Bandarískar „aðkomuhátíðir“ komnar til að vera í íslenskum verslunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2018 16:01 Aukning hefur orðið í sölu á vörum tengdum Valentínusardeginum og hrekkjavökunni, að sögn framkvæmdastjóra Bónuss. Mynd/Samsett Sala á vörum tengdum hrekkjavökunni, og öðrum „aðkomuhátíðum“ á Íslandi, hefur aukist gríðarlega undanfarin ár, að sögn framkvæmdastjóra Bónus. Aðrar íslenskar verslanir virðast hafa sömu sögu að segja ef marka má birgðastöðu verslana á graskerjum í aðdraganda hrekkjavökunnar. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins í vikunni að grasker væru víða uppseld á landinu en Íslendingar virðast nú skera þau út að bandarískum sið í auknum mæli. Á mánudag voru grasker til að mynda uppseld í verslunum Krónunnar, Hagkaups og Fjarðarkaupa, og nær alveg ófáanleg í verslunum Bónuss.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus.vísir/stefánGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir í samtali við Vísi að graskerssala hafi aukist með hverju árinu. Þá hafi einnig orðið sprenging í sölu á öðrum varningi tengdum hrekkjavökunni. „Við höfum verið að flytja inn hrekkjavökudót, skreytingar, búninga og grímur. Það er alltaf að verða vinsælla og vinsælla.“ Þá eykst sælgætissala einnig í tengslum við „grikk eða gott“, bandarískan sið sem íslensk börn hafa tileinkað sér víða á landinu. Guðmundur hefur þó ekki nákvæmar sölutölur á reiðum höndum en segir að þrátt fyrir aukninguna sé enn ekki um gríðarlegar fjárhæðir að ræða.En þetta er komið til að vera?„Klárlega. Og greinilega vaxandi, fólk leggur meira upp úr búningum og skreytingum heldur en áður fyrr, það er alveg klárt.“ Guðmundur segir jafnframt aukning í sölu á vörum í tengslum við aðrar „tökuhátíðir“ frá Bandaríkjunum á borð við Valentínusardaginn. „Það er minni aukning þar, allavega hjá okkur. Það er keypt inn fyrir þennan dag, einhver hjörtu og slíkt, en það er ekkert í líkingu við hrekkjavökuna.“ Neytendur Tengdar fréttir Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Hrekkjavaka á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá fyrstu öld fyrir Krist. Hátíðin var fyrst haldin meðal keltneskra þjóða og færðist til Bandaríkjanna á 19. öld. 31. október 2016 09:30 Verstu Hrekkjavökubúningarnir Nú stendur yfir Hrekkjavaka um heim allan en sjálfur Hrekkjavökudagurinn er á morgun. 30. október 2018 14:00 Hryllingsfíkillinn sýnir skuggalega safnið sitt: Tíu myndir sem Páll Óskar mælir með Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í áraraðir verið mikill áhugamaður um kvikmyndir og þá sérstaklega um hryllingsmyndir. 31. október 2018 14:00 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Sala á vörum tengdum hrekkjavökunni, og öðrum „aðkomuhátíðum“ á Íslandi, hefur aukist gríðarlega undanfarin ár, að sögn framkvæmdastjóra Bónus. Aðrar íslenskar verslanir virðast hafa sömu sögu að segja ef marka má birgðastöðu verslana á graskerjum í aðdraganda hrekkjavökunnar. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins í vikunni að grasker væru víða uppseld á landinu en Íslendingar virðast nú skera þau út að bandarískum sið í auknum mæli. Á mánudag voru grasker til að mynda uppseld í verslunum Krónunnar, Hagkaups og Fjarðarkaupa, og nær alveg ófáanleg í verslunum Bónuss.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus.vísir/stefánGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir í samtali við Vísi að graskerssala hafi aukist með hverju árinu. Þá hafi einnig orðið sprenging í sölu á öðrum varningi tengdum hrekkjavökunni. „Við höfum verið að flytja inn hrekkjavökudót, skreytingar, búninga og grímur. Það er alltaf að verða vinsælla og vinsælla.“ Þá eykst sælgætissala einnig í tengslum við „grikk eða gott“, bandarískan sið sem íslensk börn hafa tileinkað sér víða á landinu. Guðmundur hefur þó ekki nákvæmar sölutölur á reiðum höndum en segir að þrátt fyrir aukninguna sé enn ekki um gríðarlegar fjárhæðir að ræða.En þetta er komið til að vera?„Klárlega. Og greinilega vaxandi, fólk leggur meira upp úr búningum og skreytingum heldur en áður fyrr, það er alveg klárt.“ Guðmundur segir jafnframt aukning í sölu á vörum í tengslum við aðrar „tökuhátíðir“ frá Bandaríkjunum á borð við Valentínusardaginn. „Það er minni aukning þar, allavega hjá okkur. Það er keypt inn fyrir þennan dag, einhver hjörtu og slíkt, en það er ekkert í líkingu við hrekkjavökuna.“
Neytendur Tengdar fréttir Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Hrekkjavaka á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá fyrstu öld fyrir Krist. Hátíðin var fyrst haldin meðal keltneskra þjóða og færðist til Bandaríkjanna á 19. öld. 31. október 2016 09:30 Verstu Hrekkjavökubúningarnir Nú stendur yfir Hrekkjavaka um heim allan en sjálfur Hrekkjavökudagurinn er á morgun. 30. október 2018 14:00 Hryllingsfíkillinn sýnir skuggalega safnið sitt: Tíu myndir sem Páll Óskar mælir með Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í áraraðir verið mikill áhugamaður um kvikmyndir og þá sérstaklega um hryllingsmyndir. 31. október 2018 14:00 Mest lesið Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Hrekkjavaka á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá fyrstu öld fyrir Krist. Hátíðin var fyrst haldin meðal keltneskra þjóða og færðist til Bandaríkjanna á 19. öld. 31. október 2016 09:30
Verstu Hrekkjavökubúningarnir Nú stendur yfir Hrekkjavaka um heim allan en sjálfur Hrekkjavökudagurinn er á morgun. 30. október 2018 14:00
Hryllingsfíkillinn sýnir skuggalega safnið sitt: Tíu myndir sem Páll Óskar mælir með Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í áraraðir verið mikill áhugamaður um kvikmyndir og þá sérstaklega um hryllingsmyndir. 31. október 2018 14:00