókaíni fyrir tæpum fimm árum. Hann er nú sakaður um að skipuleggja innflutning á rúmlega fjórum kílóum af kókaíni. 14. júní 2017 09:30
Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41