Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Heimir Már Pétursson í Osló skrifar 31. október 2018 14:49 Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir norrænt samstarf alltaf hafa verið mikilvægt fyrir Íslendinga, ekki hvað síst á menningarsviðinu. Frá því hún sótti sitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hafi ráðið hins vegar þróast og orðið pólitískara. Það styrki Norðurlandaráð að hennar mati. „Þar undir eru hlutir á borð við orkufyrirtæki, hafnir, flugvellir og land að sjálfsögðu. Það eru ólíkar aðstæður milli landa á milli landanna, ólíkur áhugi sem löndin hafa skynjað á þessari erlendu fjárfestingu. En málið var sett á dagskrá til að við gætum farið yfir lagaumgjörðina.“ Á fundi forsætisráðherranna fimm í morgun ræddu þeir erlenda fjárfestingu í innviðum ríkjanna. En bæði Danir og Bandaríkjamenn hafa brugðist við áhuga Kínverja á uppbyggingu flugvalla á Grænlandi með því að lofa miklum fjármunum til þeirra verkefna. „Það er auðvitað ljóst að Kínverjar hafa verið að sýna aukinn áhuga á fjárfestingum um heim allan, það vissulega bar á góma. Ég myndi segja hins vegar að þessi umræða hafi verið fyrst og fremst til að greina ólíkt lagaumhverfi og sömuleiðis afstöðu Norðurlandanna á evrópskum vettvangi. Því nú erum við auðvitað töluvert bundin af því samstarfi sem við erum í þar. Íslendingar og Norðmenn eru auðvitað innan EES svæðisins, þó að við séum ekki meðlimir í Evrópusambandinu, og þar eru þessi mál auðvitað mjög uppi á borðum. Þannig að það var töluvert rætt um það að við þyrftum að móta samnorræna afstöðu á evrópskum vettvangi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Við greinum nánar frá fundi Norðurlandaráðs í Osló í kvöldfréttum Stöðvar 2. Grænland Norðurlönd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir norrænt samstarf alltaf hafa verið mikilvægt fyrir Íslendinga, ekki hvað síst á menningarsviðinu. Frá því hún sótti sitt fyrsta Norðurlandaráðsþing hafi ráðið hins vegar þróast og orðið pólitískara. Það styrki Norðurlandaráð að hennar mati. „Þar undir eru hlutir á borð við orkufyrirtæki, hafnir, flugvellir og land að sjálfsögðu. Það eru ólíkar aðstæður milli landa á milli landanna, ólíkur áhugi sem löndin hafa skynjað á þessari erlendu fjárfestingu. En málið var sett á dagskrá til að við gætum farið yfir lagaumgjörðina.“ Á fundi forsætisráðherranna fimm í morgun ræddu þeir erlenda fjárfestingu í innviðum ríkjanna. En bæði Danir og Bandaríkjamenn hafa brugðist við áhuga Kínverja á uppbyggingu flugvalla á Grænlandi með því að lofa miklum fjármunum til þeirra verkefna. „Það er auðvitað ljóst að Kínverjar hafa verið að sýna aukinn áhuga á fjárfestingum um heim allan, það vissulega bar á góma. Ég myndi segja hins vegar að þessi umræða hafi verið fyrst og fremst til að greina ólíkt lagaumhverfi og sömuleiðis afstöðu Norðurlandanna á evrópskum vettvangi. Því nú erum við auðvitað töluvert bundin af því samstarfi sem við erum í þar. Íslendingar og Norðmenn eru auðvitað innan EES svæðisins, þó að við séum ekki meðlimir í Evrópusambandinu, og þar eru þessi mál auðvitað mjög uppi á borðum. Þannig að það var töluvert rætt um það að við þyrftum að móta samnorræna afstöðu á evrópskum vettvangi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.Við greinum nánar frá fundi Norðurlandaráðs í Osló í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Grænland Norðurlönd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira