Bandarískar „aðkomuhátíðir“ komnar til að vera í íslenskum verslunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2018 16:01 Aukning hefur orðið í sölu á vörum tengdum Valentínusardeginum og hrekkjavökunni, að sögn framkvæmdastjóra Bónuss. Mynd/Samsett Sala á vörum tengdum hrekkjavökunni, og öðrum „aðkomuhátíðum“ á Íslandi, hefur aukist gríðarlega undanfarin ár, að sögn framkvæmdastjóra Bónus. Aðrar íslenskar verslanir virðast hafa sömu sögu að segja ef marka má birgðastöðu verslana á graskerjum í aðdraganda hrekkjavökunnar. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins í vikunni að grasker væru víða uppseld á landinu en Íslendingar virðast nú skera þau út að bandarískum sið í auknum mæli. Á mánudag voru grasker til að mynda uppseld í verslunum Krónunnar, Hagkaups og Fjarðarkaupa, og nær alveg ófáanleg í verslunum Bónuss.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus.vísir/stefánGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir í samtali við Vísi að graskerssala hafi aukist með hverju árinu. Þá hafi einnig orðið sprenging í sölu á öðrum varningi tengdum hrekkjavökunni. „Við höfum verið að flytja inn hrekkjavökudót, skreytingar, búninga og grímur. Það er alltaf að verða vinsælla og vinsælla.“ Þá eykst sælgætissala einnig í tengslum við „grikk eða gott“, bandarískan sið sem íslensk börn hafa tileinkað sér víða á landinu. Guðmundur hefur þó ekki nákvæmar sölutölur á reiðum höndum en segir að þrátt fyrir aukninguna sé enn ekki um gríðarlegar fjárhæðir að ræða.En þetta er komið til að vera?„Klárlega. Og greinilega vaxandi, fólk leggur meira upp úr búningum og skreytingum heldur en áður fyrr, það er alveg klárt.“ Guðmundur segir jafnframt aukning í sölu á vörum í tengslum við aðrar „tökuhátíðir“ frá Bandaríkjunum á borð við Valentínusardaginn. „Það er minni aukning þar, allavega hjá okkur. Það er keypt inn fyrir þennan dag, einhver hjörtu og slíkt, en það er ekkert í líkingu við hrekkjavökuna.“ Neytendur Tengdar fréttir Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Hrekkjavaka á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá fyrstu öld fyrir Krist. Hátíðin var fyrst haldin meðal keltneskra þjóða og færðist til Bandaríkjanna á 19. öld. 31. október 2016 09:30 Verstu Hrekkjavökubúningarnir Nú stendur yfir Hrekkjavaka um heim allan en sjálfur Hrekkjavökudagurinn er á morgun. 30. október 2018 14:00 Hryllingsfíkillinn sýnir skuggalega safnið sitt: Tíu myndir sem Páll Óskar mælir með Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í áraraðir verið mikill áhugamaður um kvikmyndir og þá sérstaklega um hryllingsmyndir. 31. október 2018 14:00 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Sala á vörum tengdum hrekkjavökunni, og öðrum „aðkomuhátíðum“ á Íslandi, hefur aukist gríðarlega undanfarin ár, að sögn framkvæmdastjóra Bónus. Aðrar íslenskar verslanir virðast hafa sömu sögu að segja ef marka má birgðastöðu verslana á graskerjum í aðdraganda hrekkjavökunnar. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins í vikunni að grasker væru víða uppseld á landinu en Íslendingar virðast nú skera þau út að bandarískum sið í auknum mæli. Á mánudag voru grasker til að mynda uppseld í verslunum Krónunnar, Hagkaups og Fjarðarkaupa, og nær alveg ófáanleg í verslunum Bónuss.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus.vísir/stefánGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir í samtali við Vísi að graskerssala hafi aukist með hverju árinu. Þá hafi einnig orðið sprenging í sölu á öðrum varningi tengdum hrekkjavökunni. „Við höfum verið að flytja inn hrekkjavökudót, skreytingar, búninga og grímur. Það er alltaf að verða vinsælla og vinsælla.“ Þá eykst sælgætissala einnig í tengslum við „grikk eða gott“, bandarískan sið sem íslensk börn hafa tileinkað sér víða á landinu. Guðmundur hefur þó ekki nákvæmar sölutölur á reiðum höndum en segir að þrátt fyrir aukninguna sé enn ekki um gríðarlegar fjárhæðir að ræða.En þetta er komið til að vera?„Klárlega. Og greinilega vaxandi, fólk leggur meira upp úr búningum og skreytingum heldur en áður fyrr, það er alveg klárt.“ Guðmundur segir jafnframt aukning í sölu á vörum í tengslum við aðrar „tökuhátíðir“ frá Bandaríkjunum á borð við Valentínusardaginn. „Það er minni aukning þar, allavega hjá okkur. Það er keypt inn fyrir þennan dag, einhver hjörtu og slíkt, en það er ekkert í líkingu við hrekkjavökuna.“
Neytendur Tengdar fréttir Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Hrekkjavaka á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá fyrstu öld fyrir Krist. Hátíðin var fyrst haldin meðal keltneskra þjóða og færðist til Bandaríkjanna á 19. öld. 31. október 2016 09:30 Verstu Hrekkjavökubúningarnir Nú stendur yfir Hrekkjavaka um heim allan en sjálfur Hrekkjavökudagurinn er á morgun. 30. október 2018 14:00 Hryllingsfíkillinn sýnir skuggalega safnið sitt: Tíu myndir sem Páll Óskar mælir með Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í áraraðir verið mikill áhugamaður um kvikmyndir og þá sérstaklega um hryllingsmyndir. 31. október 2018 14:00 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Hrekkjavaka á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá fyrstu öld fyrir Krist. Hátíðin var fyrst haldin meðal keltneskra þjóða og færðist til Bandaríkjanna á 19. öld. 31. október 2016 09:30
Verstu Hrekkjavökubúningarnir Nú stendur yfir Hrekkjavaka um heim allan en sjálfur Hrekkjavökudagurinn er á morgun. 30. október 2018 14:00
Hryllingsfíkillinn sýnir skuggalega safnið sitt: Tíu myndir sem Páll Óskar mælir með Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur í áraraðir verið mikill áhugamaður um kvikmyndir og þá sérstaklega um hryllingsmyndir. 31. október 2018 14:00